Vísbending - 15.02.2002, Qupperneq 2
ÍSBENDING
Enron — áhrifin
Hneykslið í kringum bandaríska
orkufyrirtækið Enron hefur vakið
athygli á ýmsu sem tengist reikn-
ingshaldi fýrirtækja. Allt í einu stóðu öll
spjót á endurskoðunarfyrirtækjum en
eitt það stærsta og virtasta í heiminum,
Andersen, sá um endurskoðun reikn-
inga Enrons og að því er virðist sá það
einnig um að eyða þeim.
Stormurinn
Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn
hefur orðið fyrir nokkrum áföllum
vegna þess að ijárfestar virðast hafa
vaxandi áhyggjur af reikningshaldi
fyrirtækja. Dow Jones hefur tekið
nokkrar dýfurnar í febrúar sem má rekja
til þessa og verða „Enron-áhrifín“
sennilega lengi í manna minnum. Mánu-
daginn 4. febrúar lækkaði Dow Jones
um 220 punkta og Nasdaq um 56 punkta
og vikan í kjölfarið reyndist sú erfiðasta
síðan hlutabréf tóku að hækka á ný eftir
að áhrifín vegna hryðjuverkanna 11.
september voru gengin yfír. Þó að
Enron-áhrifin hafí komið skriðunni af
stað þá voru það fréttir af vafasömum
reikningsskilavenjum annarra fyrirtækja
sem gerðu fjárfesta taugaveiklaða í
fyrrgreindri viku. Fyrst var það þó
skýrsla sem lögð var fram í upphafi vik-
unnar um misnotkun Enrons á fjár-
málaaðgerðum utan efnahagsreiknings.
Fyrirtækið Tyco viðurkenndi svo að
hafa eytt 8 milljörðum Bandaríkjadala á
þremurárum í 700 smáarfjárfestingar án
þess að tilgreina þær í reikningshaldinu.
Önnur fýrirtæki, eins og PNC Financial
Services, Invensys og sjálfur risinn
General Electric, voru einnig sökuð um
vafasamar bókhaldsvenjur og um tíma
lækkaði verð í hlutabréfúm þeirra mikið.
Það er að mörgu leyti erfítt að átta sig á
hvort um sé að ræða storm f vatnsglasi
eða lognið á undan storminum.
Hagsmunatengsl
Enron - Andersen málið hefur aftur
vakið upp umræðu um tengsl endur-
skoðunarfyrirtækja og ráðgjafafyrir-
tækja sem var umfangsmikil um stutt
skeið fyrir tveimur árum eða svo (sjá
einnig 34. tbl. 2000, „Góð ráð dýr“).
Arthur Lewitt, formaður bandaríska
fjármálaeflirlitsins, var einn af þeim sem
gagnrýndi þetta fýrirkomulag á sínum
tíma og spurði hvemig endurskoðendur
gætu verið sjálfstæðir og óhlutdrægir
þegar einungis 30% af rekstrartekjum
stærstu endurskoðunarfyrirtækjanna
væru vegna endurskoðunar. Til marks
um þetta þá hafði Andersen meiri tekjur
afráðgjöftilEnrons(27 milljónirBanda-
ríkjadala) en endurskoðun (25 ntilljónir
Bandaríkjadala) árið 2000.
Rekstrarráðgjöf ýmiss konar hefur
lengi verið vaxtarbroddur þessara fýrir-
tækja. Hvað varðar stefnumótun fýrir-
tækja þá virka þessir tveir þættir ágæt-
legasaman í rekstri endahafaallirrisarnir
fímm í endurskoðun, þ.e. Pricewater-
houseCoopers, Ernst & Young, Deloitte
Touche Tohmatsu, KPMG og Ander-
sen, haft viðamiklarráðgjafadeildir. Tvö
þeirra hafa losað sig algerlega við ráð-
gjafaarminn, Ernst & Young, sem seldi
hann til Cap Gemini fýrir tveimur árum,
ogKPMG.I ágúst árið 2000 var ráðgjafa-
og endurskoðunarfyrirtækinu Arthur
Andersen skipt upp vegna innri deilna
um tekjumyndun á milli ráðgjafararms-
ins og endurskoðunararmsins. Ráð-
gjafararmurinn varð að fyrirtæki sem
heitir Accenture en endurskoðunar-
arnturinn fékk að halda Andersen-
heitinu. Það hefur þó ekki breytt því að
umfangsmikill hluti af starfsemi fýrir-
tækisins snýst greinilega enn um ráð-
gjöf eins og áðurnefndar tölur styðja.
Enron-málið hefur aftur komið skrið á
uppskiptingu risanna þar sem stjórn-
endur PricewaterhouseCoopers og
Deloitte Touche Tohmatsu lýstu því
yfir fýrir skömmu að þeir ætluðu að draga
ráðgjafahlutannútúrsínumfýrirtækjum.
