Vísbending


Vísbending - 14.02.2003, Blaðsíða 3

Vísbending - 14.02.2003, Blaðsíða 3
Y ISBENDING Lýðfræði og viðskiptakjör kynslóða Gylfi Magnússon hagfræðingur Rannsóknir á fjármálamörkuðum, hvort heldur er á vegum fræði- manna, fjárfesta eða starfsmanna fjármálafyrirtækja, beinast í flestum til- fellum einkum að því að reyna að finna leiðir til að spá fyrir um verðþróun eigna til skamms tíma. Það er jafnvel algengt að horfa bara til næstu mínútna. Þegar rætt er um langtímaþróun er sjaldan horft til nema nokkurra ára. Frá þessu eru þó nokkrar undantekningar og ýmsir fræði- menn hafa leyft sér að líta á fjármála- markaði til miklu lengri tíma. Ein slfk rannsókn hefur vakið nokkra athygli undanfarið vestanhafs og það þótt endanlegar niðurstöður liggi ekki fyrir. Viðskiptakjörkynslóða Hagfræðiprófessoramir John Gean- akoplos, við Yale-háskóla, Michael Magill, við University of Southern California, og Martine Quinzii, við UC Davis, hafa birt drög að grein sem þeir nefna Demography and the long-run predictability of the stock market þar sem þeir leiða rök að því að hægt sé að spá fyrir um langtímaþróun hlutabréfa- verðs og vaxta með því að skoða sveiflur í fólksfjölda og sérstaklega stærð kyn- slóða.1 Með hlutabréfaverði er átt við svokallað V/H-hlutfall, þ.e. verðmæti hlutabréfa í hlutfalli við árlegan hagnað fyrirtækjanna sem hafa gefið þau út. Hugmyndin er í raun einföld, þeir líta á æviferil einstaklinga og þá alkunnu staðreynd að fyrstu fullorðinsárin leggja fæstir mikið fyrir, þvert á móti er þá nokkur þörf fyrir lánsfé, t.d. til hús- næðiskaupa eða til að framfleyta sér á námsárunum. Miðaldra fólk stendur hins vegar undir langmestum sparnaði, það hefur hæstar tekjur, er búið að koma undir sig fótunum, t.d. kaupa húsnæði, og leggur til hliðar til að búa sig undir að fara á eftirlaun. Eftirlaunaþegar eiga mest, lifa á fjármagnstekjum og ganga á eignir sínar. Ut frá þessu má síðan draga ály ktanir urn að framboð á og spurn eftir verð- bréfumfari m.a. eftirþvíhvefjölmennur hver aldurshópur er. Sé ungt fólk t.d. margt er við því að búast að framboð af skuldabréfum sé mikið, þ.e. mikil spurn eftir lánsfé, og vextir því hærri en ella. Séu margir miðaldra er við því að búast að framboð á sparifé sé mikið og vextir lágir en verð hlutabréfa tiltölulega hátt. Séu eftirlaunaþegar margir er við því að búast að framboð þeirra af hlutabréfum og skuldabréfum sé rnikið og verðið eftir því. Mestu virðist skipta hve margir eru ungir (20 til 40 ára) og þurfa lán annars vegar og miðaldra (40 til 60 ára) og vilja leggja fé til hliðar hins vegar. Hér er í raun verið að skoða við- skiptakjörin sent fást þegar eignir og skuldir eru færðar á milli kynslóða. Niðurstaðan er einföld, þeir sem tilheyra fjölmennri kynslóð fá verri kjör en þeir sem tilheyra fámennri kynslóð. Fjöl- menn kynslóð veldur mikilli spurn eftir því sem hún vill kaupaog miklu framboði af því sem hún vill selja. Hvort tveggja rýrirkjörhennarí viðskiptum við fámenn- ari kynslóðir. Það sem meira er, það er lítið sem ekkert hægt að gera í þessu, þótt kenningarnar reynist réttar og sveiflurnar reynist fyrirsjáanlegar, þeir sem eru hluti af fjölmennri kynslóð verða einfaldlega að sætta sig við slök viðskiptakjör í skiptum sínum við kyn- slóðirnar á undan og eftir. Geanakoplos og félagar skoða þó ekki möguleikann á því að þeir sem sjá fram á slök við- skiptakjör færi viðskipti sín (lántökur og verðbréfakaup) til annarra landa. Eftirspurnarsprengj an Geanakoplos og félagar hafa skoðað hvernig þessar kenningar koma heim og saman við bandarísk gögn og