Vísbending


Vísbending - 03.01.2003, Síða 1

Vísbending - 03.01.2003, Síða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 3. janúar 2003 1. tölublað 21. árgangur Um siðleysi og frelsi að er hefð fyrir því að æðstu valda- menn opinbera geirans líti bæði fram og aftur um áramót hér á landi eins og víða erlendis. Vangaveltur for- setans, forsætisráðherrans og biskups- ins urðu allar að fréttaefni sem bendir til þess að þær hafi verið innihaldsríkari en oftast áður. Biskupi, forsætisráðherra og forseta varð öllum siðleysi á orði með beinum eða óbeinum hætti. Biskup- inn hafði áhyggjur af siðgæði viðskipta- lífsins og varaði við áfergju gróðaafla, forsetinn talaði um hina þjóðfélagslegu skömm sem felst í fátækt og forsætisráð- herrann talaði m.a. urn að það gæti orðið að „þjóðarböli" ef fólk væri látið komast óáreitt upp með að segja „hálfsatt eða ósatt“. Nokkrum dögum fyrr birti Morg- unblaðið viðtal við hagfræðinginn Milt- on Friedman sem verður að teljast einn af „höfundum" frjálshyggjunnar. „Siða- postulamir þrír“ og „frjálsræðispostul- inn“ eiga augljóslega lítið hugmynda- fræðilega sameiginlegt en engu að síður er kannski hægt að finna sameiginlegan flöt í umræðum þeirra. Siðgæði viðskiptalífsins IBandaríkjunum voru það spilling- armál á Wall Street sem rnáluðu síð- astliðið ár dökkum litum. Fjöldafram- leiðsla spillingarmála hófst með gjald- þroti orkurisans Enrons í byrjun ársins. Utskýringu á því að árið 2002 var stimpl- að siðleysi í viðskiptum má finna í orðum Warrens Buffetts, sem var einn af fáunt fjárfestum sem sáu í gegnum fjárfesting- arbóluna, en hann sagði eitthvað á þá leið að það kæmi ekki í ljós hverjir væru að synda berrassaðirfyrren aldan fjaraði út. I ljós kom að stjórnendur fyrirtækja höfðu sagt hálfsatt eða ósatt um stöðu fyrirtækja og allt í einu var hlutabréfa- markaðurinn líkastur spilavíti þar sem „bankinn" stjórnarspilinu. Siðleysið var greinilegt en verra er að það hefði senni- lega verið látið óáreitt ef ekki hefði verið fyrir atorku manna eins og Eliots Spitz- ers, aðalsaksóknara í New Y ork. I árslok gerði hann samkomulag við stærstu verðbréfafyrirtækin um sekt upp á 1,4 millj arða Bandaríkjadala sem var kannski lítill sigurgegn siðleysi en engu að síður mikilvægur. Síðastliðið ár sýndi að ástæða er til að hafa auga með siðgæði í viðskiptum, ekki síst þar sem auðvelt er að fara frarn hjá reglunum. Þessi spill- ingar- og siðgæðisumræða skilaði sér eingöngu að litlu leyti hingað til lands og þær breytingar sem þó hefur verið farið fram á í Bandaríkjunum á starfsemi endurskoðunarfyrirtækja og fjármála- fyrirtækja hafa lítið verið ræddar. Það þarf að skilgreina leikreglurnarbetur hér á landi eins og annars staðar. Ef ekkert verður að gert þá líður ekki á löngu þar til sjálfskipaðir siðapostular, sem mark- aðshagkerfið í heild sinni er þyrnir í augunum á, fara að hljóma sannfærandi. Kerfið í heild, byggt á eiginhagmunum og jafnvel græðgi, hefur hins vegar fyrir margt löngu sannað sig en það eru þeir sem misnota kerfið sem grafa undan því. í áramótagrein sinni í Morgunblað- inu talaði forsætisráðherrann um þetta mál, og hugsanlegt að það hefði verið Friedman að skapi, en hann sagði: „Við eigum að bæta hinn frjálsa markað og gera til hans réttlátar kröfur og hafa vakandi auga með þeim sem kunna að misnota stöðu sína þar, án þess að láta