Vísbending - 10.10.2003, Side 1
ISBENDING
10. október 2003
41. tölublað
Vi k u
r i t
um viðskipti
og
efnahagsmál
21. árgangur
Fall dollarans
Lækkun bandaríska dollarans
gagnvart helstu gjaldmiðlum
hefði ekki átt að koma neinum í
opna skjöldu. Flestir voru búnir að spá
því að þróunin yrði á þann veg. Og nú
er svo komið að dollarinn hefur ekki
staðið lægra í mörg ár gagnvart helstu
gjaldmiðlum heimsins. Þar skipta efna-
hagslegar aðstæður mestu máli, eins og
gríðarlegur viðskiptahalli ber vitni um,
en ekki síður sú stefnubreyting sem
orðið hefur hjá stjómvöldum í Banda-
ríkjunum gagnvart dollaranum. Nú er
sterkur dollari ekki lengur merki máttar
og yfirburða heldur er veiking dollarans
talin æskileg til þess að leysa vandamál
bandaríska hagkerfisins.
Aðstæður fyrir hendi
Lækkun dollarans hefur verið talsvert
í fréttum að undanförnu og bent
hefur verið á að hann hefur ekki staðið
lægra gagnvart japanska jeninu síðast-
liðin þrjú ár, hann nálgast sögulegt lág-
mark gagnvart evrunni (sjá mynd) og
hefur ekki staðið lægra síðastliðin átta
ár gagnvart kanadíska dollaranum. Þessi
lækkun hefur að miklum hluta orðið allra
síðustu vikurnar, 6,7% gagnvart evmnni
og 6,1% gagnvart jeninu. Lækkunin er
að vissu leyti rakin til ummæla Johns W.
Snow, fjármálaráðherra Bandarikjanna,
á fundi iðnríkjanna sjö í Dubai í sept-
ember síðastliðnum, þar sem hann talaði
um aukinn sveigjanleika gjaldmiðla.
Ummæli hans voru tekin sem enn ein
merkjasending bandarískra stjórnar-
erindreka um að Bandaríkjastjóm hygð-
ist ekki beita sér gegn lækkun dollarans.
Þetta skiptir máli því að svo undarlega
sem það kann að hljóma þá hefur að
miklu leyti mátt rekja meiriháttar hreyf-
ingar á bandaríska dollaranum síðustu
áratugina til vilja og áætlana stjórnvalda
í Bandaríkjunum og seðlabanka heims-
ins. Efnahagslegu þættirnir em þó einnig
fyrir hendi. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
hefur spáð því að viðskiptahalli Banda-
ríkjanna verði rúmlega 5% á árinu, þ.e.
um 570 milljarðar bandaríkjadala. Þetta
hljómar ekki alvarlega í ljósi þess að
viðskiptahallinn hér á landi fór í 10%
árið 2000 áður en það fór að íþyngja
gengi krónunnar. Þetta er hins vegar
svipað hlutfall og sást í Asíu og Mexíkó
fyrir gjaldeyriskreppurnar á tíunda ára-
tuginum. Aðstæður fyrir frekari lækkun
dollarans eru því fyrir hendi.
Breyttviðhorf
AClinton-árunum voru það næstum
óskrifuð lög að dollarinn ætti að
vera sterkur. Greinilegt er á öllu að nú er
öldin önnur. Ymislegt spilar þama inn í
og íslensk reynsla ætti að geta útskýrt
þá þætti betur en ella. í fyrsta lagi myndi
lækkun dollarans verða til þess að draga
úr viðskiptahalla, en hann hvarf eins og
dögg fyrir sólu hér á landi þegar krónan
féll. I öðru lagi myndi lægra gengi doll-
arans hafa jákvæð áhrif á fyrirtæki í út-
flutningi og jafnvel bandarískan ferða-
mannaiðnað. Lækkun krónunnar hér á
landi skapaði eitt mesta góðæristímabil
hjá íslenskum útflutningsfyrirtækjum
sem sögur fara af og virði þeirra á hluta-
bréfamarkaði fór upp í hæstu hæðir. Ekki
má heldur gleyma því að bandarísk
útflutningsfyrirtæki eru sterkt þrýstiafl
í bandarískum stjórnmálum og nú er
kosningaár. I þriðja lagi vonast menn til
að lægri dollari muni ýta við auknum
erlendum fjárfestingum sem hafa hrapað
síðustu misserin. í fjórða lagi eru
bandarísk stjórnvöld að vonast til þess
að meiri útflutningur og meiri erlendar
fjárfestingar verði til þess að skapa
atvinnu en hingað til hefur umsnún-
ingurinn ekki komið að neinu ráði fram
í tölum um atvinnuástand. Þetta er einnig
lykilatriði fyrir kosningamar, eftir sem
áður er atvinnuástandið einn mikilvæg-
asti áhrifaþáttur í bandarískum stjórn-
málum, og þó víðar væri leitað. Atvinnu-
sköpun er stykkið sem vantar í púslu-
spilið sem er mynd af nýrri uppsveiflu.
Loks, með því að koma hjólum efna-
hagslífsins af stað á ný, er hægt að fara
að ræða um leiðir til þess að draga úr
fjárlagahallanum en hann verður rúm-
lega 6% á þessu ári, samkvæmt spá
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Með öðrum
orðum mætti segja að undanfarin misseri
hafi Bandarfkin verið að fjármagna
eyðsluæði sitt með erlendum skuldum,
sem eru í dollurum, lækkun dollarans
myndi leiða til lægri skulda og vanda-
málið væri að vissu leyti flutt yfir til
annarra ríkja.
Erlend áhrif
eð því að lækka dollarann og leysa
þannig vandann heima fyrir er
verið að skapa vanda í öðrum ríkjum.
Japan getur ekki kynt undir hagkerfi
sínu ef jenið hækkar svo gagnvart doll-
aranum að það verðleggur japanskan
útflutning út af bandaríska markaðinum.
Sömu sögu er að segja um Evrópu, þar
sem aukinn hagvöxtur er háður því að
evrópskur útflutningur taki við sér;
(Framhald á síðu 4)
°'8" 6/10/00 26/4/01 20/11/01 14/06/02 29/1/03 8/10/03
^ Bandarískidollarinnhefur , ^Ágúst Einarsson pró- , n laggimar árið 1990, fram t j inni, vegna sameininga, enÁ
I verið að lækka mikið að ) fessor fjallar um hinn i lok september í ár. Undan- / 'l enginn vafi leikur á að það
L undanfömu og flestir spá Á Cj íslenska hlutabréfamarkað ^ J farin misseri hefur fyrir- 1 er eftir sem áður enn kátt í
enn frekara falli. frá h>c ^föhafváTl^ HBSt á tækjum fækkað í Kauphöll- höllinni.
IBl
'^kOtABÓUá^