Vísbending


Vísbending - 30.11.2001, Blaðsíða 4

Vísbending - 30.11.2001, Blaðsíða 4
V ISBENDING (Framhald af síðu 3) stóran þátt í viðreisn efnahagslífsins þar og í rrkjum Austur-Evrópu. Aukið frj álsræði í alþjóðlegum mark- aðsviðskiptum og efnahagsóáran á borð við Asíukreppuna 1997 og skulda- vandann í Rússlandi 1998 hafa leitt til þess að auknar kröfur eru gerðar til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um skamm- tímafjármögnun og efnahagsráðgjöf. Hefur sjóðurinn haft lykilhlutverki að gegna í endurreisn efnahagslífsins í kjölfar slíkra erfiðleika. Markmiðið með starfi sjóðsins á þessum vettvangi er ekki síst að forða heimsbúskapnum frá alvarlegum áföllum sem fylgt geta efnahagskreppu sem breiðst getur út. Til þess að sjóðurinn geti innt af hendi þær skyldur sem á hann eru lagðar þarf að tryggja honum starfsfé, en ntikil- vægasta leið sjóðsins í því efni eru stofnframlög aðildarríkja. Starfsfé sjóðsins Starfsfé Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er aðallega reist á framlögum aðildar- ríkja. Framlag hvers ríkis, svonefndur kvóti, er ákveðið með hliðsjón af þjóðartekjum, utanríkisviðskiptum og (Framhald af síðu 2) álversframkvæmdir á Austurlandi muni hækka þjóðarframleiðsluna um 0,4 til 1,3% til langframa. Aðgerðir gegn brottkasti Að óbreyttu kvótakerfi verður líklega að setja myndatökubúnað í hvert einasta skip sem fær veiðileyfi og ráða óheyrilegan fjölda eftirlitsmanna til að skoða myndirnar og ráða í hvort afli leiti inn á færibandið sem flytur hann í lestina eða út fyrir borðstokkinn. Þetta yrði afar dýrt kerfi, en það væri framkvæmanlegt. Önnur og ódýrari aðferð fælist í að draga verðmyndun á kvótaleigu betur frarn í dagsljósið. Skynsamlegt kann að vera að endurvekja Kvótaþingið sem lagt var af síðastliðið vor. A Kvótaþingi fengust áreiðanlegar upplýsingar um verð og umfang leigukvótaviðskipta. Núverandi fyrirkontulag, þar sem Fiski- stofa fær tilkynningar um þessi við- skipti, tryggir ekki að stjórnvöld fái réttar upplýsingar um verð leigukvóta, aðilar geta hæglega samið sín á milli um að senda Fiskistofu rangar verðupplýs- ingar sjái þeir sér hag í því. Undirritaður minnli á 15 ára gamla tillögu Þorkels Helgasonar um stærðar- flokkun úthlutaðs kvóta hér í blaðinu og annars staðar fyrir ári síðan. Þessum hugmyndum þarf að gefa betri gaum en gert hefur verið. Einnig þarf að kanna kosti þess að úthluta verðmætakvóta og ekki magnkvóta. Báðar aðferðir hafa kosti og galla sem þarfnast ítarlegrar könnunar. Skynsamlegt gæti verið að nokkrum öðrum þáttum. Heildarkvótar sjóðsins hafa verið auknir í áranna rás í núverandi stærð sem er 212 milljarðar SDR eða 270 milljarðar Bandaríkjadala. Hækkun á heildarkvóta tekur mið af vaxandi efnahagsstarfsemi og alþjóða- viðskiptum í heiminum sem og fjárhags- stöðu sjóðsins, áætlunum um starfsemi hans og þörf fyrir aukið starfsfé. Auk stofnfjár býr sjóðurinn að gull- eign sem var nýlega metin á 27 milljarða Bandaríkjadala sem gerir hann einn stærsta gulleiganda heims. Strangar reglur gilda um notkun gulls og má ekki nota það til að fjármagna útlán. Útlána- geta sjóðsins er minni en stofnfé enda 75% stofnfjár greidd x heimamynt aðild- arríkja. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tekur ekki lán á fj ármálamarkaði en hefur gert samninga við aðildarríki um lán til sjóðsins, þar á rneðal svonefndan NAB- samning við 25 lönd að fjárhæð 44 millj- arðar dala sem hægt er að grípa til við sérstakar aðstæður. 1. Harry Dexter White varð síðar fyrsti fulltrúi Bandaríkjanna í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 2. Sbr. formlegt nafn bankans, International Bank for Recon- struction and Development. 3. Eiginleg starfsemi sjóðsins hófst 1. mars 1947. Fyrsta lán sjóðsins var veitt Frakklandi. Nam það 25 milljónum Bandaríkjadala. 