Vísbending


Vísbending - 29.03.2002, Qupperneq 3

Vísbending - 29.03.2002, Qupperneq 3
ISBENDING Leikir John Nash Gyll'i Magníísson hagfræðingur Um þessar mundir er sennilega óhætt að fullyrða að frægasti hagfræðingur heims sé Banda- ríkjamaðurinn John Forbes Nash. Það er vel af sér vikið af manni sem ekki er hagfræðingur og hefur ekki unnið innan fræðasviðsins í nær hálfa öld. Nash fékk Nóbelsverðlaunin í hag- fræði árið 1994. Þótt eftir því hafi verið tekið á sínum tíma þá á hann nú frægð sína sérstaklega að þakka kvikmyndinni A BeautifulMind sem fjallar um líf hans. Myndin hefur fengið afar góða aðsókn og fékk m.a. Oskarsverðlaun sem besta kvikmyndin. Þótt kvikmyndin sé ekki mjög áreiðanleg heimild þá gerir hún ævi Nash þokkaleg skil og þó einkum afar erfiðri baráttu hans við geðveiki. Þegar sá sem þetta ritar nam leikja- fræði sem hluta af doktorsnámi í hag- fræði í upphafi tíunda áratugarins var, líkt og nú, vart hægt að finna eina einustu grein í fræðunum þar sem ekki var minnst á Nash. Oftast þótti þó ekki taka því að vitna í greinar hans. Það var nóg að minnast á hugtök hans, einkum jafn- vægið sem við hann er kennt, Nasli- jafnvœgi. Það þurfti engra skýringa við, svo vel var hugtakið þekkt. Ef vitnað var í Nash voru tíndar til greinar frá því í kringum 1950. Það varþví ekki skrýtið þótt ungir nemendur í leikjafræði á þessum tíma teldu að Nash væri löngu látinn. Tilkynning Nóbelsnefndarinnar árið 1994 um að hann væri ekki bara sprelllifandi heldur ætti hann von á Nóbelsverðlaununum í hagfræði kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti. LeikirNóbelsnefndar s Akvörðunin um að veita Nash verð- launin varekki auðveld. Leikjafræð- ingar höfðu aldrei fengið Nóbelsverð- laun í hagfræði áður og ýmsir settu það fyrir sig að þessi fræðigrein væri ekki nógu merkileg til að veita verðlaunin fyrir framlag til hennar. Aðrir töldu að þótt fræðigreinin væri góð og gild þá væri hún sjálfstæð grein og merkt framlag til hennar væri ekki endilega merkt fram- lag til hagfræði. Aðrir, og þeir virðast hafa verið fleiri, vildu ekki veita Nash verðlaunin vegna veikinda hans, vildu ekki veita manni sem barist hafði við geðveiki áratugum saman Nóbelsverð- laun þótt hann sýndi talsverð batamerki. Þegar Nash hafði fengið verðlaunin og með honum tveir aðrir leikjafræð- ingar, Reinhard Selten og John C. Hars- anyi, varð þó ekki aftur snúið. Síðan hafa Nóbelsverðlaunin í hagfræði tví- vegis verið veitt fyrir framlag til leikja- fræði eða notkun hennar. Fyrst árið 1996, þegar þeir James A. Mirrlees og William Vickrey fengu þau, og aftur í fyrra, þegar George Akerlof, Michael Spence og Joseph Stiglitz fengu verðlaunin. Með verðlaununum 1996 og í fyrra undirstrikaði Nóbelsnefndin nytsemi leikjafræði. I báðum tilfellum voru vís- indamenn heiðraðir sem hafa komist að afar hagnýtum niðurstöðum. Rann- sóknir þeirra Mirrlees og Vickreys hafa til dæmis verið notaðar við gerð bæði skatt- og launakerfa. Rannsóknir Vickr- eys og sporgöngumanna hans á upp- boðum hafa fleytt fram skilningi á eðli þeirra og verið notaðar víða, t.d. við sölu á leyfunt til að nýta fjarskiptarásir. Arangurinn af þeim uppboðum var jafn- vel, ef eitthvað er, of góður fyrir selj- endur. Kaupendur fjarskiptarásanna enduðu margir hverjir á því að kaupa á, að því er virðist, allt of háu verði. Akerlof, Spence og Stiglitz fengu verðlaunin fyrir rannsóknir á mörkuðum þar sem upp- lýsingar eru ósamhverfar en með því er átt við að kaupendur og seljendur vita mismikið um það sem gengur kaupum og sölu. Hugmyndir