Vísbending


Vísbending - 23.05.2003, Blaðsíða 2

Vísbending - 23.05.2003, Blaðsíða 2
V ISBENDING I hringiðu dollarans Gengi bandaríska dollarans hefur verið að falla frá því í byrjun árs 2002 og hefur fallið nokkuð hratt síðustu daga og vikur. Þessu hafði verið spáð og sérfræðingar gjaldeyrismark- aðarins spá áframhaldandi lækkun doll- arans. Bandaríski dollarinn hefur lengi verið stoð og viðmið hins alþjóðlega fjármálamarkaðarog undanfarin árhefur „sterkur dollari" verið mikilvægur þáttur í efnahagsstjórnun Bandaríkjanna. Nú er hins vegar öldin önnur og bandarísk stjórnvöld hafa í auknum mæli verið að gefa merki um að það sé þeim ekki endi- lega á móti skapi að dollarinn veikist enda ekki víst nema gengislækkun doll- arans geti „leyst“ efnahagsklípuna sem þar hefur verið síðustu misserin. En hætt er við því að dollarinn taki fleira með sér í fallinu. ífrjálsufalli? Lækkun dollarans hefur vakið athygli undanfarna daga, sérstaklega með tilliti tilevrunnar. Dollarinnhefurlækkað um 4% í maímánuði (m. v. 20. maí) gagn- vart evru og um rúm 22% síðastiiðið ár. Lækkunin gegn öðrum gjaldmiðlum hefur þó verið minni. Ekki bætti það úr skák þegar John Snow, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, virtist í viðtali nýlega ýja að því að bandarísk stjórnvöld væru ekki endilega mótfallin lækkun dollarans. í kjölfarið seldu gjaldeyriskaupmenn dollarann grimmt. Þetta virðist einnig vera uppskriftin að frekara falli, jafnvel hrapi, dollarans. Paul Krugman, pistlahöfundur fyrir New York Times, líkti hreyfingum dollar- ans einhvern tímann við hreyfingar Coyote-úlfsins sem jafnan eltir Road Runner teiknifígúrur og hleypur þá fram af klettabrúninni og nokkra stund í lausu lofti; honum er ekki viðbjargandi og fallið óhjákvæmilegt. Eins er með fall dollarans þó að það sé óljóst hvað hann var að elta. Það er vafamál hvort banda- rísk stjórnvöld geta verndað stöðu doll- arans þó að þau vilji. Skoðanir eru skiptar um árangur slíkra aðgerða en reynslan hefur sýnt, m.a. hér á landi, að ekki er líklegt að inngrip hafi mikil áhrif. Fall dollarans kemur fæstum á óvart þar sem lengi var búið að spá því en dollarinn hélt velli og hækkaði verulega á „blöðruárunum" í lok tíunda áratug- arins þegar erlendir fjárfestar fluttu fjár- magn í stórum stíl til Bandaríkjanna. Hækkun dollarans á þeim árum hefur margsinnis verið líkt við blöðru. Þar kemur margt til, arðsemi og vaxtar- væntingar fyrirtækja á bandaríska mark- aðinunt virtust vera mun meiri en annarra fyrirtækja, efnahagsstjórnun í Bandaríkjunum hafði verið árangursrfk en þá var Alan Greenspan í guðatölu og bandaríski doliarinn var aðalgjaldmið- illinn og átti einfaldlega að vera „sterk- ur“. Það var reyndar (og er enn sam- kvæmt yfirlýsingum stjórnvalda) yfir- lýst stefna bandarískra stjórnvalda að halda dollaranum „sterkum" en vafi leik- ur á því hvaða efnahagslega tilgangi slík stefna þjónar. Sífellt vaxandi viðskiptahalli hefur hins vegar verið augljós vísbending um að dollarinn gæti ekki endalaust haldið fluginu en hann er nú kominn vel yfir 5% (8% af VLF í mars síðastliðnum m.v. mánaðarlegar tölur) af vergri landsfram- leiðslu. Viðskiptahallinn var ekki eins mikill síðast þegar dollarinn féll, árið 1985, en þá var lækkunin gagnvart þýska markinu um 40%. Aðstæður eru fyrir svipuðu og jafnvel enn meira falli nú. Bjargvætturinn? nnrásin í Irak átti alla athygli banda- rísku ríkisstjórnarinnarog almennings síðastliðið ár, og hryðjuverkin þann 11. september 2001, en nú hafa augu manna beinst aftur að efnahagslífinu. Á næsta ári eru kosningar í Bandaríkjunum og hagstjórn og ástand efnahagslífsins hafa alltaf leikið stórt hlutverk í banda- rískum