hrekjast í að vefja hann í viðjar reglu- gerðafargans og ofureftirlits.... En mest er um vert að markaðurinn læri sjálfur að hollast er til lengdar að búa við þau lögmál ein sem heiðvirðum mönnum ættu að vera í blóð borin. Og sem betur fer er yfirgnæfandi fjöldi forystumanna í viðskiptalífi þjóðarinnar þeirrar gerðar, þótf ein og ein undantekning kunni á stundum að stinga í augun og skekkja heildarmyndina." Utrýming fátæktar Hugmyndir Miltons Friedmans um frjálsræði markaðarins, sem hann setti m.a. fram í Capitalism and Freedom árið 1962, voru þær að með tíð og tíma myndi hinn frjálsi markaðuraf sjálfu sér eyða fátækt að miklu leyti ef kröftum hans væri sleppt lausum. Ekki erólíklegt að það hafi m.a. verið vegna þessa sem hann segir í viðtalinu við Morgun- blaðið: „...við vorunt álitnir vitfirringar sem ekki væri mark á takandi. Enginn hugsar um þessar hugmyndir á þann hátt í dag. A þessum tíma snerist umræð- an um samhyggju og miðstýringu." Engu að síður hefur frjálst markaðshag- kerfi ekki rey nst rnikil huggun harmi gegn fyrir fátæka. Hugsanlega kann það að vera að markaðsöflunum hefur hvergi verið sleppt algerlega lausum en það er einnig verðug spurning hvort að frjálst markaðshagkerfi feli í sér lausn á þessu vandamáli. Hversu frjálsly ndir sem menn eru þá er erfítt að horfa upp á samfélag þar sem misskiptingin er svo mikil að á meðan sumir lifa í vellystingum þá lifa aðrir við skort eða sultarmörk hvort sem er í miðju ríkidæminu eða í samfélagi þjóðanna. Amartya Sen, sem fékk nób- elsverðlaunin í hagfræði árið 1998, benti á það í bók sinni On Ethics and Econ- omics frá árinu 1987 að margt fólk vildi ekki eyða fátækt vegna þess að það væri hagkvæmt heldur vegna þess að það væri siðferðislega rangt að horfa upp á hana. Það fer eftir því hvemig fátækt er skilgreind hverjir geta talist fátækir. Augljóst er að þeir íslensku fátæklingar sem forsetinn hafði í huga eru ekki illa fátækir eins og margir Islendingar voru fyrir hundrað árum síðan eða eins og þeir sent teljast fátækir í þróunarlönd- unum. Og forsetinn hefur án vafa tekið of djúpt í árinni í umræðu sinni urn fátækt á Islandi lil að vekja athygli á ntálinu. Það er hins vegar rétt að það er ótrúleg þversögn ef einhverjir jjurfa að líða verulegan skort í eins ríku þjóðfélagi og á íslandi og gefur litla von fyrir fátækari þjóðir. Hins vegar er hætt við að lausn- irnar verði til þess að letja frumkvæðið og framtakið hjá ntun stærri hóp en sem talist geta fátæklingar og þannig hafa neikvæð áhrif á framþróun og vaxandi auðsæld fyrir stærstan hóp landsmanna. Þess vegna myndi Friedman blöskra slíkar lausnir en honum hefði þó blöskr- að öllu rneira baráttan við „rauða strikið". Sú barátta leiddi lil sigurs fyrir íslenskt hagkerfi, alla vega til skemmri tíma, for- sætisráðherrann sagði um það framtak: „En samstilltur vilji fjöldans, fólks og (Framhald á síðu 4) 1 Siðferði hefur verið tals- vert í umræðunni síðast- liðið ár og var tilefni ííra- mótaumræðna á Islandi. 2 Magnús ívar Guðfinns- son fjallar um útvistun verkferla sem hefur aukist mikið á síðfiSfíFWiMíéh Þórður Friðjónsson, for- stjóri Kauphallar Islands, fjallarunt þróun áíslenskum hlutabréfamarkaði í saman- 4 burði við erlenda markaðt' en íslenski markaðurinn var einn fárra sem hækkaði á síðastliðnu ári.

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.