Vísbending - 18.10.2002, Blaðsíða 1
V
Vi k u
ISBENDING
rit um viðskipti og efnahagsmál
18. október 2002
42. tölublað
20. árgangur
Stöðugar umbætur
Seðlabankar út um allan heim horfa
vökulum augum á efnahagskerfið
og eru flestir hverjir ófeimnir við
að lækka vexti til þess að berjast við
efnahagslægðina. Bandaríski seðla-
bankinn hefur lækkað vexti svo mikið
að hann stendur frammi fyrir því að eiga
fá tromp á hendi ef bandaríska hagkerfið
fer ekki að hressast. Seðlabanki Islands
hefur verið duglegur við að lækka vexti
að undanförnu enda farið að hægja
verulega á þeirri keyrslu sem íslenska
hagkerfið hefur verið í undanfarin
misseri. Það er helst að mönnum finnist
seðlabanki Evrópu þrjóskast of mikið
gegn því að lækka vexti. Allir bankamir
hafa þó svipuð markmið um stöðugleika
efnahagskerfisins að leiðarljósi. Hug-
myndin er að koma í veg fyrir niður-
sveiflur og kreppur sem þykja mesti
ógnvaldur nútímahagkerfisins. Þegar
stefnir í að baráttan fyrir auknum stöð-
ugleika beri töluverðan árangur þá er
kannski ekki úr vegi að spyrja hvort
stöðugleiki ætti endilega að vera heilagt
markmið.
Stöðugleiki sem markmið
Igegnum tíðina hafa oft komið fram
spádómar um að hagsveiflur heyrðu
sögunni til og aðframtíðin væri endalaus
hagvöxtur. Nú síðast var þessi draumsýn
sett fram í formi „nýja hagkerfisins" en
hún var þá eins og endranær óskhyggja.
Aftur á móti hafa efnahagssveiflurnar
verið að minnka og kreppununt að fækka.
Síðastliðin tuttugu ár hefur bandaríska
hagkerfið einungis 10% af tímabilinu
verið í lægð en á þeim 90 árum sem liðu
fram að seinni heimsstyrjöldinni var það
í lægð um 40% af tímabilinu. Það hefur
einnig komið fram í viðamiklum rann-
sóknurn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að
almennt hafa lægðirnar verið mun
grynnri eftir seinna stríð og hagvaxtar-
skeiðin lengri (sjá 16. tbl. 2002). Minni
og færri efnahagssveiflur þurfa þó ekki
að verða umhverfi framtfðarinnar. I
úttekt tímaritsins The Economist (28.
sept. - 4. okt.) á núverandi efnahags-
lægð „The unfinished recession" eru
leiddar að því líkur að efnahagssveifl-
urnar gætu orðið algengari í framtíðinni,
m.a. vegna aukinnar alþjóðavæðingar,
aukinnar áherslu almennings á eigna-
myndun og minnkandi áhrif náttúru-
legra sveiflujafnara.
Hugmyndin hefur þó í auknum mæli
orðið sú að hægt væri að koma í veg fyrir
efnahagslægðir með efnahags- og pen-
ingastjórnun hins opinbera með því að
hafa það að markmiði að halda niðri verð-
bólgu og halda henni stöðugri. Krónísk
efnahagslægð í Japan og núverandi
lægðíBandaríkjunumvirðast gefatilefni
til að efast um að lág verðbólga komi í
veg fyrir að efnahagskerfi gangi í gegn-
um lægðir. Þvert á móti virðist verð-
hjöðnun vera vandamálið sem einkennir
þessa lægð en ekki verðbólga eins og
kannski oftast áður. Það er reyndar erfitt
að ímynda sér að bandaríska hagkerfið
geti hrist af sér doðann án þess að
einhver umbreyting verði á gríðarlegum
viðskiptahalla, lágu sparnaðarstigi og
hættulega slæmri skuldastöðu.
Illnauðsyn?
Allt frá kreppunni miklu hafa hag-
fræðikenningar meira og minna
miðast við að koma í veg fyrir kreppur
þar sem hugmyndir Johns Maynards
Keynes eru hvað vinsælastar. Og flestir
virðast líta svo á að niðursveiflur séu
með öllu illar og beri að afstýra, og j afnan
verið líkt við pest sem beri að lækna með
öllum tiltækunr ráðurn. Þetta er að ýmsu
leyti athyglivert því að þrátt fyrir öll þau
óþægindi sem fylgja miklum sveiflum,
þó ekki væri nerna aukin áhætta, þá er
fátt sem bendir til þess að stöðugum
hagkerfum vegni betur en óstöðugum.