kosningum. Stríðsleikir skipta minna máli eins og Bush eldri fékk að reyna í kosningunum 1992. Það er skemmst frá því að segja að bandaríska hagkerfið hefur átt við þunglyndi að stríða frá því að George W. Bush varð forseti og efnahagsstjórnunin hefur verið stefnulaus. Það er því lífsnauð- synlegt fyrir pólitíska framtíð Bush að efnahagsbúið standi sæmilega þegar líður að kosningum. Hingað til hefur ríkisstjórnin ekki getað boðið upp á neinar raunhæfar Ieiðir til úrbóta og bandaríska hagskerfið hefur ekki náð að lyfta sér upp á ný og hættan á verð- hjöðnun eykst stöðugt. Greenspan og bandaríski seðlabankinn hafa líka fá vopn á hendi eftir að hafa lækkað vexti hratt á síðustu misserum. Japan hefur búið við slíkar aðstæður í rúman áratug og það er ekki gæfuríkt. Nú er hins vegar um fátt meira rætt en að lækkun dollarans sé kannski nákvæmlega það sem bandaríska efna- hagskerfiðþurfi. Veiking dollarans þýðir að bandarískur útflutningur verður ódýrari og innflutningurdýrari sem gefur bandarískum fyrirtækjum möguleika á að rétta frekar úr kútnum. Velta og af- koma þeirra verður betri. Til dæmis til- kynnti McDonalds-skyndibitakeðjan um 19% veltuaukningu í apríl síðast- liðnum frá því fyrir ári síðan sem er ekki af því að fyrirtækið hafi selt fleiri ham- borgara og franskar heldur einungis vegna lækkunar dollarans gagnvart evrunni. Jafnvel ætti aukin eftirspurn eftir bandarískum vörum, þar sem þær eru ódýrari en áður, og jafnvel aukinn ferðamannastraumur til Bandaríkjanna að geta dregið úr atvinnuleysi. Um leið ætti viðskiptahallinn að dragast saman. Og ólíkt því sem venjulega gerist þá leiðir verðhjöðnun til þess að dýrari inn- flutningur, sem kallar á aukna verðbólgu, verður kærkominn. Þá er engin þörf á að hækka vexti eins og ella hefði þurft. Islenska reynslan af lækkun krónunnar fráárinu2001 reyndistvel og vartiltölu- lega sársaukalaus þegar á heildina er litið.Eftilvillerþaðþvíbestalækningin. Óskhyggja? etta gæti þó verið óskhyggjan ein. í fyrsta lagi er óvíst hversu langan tíma það tekur hagkerfi að bregðast við breyttum aðstæðum og í öðru lagi er ekki hægt að reikna út hvernig önnur lönd með ólíka gjaldmiðla bregðast við lækkun dollarans. Kína og Japan hafa bæði gefið merki um að þau muni veikja gjaldmiðla sína í takt við dollarann til þess að tryggja áframhaldandi innllutn- ing til Bandaríkjanna sem dregur þá um leið úr áhrifum af lækkun dollarans. I niðursveiflunni hafa neytendur haldið bandaríska hagkerfinu uppi og ýmislegt bendir til þess að þeir séu farnir að þreytast í innkaupunum. Hærra verð á erlendum og mörgum innlendum vör- um (þar sem framleiðendur notast við erlend aðföng) er líklegt til þess að draga úr neyslugetu og þar með hægja á hag- kerfinu, alla vega til skamms tíma. f doll- arafallinu árið 1985 hækkaði virði inn- fluttra vara um 20% til ársins 1987 en útfluttar vörur hækkuðu einungis um 4%. Því er dæmið ekki alveg borðleggj- andi þegar litið er til skemmri tíma og viðskiptajöfnuðurinn gæti versnað fyrst áður en hann fer að sýna batamerki, eins og hagkerfið í heild sinni. Aðalspurningin snýst þó um fjár- festingar en án aukinnar fjárfestingar fer hagkerfið ekki að rétta úr sér á ný. Um 40% (að bifreiðum slepptum) af nýjum fjárfestingumfyrirtækjaíBandaríkjunum eru af erlendum toga og hækkun þeirra gæti dregið úr áhuga á fjárfestingum. Mikilvægari þáttur í þessu samspili eru þóerlendarfjárfestingar. Eferlendirfjár- festar sjá fram á mikið fall dollarans draga þeir ef til vill úr viðskiptum sínum á bandaríska verðbréfamarkaðinum með þeim afleiðingum að fall verður bæði á hlutabréfa- og skuldabréfamarkaðinum. (Framhald á síðu 4) 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.