Vísbending


Vísbending - 08.03.2002, Blaðsíða 3

Vísbending - 08.03.2002, Blaðsíða 3
ISBENDING Mynd 3. Fjöldi nýskráninga eftir landssvœðum (utan liöfuðborgarsvœðis) frá 1998 til 2001 Mynd 4. Fjöldi nýskráninga á liverja þúsund íbúa eftir landssvœðum árið 2001 er þeim mun meiri líkur eru á aukinni framleiðni. Þetta hlutfall er víðast hvar í kringum 20% á Vesturlöndum, sbr. rannsóknir OECD. Hlutfallið er hins vegar mun lægra hér á landi, 10,4% ef miðað er við öll fyrirtæki eins og í könnunum OECD og 14,3% ef einungis er miðað við hluta- og einkahlutafélög (meðaltal 1997 til 2000). Þessa hægu nýliðun má einnig sjá á rekstri stærstu fyrirtækja landsins. Ef listi Frjálsrar verslunar yfir tíu stærstu fyrirtækin árið 1971 er borinn saman við listann fyrir árið 2000 þá eru sjö þeirra enn á meðal tuttugu stærstu fyrirtækja landsins (sjá nánar9. tbl. 2002). Þaðerþvíekki undar- legt að íslensku viðskiptaumhverfi sé best lýst sem fákeppnisumhverfi. Nýsköpun Það er vandasamt og varhugavert að lesa of mikið úr tölum um nýskrán- ingar fyrirtækja þar sem ýmsir óvissu- þættir geta skekkt myndina. Engu að síður er það áhugaverð lesning sem rétt væri að reyna að draga einhvern lærdóm af. Eins og sagt hefur verið hér að ofan þá gegna nýskráningar og nýliðun mikilvægu hlutverki í harðnandi sam- keppni og ekki síður aukinni framleiðni í hagkerfinu sem gegnir svo lykilhlut- verki í hagvaxtarþróun þjóðarinnar. Ný fyrirtæki eru líka jafnan líklegri til þess að koma fram með nýjungar og Ijóst má vera að slík fyrirtæki verða sífellt mikilvægari fyrir íslenska hagkerfið þar sent ekki er endalaust hægt að treysta á að náttúruauðlindirnar standi undir betri lífsskilyrðum. Nýsköpun verður lykilorðið á 21. öldinni sem mun jafnframt marka framþróun íslenska hagkerfisins. Tengslin á milli nýskráningar, nýliðunar og nýsköpunar geta skipt sköpum í því ferli. (Framhald af síðu 1) og er áætlað að heildarupphæðin hafi numið tæpum hundrað milljörðum Bandaríkjadala. Líklegt er að upphæð einkavæðingarfyrirárið2001 verðijafn- vel eitthvað lægri. Sennilega hafa auð- veldustu verkefnin þegar verið fram- kvæmd innan OECD og því líklegt að nokkuð hægi á einkavæðingu á næstu árum en frekari vöxtur ræðst aðallega af löndum utan OECD. Slórað á íslandi Það er erfitt að reikna út nákvæmlega hversu stór þessi tilfærsla frá ríkinu til einkageirans á tíunda áratuginum er en ýmsir fræðimenn hafa áætlað að í iðnríkjunum hafi vægi ríkisfyrirtækja í vergri landsframleiðslu (VLF) farið úr 8,5% árið 1984 niður í um 5% í lok tíunda áratugarins. Bretar sem hafa verið hvað duglegastir í einkavæðingunni minnk- uðu vægi ríkisfyrirtækja sem hlutfall af VLF úr 10% á níunda áratuginum í næst- um ekki neitt í lok þess tíunda. Þegareinkavæðing ísmærri hagkerf- um er skoðuð á tíunda áratuginum má sjá að einkavæðing áratugarins sem hlutfall al' VLF er hæst í Ungverjalandi og Portúgal, um 26% (sjá mynd 2). Hlut- falleinkavæðingarafVLFálrlandi,ítalíu og Finnlandi er hins vegar í kringum 10%. A Islandi var hins vegar einkavætt fyrir um 27 milljarðaá tíunda áratuginum sem er um 4% af VLF árið 2000 og því