þeirra félaga og annarra sem skoðað hafa slíka markaði með tólum leikjafræði hafa m.a. verið notaðar með ágætum árangri á sviði tryggingaviðskipta. Stærðfræðingur ótt Nash hafi fengið Nóbelsverð- laun í hagfræði er hann enginn hag- fræðingur, hann er fyrst og fremst stærð- fræðingur. Hann hefur tekið eitt háskóla- námskeið í hagfræði á ævinni, námskeið í alþjóðahagfræði við Carnegie Tech. háskóla, sem heitir nú Carnegie Mellon. Kennarinn var landflótta Austurríkis- maður, Bert Hoselitz. Við Carnegie lagði Nash stund á efnaverkfræði og hann skráði sig í hagfræðinámskeiðið af nauð- syn frekar en áhuga. Doktorsnám hans í Princeton var síðan í stærðfræði. Nash hefur sagt að þetta hagfræði- námskeið hjá Hoselitz hafi verið kveikjan að því að hann fór að velta fyrir sér leikjafræði. Fyrsta framlag hans til fræðanna fjallaði um samninga þar sem þráttað er um skiptingu á tiltekinni upp- hæð á milli samningsaðila.1 Þetta er vita- skuld ævafornt álitamál en Francis Y. Edgeworth var fyrstur til að reyna að greina það forinlega með tólum og tækjum hagfræðinnar í bók sem hann birti 1881.2 Síðan höfðu margir spreytt sig á því en með nær engum árangri. Nálgun Nash var frumleg og einföld og ágætt framlag til fræðanna. Hann lýsti ýmsum eiginleikum sem lausn á slíkum leik hlyti að hafa, nánast forsendum þess að lausn hefði fundist og leiddi út frá þessu tiltekna skiptingu. Nash-jafnvægi etta sama ár, 1950, birti Nash líka grein sem hann skrifaði með öðrum um póker. Merkasta framlag Nash þetta ár var þó fólgið í doktorsritgerð hans. Hann lauk doktorsprófi frá Princeton árið 1950, einungis tæplega 22 áragamall. Ritgerðin fjallaði um samkeppnileiki (e. non-cooperative games) og þar er m.a. að finna framsetningu hans á Nash- jafnvægi. Helstu niðurstöður ritgerðar- innar birti hann einnig það sama ár í grein.3 Greinin er ekki nema tvær blað- síður enda er hugmyndin um Nash- jafnvægi afar einföld, raunar er hægt að lýsa henni í fáeinum orðum: Það er jafnvœgi í leik þegar sérhver þátttakandi hefur tekið þá ákvörðun sem best þjónar hagsmunum hans í Ijósi ákvarðana allra annarra þátttak- enda. Ari síðar birti hann niðurstöður doktorsritgerðarinnar í ýtarlegri tíma- ritsgrein.4 Arið 1953 birti Nash tvær greinar um leiki með tveimur keppend- um, m.a. um tvíkeppni á markaði,5 og ári síðar bókarkafla um nokkra leiki með fleiri þátttakendum.6 Hann skrifaði fjöl- margar greinar um stærðfræði, bæði fyrir og eftir þetta, en áhugi hans á fræðilegri leikjafræði hafði greinilega dvínað. Jafnvægishugtak Nash mun án efa halda nafni hans á lofti um ókomna tíð. Það er einn af homsteinum leikjafræð- innar og margar af rannsóknum síðari ára hafa snúist um að þróa útgáfur af því fyrir ýmsar aðstæður. Þannig er eitt helsta framlag Reinhard Seltens til leikjafræði að þróa útgáfu af Nash- jafnvægi fyrir leiki sem hægt er að skipta niður í marga smærri leiki eða undirleiki. Lausn Seltens er kölluð á ensku sub- game perfect Nash equilibria og felst íþvíaðútilokaNash-jafnvægiítilteknum leik ef þau eru ekki einnig Nash-jafnvægi fyrir alla undirleikina. Þetta þýðir m.a. að nú skipta ekki lengur máli í leik hótanir sem augljóst má þykja að ekki verður staðið við. Lausn Seltens skýrir líka ágætlega hvers vegna stundum getur verið skynsamlegt að brenna brýr að baki sér. Selten deildi Nóbelsverðlaun- unum með Nash eins og fyrr segir. Sá þriðji, sem deildi verðlaunum með Nash og Selten, Harsanyi, þróaði útgáfu af Nash-jafnvægi fyrir leiki þar sem þátt- (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.