Með því að aðskilja þessar rekstrar-
einingar er það von flestra að það dragi
úr því að slík hagsmunatengsl geti
brenglað gagnrýni endurskoðenda á
reikningshald fýrirtækja en slík tengsl
bjóða vissulega hættunni heim.
Bókhaldsbrellur
nron-málið hefur þó ekki einungis
varpað kastljósinu á hagsmuna-
tengsl endurskoðunarfyrirtækja sem
geta fengið starfsmenn þeirra til þess
að brjóta margar af helstu reglum endur-
skoðenda. Enron-máliðfjallareinnigum
almennar reikningsskilavenjur. A und-
anförnum árum, sérstaklega í tengslum
við hátæknifyrirtæki og nýjar fjár-
mögnunarleiðir, hafa álitamálin hrann-
ast upp. Nýlega fjallaði Stefán Svavars-
son endurskoðandi um eitt slíkt hér í
Vísbendingu (46. tbl. 2001) en það var
skráning verðbréfaeignar fyrirtækja í
reikningsskilum. I tímaritinu Economist
voru fyrri skömmu (9.-15. febrúar)
dregnir upp þeir helstu þættir sem eru á
mjög gráu svæði um þessar mundir.
- Aðgerðir utan efnahagsreiknings.
Ymsar leiðir eru notaðar til þess að ýta
hvort sem er skuldum eða eignum út úr
efnahagsreikningum. Vinsæl leið hér á
landi eru eignarleigusamningar sem gera
fýrirtækjum t.d. kleift að „eiga“ hluti eins
og vinnuvélar og flugvélar án þess að
það komi nokkurs staðar fram í reikn-
ingshaldinu. Enron-hneykslið snýst að
miklu leyti um tilraunir fýrirtækisins til
að fela ástandið með „sérstökum til-
vikum“ sem hægt er að draga út úr
aðalyfírlitinu.
- Hlutabréfaívilnanir starfsmanna.
Mörg fýrirtæki hafa beitt því óhóflega
á undanförnum árum að þorga starfs-
mönnunt stóran hluta launa sinna með
hlutabréfaívilnunum en það telst ekki til
kostnaðar og þannig geta þau aukið
hagnað sinn verulega.
- Afleiðusamningar. Eignir eru venju-
lega metnar við sögulegu kostnaðarvirði
en það er mjög erfítt að meta virði fjár-
málasamninga sem geta sveiflast veru-
lega í virði frá degi til dags. Ekki er síst
erfítt að meta hvað gera á við afleiðu-
samninga sent notaðir eru til þess að
tryggja virði eigna sem ekki eru metnar
á markaðsvirði í bókhaldinu.
- Oáþreifanlegar eignir. I netbólunni
sem sprakk í byrjun árs 2000 var virði
fýrirtækja réttlætt með himinháu mati á
óáþreifanlegum eignum eins og ímynd
og markaðshlutdeild. Þessar eignir er
sjaldnast hægt að fínna í reiknings-
haldinuog gerirþaðmatávirði fýrirtækja
þeim mun erfiðara.
- Tekjumyndun. Það hefur alltaf verið
farið nokkuð frjálslega með það hvenær
tekjumyndun á sér stað. Enron skráði
t.d. tekjur af samvinnuverkefni við
Blockbuster Video í reikningum sínum
þó að samstarfið væri einungis enn í
startholunum.
Brellurnar eru margar sem gera það
að verkum að erfiðara er fýrir fjárfesta
að átta sig á stöðu fýrirtækja. Að vissu
leyti má segja að það sé þeim sjálfum að
kenna þar sem þeir haga sér í sífellt
minna mæli eins og eigendur, þó er það
ef til vill ósanngjarnt þar sem ábyrgðin
liggur fýrst og fremst hjá stjórnendum
fyrirtækja en það er skylda þeirra að
upplýsa eigendur fýrirtækisins um
stöðu þess og stefnu eftir bestu getu.
Lélegurbrandari
Til er brandari sem er eitthvað á þá
leið að fyrirtæki nokkurt auglýsir
eftirbókhaldaratil starfa. Þegarumsækj-
endur koma í viðtal er einfalt dæmi lagt
fýrir þá og spurt um niðurstöðuna. Hver
áeftiröðrumkemurinn ogreiknardæmið
samviskusamlega og rökstyður niður-
stöðuna. Loks kemur umsækjandi sem
lítur á dæmið eitt stundarkorn og spyr:
„Hver viltu að niðurstaðan verði?“ Hann
var ráðinn samstundis.
Að undanförnu hefur þetta frekar
hljómað eins og raunsaga en brandari.
2