Vísbending


Vísbending - 14.02.2003, Qupperneq 1

Vísbending - 14.02.2003, Qupperneq 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 14. febrúar 2003 7. tölublað 21. árgangur S viptingar krónunnar Sennilega hefur enginn gjaldeyrir hækkað meira gagnvart banda- ríkjadollara síðastliðið ár en íslenska krónan. Er nærri lagi að hækk- uninnemi35%,hæstfórdollarinní 110,4 krónur23. nóvember2001 en hefur verið um 77 krónur nú í febrúar. Gengi krón- unnar virðist því hafa styrkst gagnvart bandaríkjadoliara á jafnskömmum tíma og það veiktist en gengi dollarans var 71,6 krónur í byrjun árs 2000. Þegar litið er yfir tímabilið frá 1990 þá virðist það líka vera nálægt því að vera meðaltalið en krónan var sett á flot í lok mars árið 2001. Inngrip í lækkun Fæstir gerðu sér grein fyrir því að krónan stefndi í að taka verulega niðursveiflu árið 2000 þó að margt í spilunum benti til þess (sjá 18. tbl. 2000, „Þegar krónan feílur“). A seinni hluta ársins fóru þó ráðamenn að hafa vaxandi áhyggjur af lækkun krónunnar sem þá var í farveginum. I grein eftir Þórarin G. Pétursson og Gerði ísberg í nýjustu Peningamálum um inngrip Seðlabank- ans á gjaldeyrismarkaði kemur fram að á tímabilinu frá 15. júní árið 2000 til 12. október 2001 reyndi Seðlabankinn ítrekað að koma í veg fyrir lækkun krón- unnar. Alls keypti bankinn íslenskar krónur í 27 skipti á þessu tímabili og lætur nærri að upphæð þessara við- skipta hafi nurnið um 42 inilljörðum króna. Taugaveiklunin kemur best fram þegar haft er í huga að flestar rannsóknir benda til þess að slíkar aðgerðir séu ekki líklegar til þess að bera árangur. Enda er jtað einnig niðurstaða greinar- innar: „Ahrif inngripa bankans á gengi krónunnar hafa verið frekar takmörkuð. Ekki tókst að stöðva eða snúa við veik- ingu krónunnar nema í injög skamman tíma“. Hvorki stjórnvöld né Seðlabank- inn gátu komið í veg fyrir snögga veik- ingu krónunnar. H Gengisvísitalan og gengi krónunnar gagnvart bandaríkjadollara frá byrjun árs 2000 Gengisvísitalan Umsnúningurinn ækkun krónunnar gagnvart banda- nkjadollara frá því í lok árs 2001 Heimild: Seðlabankinn gefur kannski ekki alveg rétta mynd af hækkandi gengi krónunnar þar sem dollarinn hefur verið að lækka en evran hefur t.d. hækkað um rúm 20% gagnvart honum. Hins vegar má sjá að gengis- vísitala krónunnar hefur lækkað úr rúmlega 150 frá því í lok 2001 í 120 sem er um 20% breyting. Hækkun vísitöl- unnar frá því í byrjun árs 2000 hefur því að mestu leyti gengið til baka. Greinilegt er að verulegar sviptingar hafa átt sér stað. Styrkingu krónunnar má að ein- hverju leyti útskýra með því að gengi krónunnar var orðið mjög lágt undir lok árs 2001, viðskiptahallinn dróst þá saman á mettíma og el'nahagsútlitið varð almennt mun bjartara þegar dró úr þensl- unni. Að miklu leyti má þó ætla að væntingar um stóriðjuframkvæmdir hafi spilað hvað stærstu rulluna í styrkingu krónunnar og það er sennilega eitthvað til í því að áhrif framkvæmdanna séu þegar að miklu leyti komin fram í gengi hennar. Áhrif Það er í sjálfu sér afstætt að tala um „rétt“ gengi íslensku krónunnar en það hefur þó æði oft verið hressilegur ágreiningur um hvort að gengi krón- unnar sé of hátt. I viðtali í síðasta jóla- blaði Vísbendingar sagði Þorvaldur Gylfason prófessor: „Gengislækkunin mikla 2001 var ekki yfirskot frá mínum bæjardyrum séð, heldur tíma- bundið daður gengisins við raunhæft langtímajafnvægi." Sennilega eru flestir útflytj- endur sammála Þorvaldi um að hátt gengi krónunnar hefur haldið aftur af útflutningi lands- manna. Því hærra sem raun- gengið er því verri er sam- keppnisstaða útflytjenda og því hefur verið kennt um að útflutn- ingurerekki fjölbreyttari enraun ber vitni. Spurningin er þá hve mikið ofmatið sé. Ef miðað er við hamborgaragengi The Economist sem er skemmtilega umdeilt hér á landi, en er hins vegar ekki svo vitlaus vís- bending, þá er krónan ofmetnasti gjald- miðill í heimi hamborgaralanda McDon- alds, ofmetin um rúmlega 100% gagn- vart dollaranum. Það er heldur ýkt ofmat en er engu að síður ágæt vísbending um að hækkunarhrina krónunnar er tíma- bundin og að öllu óbreyttu eru líkur á því að hún eigi eftir að lækka eitthvað á ný þegar fram líða stundir. Þrýstingur Samtök atvinnulífsins hafa þrýst mikið á að vextir verði lækkaðir hressilega, m.a. til þess að hafa áhrif til lækkunar á gengi krónunnar. Á sama tíma hafa stjórnvöld hins vegar flýtt opinberum framkvæmdum til að spoma við atvinnuleysi og í tilefni kosninga, pakki upp á 6,3 ntilljarða króna, en það hefur í för með sér hækkunarþrýsting á vexti og gengi. Utflytjendur virðast því enn um sinn þurfa að éta það sem úti frýs. Þó er ekki öll nótt úti enn. Forsæt- isráðherra sagði á viðskiptaþingi Versl- unarráðs 12. febrúar síðastliðinn: „Að- gerðir og ákvarðanir á markaði, ákvarð- anir hins opinbera og sérstaklega fram- angreindur atbeini Seðlabanka íslands ættu að geta haft úrslitaáhrif á að líf- vænlegt jafnvægi gengis náist sem fyrst. Það er afar þýðingarmikið að allir þeir sem að ákvörðunum koma skynji mikilvægi málsins fyrir hag útflutnings- atvinnugreinanna." 1 Margir hafa kvartað yfir því að undanfömu að gengi krónunnar sé orðið allt of hátt. 2 Reynir Ragnarsson, lög- gilturendurskoðandi, ijall- ar um hvernig mætti eyða fátækt á íslandi. 3 Gylft Magnússon hag- fræðingur ljallar um áhrif lýðfræði á hlutabréfaverð. Hann skoðar rannsóknir 4sem benda til þess að eftm spurn stórra aldurshópa leiði til hækkana á hluta- bréfaverði til langs tíma litið.

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.