Reyndar var hagvöxturinn meiri (3,8%)
á óstöðugusta tuttugu ára tímabili
síðustu hundrað ára, þ.e. 1918-1938, í
iðnríkjunum en að jafnaði á síðustu
tuttugu árum (2,7%) mikils stöðugleika.
Aherslan á stöðugleikann er meira
og minna seinni tíma hugmyndafræði
því að um svipað leyti og Keynes kom
fram með sínar hugmyndir töluðu aðrir
hagfræðingar, eins og Friedrich Hayek,
Ludwin von Mises og örlítið fyrr Joseph
Schumpeter, sem kenndir hafa verið við
austurríska skólann, fyrir meira frjáls-
ræði og minni afskiptum ríkisvaldsins
af markaðinum og þar á meðal efna-
hagslægðum. Þeirra hugmyndir voru að
efnahagslægðir væru nauðsynlegar til
að leiðrétta það misvægi sparnaðar og
fjárfestinga sem væri tilkomið vegna
offjárfestingar. Samkvæmt hugmynd-
um þeirra þá væri engin leið að koma í
veg fyrir lægðir, einungis hægt að fresta
þeirn. Reyndar hafa hagfræðingar æ
betur verið að gera sér grein fyrir því að
efnahagslægðir eru tilkomnar af mis-
munandi ástæðum, þ.e. sumart.d. vegna
ytri áfalla, aðrar vegna „óstöðugleika“
eða „animal spirits“ í fjárfestingum eins
og Keynes kallaði það og enn aðrar
vegna offjárfestingar eins og austur-
rísku hagfræðingarnir töluðu um, og
þannig beri að bregðast við þeim með
mismunandi hætti.
Hayek og félagar voru þó ekki alfarið
á móti opinberum afskiptum af lægðum
en héldu því fram að aðgerðimar ættu
að miðast við að koma í veg fyrir að þær
yrðu óþarflega djúpar en ekki að koma
algerlega í veg fyrir þær. Schumpeter
sagði að efnahagslægðir væru ekki eitt-
hvað illt sem ætti að forðast heldur
nauðsynleg aðlögun fyrir breytingar.
Hann talaði um að „vindar skapandi
eyðileggingar“ yrðu að fá að blása frjálst
svo að hægt væri að losa fjármagn úr
deyjandi fyrirtækjum og atvinnugrein-
um yfir í arðsamari rekstur og þar af
leiðandi auka framleiðni og framtíðar-
hagvöxt. Hugmyndir austurrísku hag-
fræðinganna eru mjög umdeildar en hafa
fengið vaxandi byr á síðustu árum á
meðal hagfræðinga. Orð þeirra virðast
reyndar eiga meira erindi nú en oftast
áður þar sem æ fleiri virðast vera famir
að telja að orsakir efnahagslægðarinnar
hafi verið offjárfesting og því ólíkt því
sem var í síðustu lægðum þá eigi bækur
austurrísku hagfræðinganna meira
erindi núna en uppskriftarbækur Keyn-
es. Þá er útlit fyrir að bandarísk upp-
sveifla geti ekki orðið að veruleika fyrr
en glímt hefur verið við afleiðingar of-
fjárfestingar síðustu ára, þ.e. skuldir og
offramboð.
(Framhald á síðu 4)
^ Þaðerekkiendilegagefið ^ Bjami Bragi Jónsson hag- ^ Þórður Friðjónsson hag- a að þótt að þær spár sem
| að efnahagslegur stöð- 1 fræðingurfjallarumauðæfi -2 fræðingur fjallar um hag- fram hafa komið séu keim-
X ugleiki leiði þjóðirtil mestr- ZmJ hálendisins. Þcttacrönnur vaxtarspár fyrir árið í ár og <nr líkar gæti hagvöxtur orðið
ar hagsældar. greinafþremur(sjá41.lbl.). það næsta. Hann bendir á lægri en spáð er.
1