óhætt er að fullyrða að bráðabirgða- niðurstöður lofa nokkuð góðu, þótt enn eigi eftir að hnýta ýmsa lausa þræði. Enn liggur vitaskuld heldur ekki fyrir hve vel líkanið spáir. Aldursskipting Bandaríkjamanna er ekki ólík því sem kalla má eðlilegt, þ.e. skipting á milli ungra, miðaldra og aldr- aðra er svipuð því sem vænta má í jafn- vægi og þjóðin er enn að vaxa (bæði vegna fleiri fæðinga en dauðsfalla og vegna innflytjenda). Engu að síðurhefur dregið mjög úr fæðingum á hverja konu í Bandaríkjunum eins og annars staðar á Vesturlöndum. Einna örust var fjölg- unin vestra á árununt 1945 til 1965 og tala þarlendir um bamasprengjuna þau ár, baby boom. Þeir fjölmennu árgangar sem þá fæddust eru nú á þeim aldri þar sem búast má við að tekjur séu hæstar og mest sé lagt fyrir. Argangarnir á und- an, sem nú eru farnir að ganga á sparnað og selja skuldabréf og hlutabréf, voru fámennari. Það saina ntá segja um ár- gangana á eftir, sem munu kaupa eign- irnar af barnasprengjukynslóðinni þegar hún notar þær sér til framfærslu á elliárunum. Þessir fjölmennu árgangar, sem nú eru frá u.þ.b. fertugu og að ríflega sex- tugu, sem nú leggja rnikið til hliðar ættu að halda hlutabréfaverði háu og vöxtum tiltölulega lágum. Þeir valda mikilli spum eftir bæði skuldabréfuin og hlutabréfum. Þegar þeir fara hins vegar í síauknum mæli út af vinnumarkaðinum og taka að lifa á eignum ætti hlutabréfaverð að lækka og vextir að hækka. Geanakoplos og félagar hafa smíðað líkan sem hermir eftir fjármálamarkaði rniðað við þær fólksfjöldasveiflur sem urðu á 20. öld og eru fyrirsjáanlegar fyrstu áratugi þessarar aldar. Þeim reikn- ast til að hægt sé að skýra talsvert af langtímasveiflum í hlutabréfaverði og vöxtum með líkaninu. Til dæmis skýrir það að hluta mikla hækkun á hlutabréfa- verði undir lok 20. aldarinnar, þegar spurn barnasprengjukynslóðarinnar eftir verðbréfuin ætti að hafa náð há- marki. Ef sömu kraftar verða að verki næstu ár telja þeir að verð á hlutabréfum vestra ætti að fara lækkandi, allt til ársins 2018. Um það leyti ætti raunverð hluta- bréfa að verða um helmingur þess sem það varð undir lok 20. aldar. Eftir það ætti verð að hækka nokkuð duglega í um áratug eða svo. Langey gðir fj árfestar að er vitaskuld vonlítið að ætla að spá af einhverri nákvæmni um við- snúning á hlutabréfamörkuðum hálfan annan áratug frarn í tímann svo að ekki er ástæða til að taka þessi ártöl mjög hátíðlega. Það er hins vegar ekki skrýtið að ýmsir hafi staldrað við svo svartsýna spá um þróun hlutabréfaverðs í meira en áratug. Sem fyrr segir hefur líkanið einkum verið notað til að skoða bandarískan fjármálamarkað en fyrstu tilraunir til að líta á japönsk gögn lofa einnig nokkuð góðu. Þar eystra er fólksfjöldaþróun allt önnur en í Bandaríkjunum, japanska þjóðin eldist hratt og ellilífeyrisþegum fjölgar sífellt hlutfallslega. Það mikla framboð eigna sem leiðir af því að mjög stór hluti þjóðarinnar vill lifa á eignum sínum og sú litla eftirspurn sem leiðir af því að tiltölulega fámennir árgangar eru að spara til elliáranna ætti að þrýsta niður hlutabréfaverði og vöxtum. Það er líka raunin, vextir í J apan eru afar lágir og hlutabréfaverð hefur farið hríðlækk- andi allt frá 1990. Nikkei- hlutabréfavísi- talan japanska varð um 40.000 stig þegar hæst var um 1990 en er nú unt 8.500. Það þýðir að þeir sent keyptu japönsk hlutabréf þegar verð þeirra var sem hæst hafa nú tapað nær fjórum fimmtu af því sem þeir hættu, sé ekki horft til verð- bólgu og arðgreiðslna sem breyta heild- armyndinni lítið. (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.