Vísbending


Vísbending - 18.10.2002, Page 3

Vísbending - 18.10.2002, Page 3
ISBENDING Hagvaxtarhorfur i Þórður Friðjónsson TL i hagfræðingur 7*______________________ Islenskur þjóðarbúskapur hefur verið í nokkurri lægð að undanfömu. Lægðin kom í kjölfar þensluskeiðs sem í aðalatriðum var knúið áfram af vexti þjóðarútgjalda umfram þjóðar- tekjur. Þessi hagsveifla hefur því verið óvenjuleg að því leyti að hún á ekki upptök sín í breytingum á ytri skilyrðum, eins og oftast hefur verið raunin, heldur stafar hún einfaldlega af því að við fórum of hratt í sakirnar og fyrir vikið höfum við þurft að staldra við og kasta mæð- inni. Þetta birtist meðal annars í miklum viðskiptahalla á uppgangsárunum og verðbólguskoti, einkum á síðasta ári, en nú virðist sem betra jafnvægi hafi komist á í þjóðarbúskapnum. Forsendur virðast því vera að skapast fyrir nýju hagvaxtarskeiði. Þetta er mikilvægt því við eigum mikið undir því að ná að minnsta kosti jafnmiklum hagvaxtar- árangri og aðrar þjóðir í okkar heims- hluta. Flestir virðast sammála um þessa mynd af hagsveiflunni og horfunum. Þettakemurfram íþeim gögnum og spám sem hafa verið að birtast undanfarnar vikur á þessum annatíma „spámanna" um efnahagsmál, meðal annars vegna vinnu við gerð fjárlagafrumvarps og mótun stefnunnar í efnahagsmálum sem að venju fer fram um þetta leyti árs. Þjóðmálaumræðan um efnahagsmál verður þó ef til vill fyrirferðarmeiri nú en oft áður því að í hönd fer kosningaár. Ymsir hafa þegar lagt spáspil sín á borðið og greint frá því hvað þeir lesa úrþeim umþað sem við eigum í vændum. Þar ber fyrst að nefna fjármálaráðuneyt- ið sem kynnt hefur spá sína í fjárlaga- frumvarpi og tengdum gögnunt en jafn- framthafagreiningardeildirþriggjafjár- málastofnana gefið út spár sínar. Þessar spár eru einnig mjög keimlíkar spá Þjóð- hagsstofnunar frá því í júní síðast- liðnum. s Aþekkar spár Lítum nánar á umræddar spár. A mynd sem fylgir hér með eru sýndar hagvaxtarspár fimm aðila fyrir árin 2002 og 2003. Þessir aðilar eru Þjóðhags- stofnun (júníspá), fjármálaráðuneyti og greiningardeildir Islandsbanka, Lands- banka og Búnaðarbanka. Eins og sést á myndinni eru spárnar mjög áþekkar. Til marks um það er búist við kyrrstöðu á þessu ári en hagvexti á bilinu I/2- 2/2% á árinu 2003. Er þá ekki tekið tillit til hugsanlegrar stóriðju. Þjóðhags- stofnun, sem reyndar gerði spá sína í júní, reiknaði þó með nokkrum samdrætti á líðandi ári, eða 0,8%, samanborið við nánast núllvöxt í spám annarra aðila. Ef árin 2002 og 2003 eru hins vegar tekin saman fæst að heita má sami hagvöxtur og í spá fjármálaráðuneytisins því Þjóð- hagsstofnun spáði 2,4% vexti 2003 en ráðuneytið aðeins 1,5% vexti. Greining- ardeildirnar eru ívið bjartsýnni með allt að '/2% meiri hagvöxt samanlagt fyrir árin tvö. Þessi munur er þó tvímælalaust vel innan skekkjumarka í spám af þessu tagi. Það á því varla við að tala um bjart- sýni eða svartsýni í þessu samhengi; þetta eru í aðalatriðum söntu spárnar. Þegar litið er frant yfir næsta ár, til áranna 2004-2007 eða svo, virðist einn- ig vera samhljómur í hagvaxtarspám eftir því sem hægt er að lesa í það sem um- ræddir aðilar hafa látið frá sér fara um horfurnartil lengri tímalitið. Flestir virð- ast reikna með að hagvöxtur verði að jafnaði 2-3% á ári, ef stóriðjuáformum verður ekki hrint í framkvæmd, en með slíkum áformum megi gera ráð fyrir 3- 4% vexti á ári. Erlendur samanburður agsveiílan hér heima hefur um margt verið sviplík hagsveiflunni í öðrum vestrænum Iöndum, þótt það virðist að þessu sinni fremur vera til- viljun en að skýrt orsakasamband sé þar á milli. Niðursveiflan var að vísu hálfu til einu ári áundan íBandaríkjunum og lægðin hefur verið grynnri í Evrópu en á móti hefur hún dregist nokkuð á langinn. Lítill hagvöxtur var í Bandaríkj- unum í fyrra en gert er ráð fyrir rúmlega 2% vexti á þessu ári. Um þetta eru þó skiptar skoðanir. I Evrópusambandinu er áætlaður hagvöxtur um U/2% hvort árið 2002 og 2003. Alþjóðaefnahags- stofnanir spá því að hagvöxtur í þessum löndum nái sér á strik eftir því sem líður á næsta ár og nálgist 21/2-3% á ári sem er talinn vera eðlilegur jafnaðarvöxtur til lengri tíma litið. Þegar horft er um öxl hefur hagvöxtur einnig verið svipaður og í öðrum sam- bærilegum löndum. Þannig hefur hag- vöxtur á Islandi að meðaltali verið sá sami og í OECD á síðustu tólf árum, eða rétt um 2/2% á ári, og svipaða sögu er að segja af áratugnum þar á undan. Meðalvöxturinn hefur verið nokkru meiri í Bandaríkjunum frá 1990 en ívið minni í Evrópu. A seinni hluta síðasta áratugar var vöxturinn á hinn bóginn tiltölulega mikill hér á landi en á móti var hann tiltölulega hægur á fyrri hlutanum. Til þess að halda okkur áfram í hópi fremstu þjóða heims í lífskjörum þurfum við að minnsta kosti að ná jafngóðum árangri og á síðustu tólf árum. Flestir telja að sjálfbær hagvöxtur í okkar heimshluta sé á bilinu 2/2-3% á ári en þar sem fólksfjölgunin er meiri á Islandi en víðast hvar þarf vöxturinn að vera um eða yfir efri mörkunum á þessu bili til að tryggja að lífskjörin haldi í við það sem gerist best annars staðar. Það er engan veginn sjálfgefið að við náum þessum árangri. En spár stjórnvalda og greiningardeilda fjármálastofnana falla (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.