Vísbending


Vísbending - 08.03.2002, Blaðsíða 4

Vísbending - 08.03.2002, Blaðsíða 4
ISBENDING Stálvernd Þriðjudaginn 5. mars tilkynnli Bush BandaríXjaforseti að lagður yrði allt að 30% tollur á stál. Aðgerð- irnar hafa vakið upp sterka andstöðu um heim allan enda er hætt við að vernd- arstefna af þessu tagi geti leitt til alvar- legs viðskiptastríðs, sérstaklega í ljósi þess að efnahagsástand heimsbúsins stendur völtum fótum um þessar rnundir. Þörf fyrir uppstokkun Það er ekkert nýtt að stáliðnaðurinn í Bandaríkjunum leiti á náðir ríkis- stjórnarinnar eftir vernd fyrir erlendum keppinautum. Fyrstu samtök verndar- sinna voru t.d. stofnuð af stálframieið- endum í Pennsylvaníu-fylki árið 1820. Upp frá 1980 voru settar hömlur á stál- innflutning frá Evrópu og Japan sem áætlað er að hafi kostað bandaríska hagkerfið 6,8 milljarða Bandaríkjadoll- ara á ári. Árið 1999 lá við að innflutnings- kvótar yrðu settir á stál en öldunga- deildin henti frumvarpinu út á síðustu stundu. Upphafið má rekja aftur til 1997 þegar Asíukreppan gerði það að verkum að eftirspurnin hrundi í Ásíu og vegna hagstæðara gengis var ódýrara fyrir stálframleiðendur í Asíu og Rússlandi að selja inn á Bandaríkjamarkað. Þrátt fyrir þetta var framboð bandarískrar stálframleiðslu meira árið 1998 en það hafði verið í 25 ár og markaðshlutdeild þeirra jókst á heimsmarkaði. Síðan þá hefur innflutningur á stáli til Bandaríkj- anna dregist saman um rúmlega fjórð- ung. Stálframleiðendur kvarta hins vegar yfir því að fyrirtæki sem standa að baki 30% af heildarframleiðslunni í Banda- ríkjunum hafi farið á hausinn síðan 1998 og meðal þeirra LTV og Bethlehem, önnur og þriðja stærsta verksmiðjan. Jafnframt hafi þúsundir starfa í stál- iðnaði tapast. Störfum hefur hins vegar jafnt og þétt verið að fækka um langt skeið í gömlum og vinnuaflsfrekum atvinnu- greinum, aðallega vegna vélvæðingar og tækninýjunga. Frá 1980 hefur störf- um í stáliðnaði fækkað um 60%. En á sama tíma hafa eitthvað um 250 störf verið sköpuð fyrir hvert starf sem tapast hefur í stáliðnaðinum. Stáliðnaðurinn í Bandaríkjunum er eiginlega tvískiptur, annars vegar eru það risaverksmiðjur frá fyrri tíð, sent eru fjármagns- og vinnuaflsfrekar og eiga erfitt með að gera breytingar, og hins vegar litlar skilvirkar verksmiðjur sem eru stöðugt að auka markaðshlutdeild sína. Engu að síður hafa umskiptin verið hæg í greininni þar sem m.a. kostnaður vegna lífeyrisgreiðslna og verkalýðssamninga stendur í vegi fyrir uppkaupum á mark- aðinum. En það er uppstokkun sem greinin þarf en ekki sérstök vernd. Sértækirhagsmunir Þegar tilkynnt var um verndartollana var ástæðan sögð sú að greinin þyrfti pásu til þess að rétta úr kútnum. Ekki fylgdi sögunni hversu löng sú pása þyrfti að vera. Verndartollareruekkilíklegirtilþess að breyta þeirri þróun sem á sér stað í stáliðnaðinum í Bandaríkjunum, og reyndar um heim allan, heldur geta þeir í besta falli frestað hinu óumflýjanlega. Um leið er líka verið að hl iðra vandamál- inu og gera það mun erfiðara viður- eignar. Tollarnir munu hafa þau áhrif að stálverð í Bandaríkjunum hækkar sem hefur áhrif á aðrar greinar sem nota stál sem hráefni, eins og t.d. við framleiðslu ýmiss konar farartækja, við gerð mann- virkja og við framleiðslu iðnaðartækja en þessar greinar eiga ekki síður í vandræðum en stáliðnaðurinn. Þar er hlutfall starfsmanna líka 40 á hvem einn í stáliðnaði og þvf ólíklegt að verið sé að bjarga einhverjum störfum. Tollarnir munu einnig fara út í verðlagið í Banda- ríkjunum og geta hugsanlega dregið úr eftirspurn og þar af leiðandi hægt á mögulegum viðsnúningi bandaríska