mun minna en í flestum öðrum löndum. Ef um helmingshlutur í Landssímanum ogbankarnirhefðu verið seldirfyrireinu til tveimur árum, sem hefði getað gefið 50 til 60 milljarða, þá hefði hlutfallið hins vegar orðið um 11-13%. Símafyrirtæki hafa skapað um einn þriðja hluta þess fjármagns sem fengist hefur úr einkavæðingu síðastliðinn ára- tug. A Norðurlöndunum hefur sala síma- fyrirtækja verið langstærsti hluti einka- væðingarinnar. Island sker sig hins vegar úr hvað þetta varðar þar sem enn hefur ekki tekist að koma Landssímanum á markað. Sóun / Astæða þess að einkavæðing hefur verið mun minni hér á landi en víðast hvar annars staðar er sú að ríkisstjórnin hefur dregið lappirnar of lengi í þessum málum. Ef ástæðan er „pólitísk greiða- starfsemi" við eigendur annars síma- fyrirtækis sem var að fara á markað, eins og Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur haldið fram, þá er það mesta hneyksli sem komið liefur upp í íslenskum stjórnmálum því að sá greiði gæti hafa kostað ríkið um 30 til 40 milljarða íslenskra króna. Sú efnahagslega sóun sem átt hefur sér stað í „Landssímaklúðrinu" er þó ekki einkavæðingarklúðureins og sumir vilja vera láta heldur ntiklu frekar dæmi um þá sóun sem getur átt sér stað þegar fyrirtæki eru notuð eins og spilapen- ingar í pólitísku valdataíli. Það er marg- búið að sýna frant á að rikið á ekki að vera í fyrirtækjarekstri og getur það illa. Ástæðan endurspeglast í Landssíma- málinu, þegar hafa á marga ólíka hags- muni, sem oft og tíðum stangast á, að leiðarljósi í fyrirtækjarekstri. Það er hins vegar einkenni fyrirtækja á markaði að þau hafa skýrari og afmarkaðari tilgang en umfram allt þá er ábyrgðin skilgreind. Aftur á móti eru menn fljótir að víkja sér undan ábyrgð í opinberum rekstri og komast iðulega upp með það. Það er falleg hugmynd, sem yfirleitt er runnin undan rifjum vinstri manna, að öll þjóðin eigi að eigaeitlhvað saman. En þó að slík hugmyndafræði hljómi stundum sannfærandi þá gengur hún illa í framkvæmd, sérstaklega hvað fyrir- tæki áhrærir, eins og vinstri menn ættu að vita allra manna best þó ekki væri nema út frá sundrungarsögu eigin stjórnmálaflokka. Reynslan af einka- væðingu hefur aftur á móti sýnt svo ekki verður um villst að ríkisfyrirtæki sem eru einkavædd verða skilvirkari, skila meiri hagnaði, auka fjárfestingar sínar og verða fjárhagslega heilbrigð- ari.2 Það sem skiptir þó enn meira máli er að markaðurinn og þær atvinnugreinar sem ríkið hefur haft tögl og hagldir í fái að dafna í friði. Þá fyrst er hægt að vona að framleiðni og nýsköpun leiði til framþróunar atvinnugreina og hagkerf- isins í heild. 1. Því hel'ur einnig verið haldið fram að uppstokkun Churchills á breska stáliðnaðinum á sjötta áratuginum hafi verið fyrsta einkavæðingarstefnan ef hugtakið er skilgreint vítt. 2. Ritgerðin „From Statc to Markct: A Survey of Empirical Studies on Privatization“ eftir William L. Megginson og Jeffry M. Netter er ágætt yfirlit yfir þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á áhrifum einkavæðingar á tíunda áratuginum. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.