4. Um afnám gullinnlausnar sjá nánar rit de V ries í heimildaskrá. gera tilraunir með slíkt fyrirkomulag. Efalítið þarf að samþætta margar aðferðir ti 1 að koma í veg fyrir að biottkast verði stundað yfir allan flotann. Fari hins vegar svo að brottkast festi sig í sessi er afar lítið hald í öllum tilburðum til fiskveiðistjórnunar. Þetta helgast bæði af því að brottkastið slævir stjórn- tækið sjálft auk þess sem ein tegund spillingar býður annarri heim. Þannig heyrast þegar sögur um að brottkastarar og aðrir sem stunda ekki brottkast leiti fleiri leiða til að svindla á kvóta. Það gera þeir meðal annars með því að tilkynna óslægðan þorsk sem er í raun slægður fyrir löndun xxflans. Einnig er tilkynntur of mikill ís í afla þegar því verður við kontið. Þar að auki er tilkynnt íöng tegund, þ.e. gefin er upp verðminni tegund í afla en sú sem er í raun landað. Þessi atriði hafa þann sameiginlega til- gang að drýgja veiðiheimildir á ólög- mætan hátt. Þetta er ekki síðra vandamál en brottkastið. Hugsanleg lausn á þessu vandamáli er að krefjast þess að allur afli fari í gegnum löggilta uppboðs- markaði. Fari frarn sem horfir varðandi brott- kast, tegundasvindl og viktarsvik getur svo farið að síðasta viðvik íslenskra fiskifræðinga vei'ði að íeikna út hvenær stofnar íslenskra nytjafiska hætta að hafa efnahagslega þýðingu. Heimildir: Skýrsla brottkastsnefndar, Gallup (2001): Brottkast fisks á sjó, skýrsla til nefndar til að gera samanburð á starfsumhverfi sjóvinnslu og landvinnslu (aðgengileg á vef sjávarútvcgsráðuneytisins). Höfundur vill þakka Benedikt Valssyni fyrir aðstoð við efnisöflun. Höfundur ber þó einn alla ábyrgð á efni og túlkun. Aðrir sálmar <___________________________________J - N Nóbelsskáldskapur Nóbelsverðlaunahafinn V.S.Naipaul lætur fyrrum pólitíkus gera upp við stjórnmálin í skáldsögunni The Mimic Men: „Stjórnmálamenn búa sannarlega eitthvað til úr engu. Þeir hafa fáa áþreifanlega hæfileika. Þeir eru hvorki stjórnendur né listamenn né láta hluti gerast. Þeir nota sér aðra, þeir bjóða fram krafta sína til að ráðskast með aðra. Þar sem þeir hafa enga hæfileika vita þeir sjaldnast hvað þeir vilja. Þeir gætu sagt að þeir vildu völd. En skilgreining þeirra á völdurn er óljós og óáreiðanleg. ... Eru það völd til þess að níðast á öðrum, eða auðmýkja þá eða hefna sín? En þetta eru skammvinn völd, þau hverfa jafn- skjótt og þau komu og sannur pólitíkus villleikaleikinnallaævi.... Hannerdrifinn áfram af einhverjum sárindum, einhverri vöntun. Hann vill nota einhvern hæfi- leika ... sem hann þekkir ekki ... fyrr en hann fer að nota hann. Hve oft sjáum við menn, sem ná loks ... settu markmiði eftir að hafa barist og bruggað launráð árum saman og finna þá að þeir eru algerlega misheppnaðir. ... Sannur stjórnmálamaður finnur hæfi- leika sína og fullnægju aðeins þegar hann nær árangri. Hæfileikainir birtast skyndilega. Sá, seiu áður var illgjarn, geðstirður og óákveðinn, sýnir óvænt örlæti, hófsemi og snarráða grimmd. Völdin ein sanna hvað býr í stjórn- málamanni.... En oftar sjáum við sannan pólitíkus á niðurleið. Hæfileikxunir ... dvína hjá honum og sá sem byrjaði sem vitur og örlátur maður sem barðist fyrir réttum málstað verður veikgeðja og flöktandi. Hann hverfur frá grundvallarhugsjón- um sínum, við hvern ósigur verður hann örvæntingarfyllri, hann tapar hæfileik- anum til réttrar tímasetningar og skiptir of snemma eða of seint um stefnu, hann missir jafnvel skynbragð á virðuleik. ... Ég man vel að ég voi'kenndi alls kyns fólki. Allir voru svo langt fyrir neðan mig... Vertu góður við fólk sem þú hittir á uppleiðinni, segir máltækið, því þú hittir það aftur ániðurleiðinni.... Harrn- leikurinn við völd eins og mín er að það er engin niðurleið. Það getur bara orðið útrýming“. - bj V J /Tlitstjórn: Eyþór ívar Jónsson ritstjóri ogN ábyrgðarmaður og Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvisindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.