Vísbending - 03.01.2003, Side 3
ISBENDING
Þróun á íslenskum hlutabréfamarkaði
Þórður Friðjónsson
hagfræðingur
Þróunin á íslenskum hlutabréfa-
markaði var hagfelld á nýliðnu ári.
Til marks um það hækkaði úrvals-
vísitala Kauphallarinnar um 16,7% á
árinu og viðskipti með skráð hlutabréf
ríflega tvöfölduðust frá fyna ári. Urvals-
vísitalan endaði í 1352, borið saman við
1159 í byrjun árs og viðskiptin með hluta-
bréf voru samtals 321 milljarður, sam-
anborið við 138 milljarða árið á undan.
Viðskiptin með hlutabréf í Kauphöll
íslands voru því 133% meiri á árinu 2002
en 2001.
Þessi hagstæða þróun er sláandi
þegar haft er í huga að einkar dauflegt
var um að litast á hlutabréfamörkuðum
í öðrum löndum sem við berum okkur
saman við. Hlutabréfaverð lækkaði víð-
asthvarum 15-40%.Til aðmyndalækk-
aði Dow Jones vístalan um 16,8%, Nas-
daq-vísitalan um 31,5% og FTSE-vísi-
talan um 26,8% (sjámeðfylgjandi mynd).
Sömu sögu er að segja af nágrönnum
okkar á Norðurlöndum. Viðskiptin með
hlutabréf drógust einnig víðast hvar
saman annars staðar en hér á landi.
Ástæður
Hvað skýrir þennan góða árangur á
íslandi? Hér leggst margt á eitt.
Fjögur atriði skipta þó sennilega mestu
máli.
1. Jafnvægi komst á í efnahagslífinu á
undraskjótan hátt eftir mikla þenslu
um árabil. Verðbólgan hjaðnaði niður
á sama stig og í öðrurn löndum og
viðskiptahallinn hvarf á svo til einu
ári. Þessi aðlögun að nýju jafnvægi
gekk mun betur og hraðar fyrir sig en
í fyrri hagsveiflunt. Fyrir vikið hafa
myndast prýðileg skilyrði fyrir nýtt
hagvaxtarskeið.
2. Horfur um hagvöxt á næstu árum eru
ágætar, sérstaklega ef gert er ráð fyrir
að ráðist verði í byggingu álvers á
Austurlandi og lengdar orkufram-
kvæmdir. Flestir virðast reikna með
þessum framkvæmdum og niðurstaða
um þær ætti að fást á fyrstu mánuðum
þessa árs.
3. Rekstur fyrirtækja sem skráð eru í
Kauphöll Islands hefur yfirleitt geng-
ið vel. Þau hafa verið að skila ágætri
afkomu og horfur eru góðar í flestum
greinum. Atvinnulífíð hefurþví staðið
niðursveifluna af sér með prýði, þótt
atvinnuleysi hafi aukist töluvert.
4. Árangurinn á nýliðnu ári hefur leitt til
þess að almennt ríkir bjartsýni í efna-
hagslífínu og trú á að erfíðasti hjallinn
sé að baki. Þetta er ólíkt því sem sjá má
í öðrum löndum. Til að mynda telja
margir að brekka sé eftir - og hún
jafnvel há - m.a. í Bandaríkjunum og
Evrópu.
Við þetta má reyndar bæta að ytri að-
stæður hafa um margt verið hagstæðar
í greinum sem eru mikilvægar í íslensk-
um þjóðarbúskap, ekki síst í sjávar-
útvegi.
Samanburður
Þegar litið er til annarra landa er my ndin
önnur og dekkri eins og fram kom
hér á undan. Hlutabréfaverð hefur hríð-
lækkað þriðja árið í röð - og það hefur
ekki gerstí 61 ár (1939-1941). El'hluta-
bréfaverð lækkar aftur á þessu ári þyrfti
að fara aftur til kreppuáranna til að sjá
jafn langt tímabil lækkandi verðs. Þetta
gerðist einnig þvert á spár sérfræðinga
á hlutabréfamörkuðum sem töldu
almennt í upphafi árs að nóg væri komið
eftir lækkanir áranna 2000 og 2001. En
spár og vonir manna um betri tíð í þessum
efnum á árinu 2002 gengu ekki eftir.
Er því að vonum að menn leiti log-
andi ljósi að skýringum á þessari óhag-
stæðu þróun. Þar má reyndar segja að
af ýmsu sé að taka. Nægirí því sambandi
að nefna hryðjuverkin 11. september
2001 og ótta við frekari hryðjuverk, bók-
haldshneykslin í Bandaríkjunum og
yfirvofandi stríð við Irak. Þessir atburðir
allir hafa eins og gefur að skilja þyngt
róðurinn. Að auki fóru auðvitað hluta-
bréfamarkaðir illa úr böndum er leið á
langt og öflugt hagvaxtarskeið og því
var fallið hátt.
Fleirakemurtil. Ekki erkomið á við-
unandi jafnvægi í bandarísku efnahags-
lífí eftir þensluna á síðasta áratug. Til
marks urn það er gríðarlegur viðskipta-
halli, eða nálægt 5% af landsframleiðslu,
og við bætist hallarekstur í ríkisfjár-
málum sem samsvarar 3% af landsfram-
leiðslu. I þessu efni er ólíku saman að
jafna í Bandaríkjunum og á Islandi.
Aðlögun hagkerfisins þar er einfaldlega
skemmra á veg komin en hér á landi. Þá
hefur gengið erfiðlega að ná efnahags-
lífinu á strik í Evrópu og sama svipley sið
hefur einkennt Japan og gert hefur í
langan tíma. Við svona aðstæður eru
snögg umskipti til hins betra ekki sjálf-
gefin.
Árið 2003
Hvað ber nýtt ár í skauti sér? Hvernig
verður þróun hlutabréfamarkaða
erlendis og hvað gerist hér á landi? Er
það versta að baki í öðrum löndum?
Verður hlutabréfamarkaðurinn hér á
landi áfram í jafn mikilli sókn og hann
var á nýliðnu ári? Eins og gefur að skilja
er slíkum spurningum vandsvarað og
hér verður ekki sett fram spá í tölum um
þessi efni, heldur látið nægja að benda
á nokkur atriði dl umhugsunar.
Á alþjóðlegum vettvangi skiptir
líklega mestu máli hvað gerist í Banda-
ríkjunum. Þar togast einkum álágir vextir
annars vegar og það jafnvægisleysi sem
hefur einkennt efnahagslífið hins vegar.
Lágir vextir hafa stuðlað að aukinni
einkaneyslu og þannig borið uppi
umsvifin í hagkerfinu. Hvort þetta nægir
til að keyra hagkerfið í gang eða ekki er
erfitt að meta því á móti vinnur jafn-
vægisleysið sem birtist í viðskiptahall-
anunt. Það kallar fyrr en síðar á minni
(Framhald á síðu 4)
Samanburður á úrvalsvísitölu Kauphallar Islands og Dow
Jones-, Nasdaq- og FTSE-vísitölunni árið 2002
130,00
•ICEX-15
•Dow Jones
-Nasdaq
FTSE
3