hagkerfisins. Hitt er þó alvarlegra að verndarstefna Bandaríkjanna getur auðveldlega komið af stað hrinu verndaraðgerða um allan heirn. Það hefur verið áætlað að þessar aðgerðir Bandaríkjastjórnar geti kostað aðra stálframleiðendur en þá bandarísku um9milljarðaBandaríkjadalatekjutapá ári og aðgerðirnar munu koma verst nið- ur á evrópskum og japönskum stálfram- leiðendum. Einnigerhugsanlegt, efflæði stálsins sem annars færi til Bandaríkj- anna færi til Evrópu, að verulegar verð- lækkanir yrðu á Evrópumarkaði og um leið yrðu afleiðingarnar enn alvarlegri fyrir iðnaðinn en ella. Þess vegna er ólíklegt annað en að Evrópusambandið muni einnig loka fyrir stálinnflutning til Evrópu. Það er einnig líklegt að aðrar þjóðir muni ekki taka aðgerðum Bandaríkja- manna þegjandi og hljóðalaust heldur svara í sömu ntynl og loka fyrir einhvern innflutning til Evrópu sent Bandaríkj- unum er þóknanlegur. Og allt setur þetta næstu samningaviðræður Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar (WTO) í upplausn þar sem sértækir hagsmunir sem þessir eru fljótir að smitast út. 1 upphafi tuttugustu aldarinnar urðu verndarstefnusjónarmið m.a. til þess að það tók næstum hundrað ár fyrir alþjóðavæðingu að ná sér á strik á ný. Vissulega er hætta á slíku bakslagi aftur þegar stálin stinn mætast. Litli Baugsmaðurinn Fyrirspurn: Virðulegi forseti. Alþjóðasamfélagið hefur smám saman verið að átta sig á því hve mikilvægir starfsmenn einstakra fyrir- tækja geta verið í baráttu gegn lögbrot- um og spillingu í samfélögum, hvort heldur þeir eru opinberir eða starfa hjá einkafyrirtækjum. Tilefni þessarar fyrir- spurnar er brottrekstur [starfsmanns Baugs] hf. vegna upplýsinga sem hann [leitaði að á skrifborði yfirmanns fyrir- tækisins til þess að koma í fjölmiðla]. Það er alvarlegt ef skilaboðin til sam- félagsins verða þau ein að hver sá sem treystir sér til að upplýsa um lögbrot, treystir sér til að upplýsa um spillingu, geti átt það á hættu að missa starf sitt. Það er með öllu ólíðandi að sendiboði válegra tíðinda skuli hengdur. I þessu tilviki á fyrst og fremst að meta upplýs- ingarnar sjálfar, efni þeirra og eðli, en ekki beina sjónum að uppljóstraranum sjálfum eins og fyrirtækið hefur gert. Það getur ekki ríkt sérstakur trúnaður um ólögmætar aðgerðir og spillingu yfirmanna fyrirtækisins. [Það má ekki telja starfsmanninum til lasts að honurn gafst ekki tími til að l'inna slík mál eða koma þeim á framfæri.] Því beini ég eftirfarandi fyrirspurn til leiðtoga [Sam- fylkingarinnar], hvort hann hyggist beita sér í þessu máli vegna brottvikn- ingar starfsmanns [Baugs]. Svar: Það er trúnaðarmál. Andsvar: Það er létt- vægur útúrsnúningur að beina ummæl- um sínum til formanns Samlýlkingar- innar. Kjarni málsins er sá, og það hefur komið fram, að hér var um að ræða aðgerðir sem fá ekki staðist. Þetta liggur fyrir og er algerlega kristaltært í þessari umræðu. Það er búið að beina þeirri fyrirspurn til [leiðtoga Samfylkingar- innar], sí og æ héðan úr þessurn ræðustól um það hvort hann hyggist beita sér eitthvað vegna þessa. Svar: I guðs friði. Andsvar: Hæstvirtur [leiðtogi] kýs, í stað þess að svara íyrirspurninni, að gera lítið úrþeim upplýsingum sem þama komu [ekki] fram sem að mínu mati eru grundvallarupplýsingar og forsendur þess að við getum rekið öflugt samfélag og veitt forustumönnum í hvívetna nægilegt aðhald. [Þessa umrœðu vantar í gerðabók Alþingis.] - bj____________________ ýRitstjórn: Eyþór ívar Jónsson ritstjóri ogý ábyrgðarmaður og Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Heintur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.