Vísbending


Vísbending - 10.10.2003, Blaðsíða 2

Vísbending - 10.10.2003, Blaðsíða 2
ISBENDING / Þróun hlutabréfaviðskipta á Islandi i ■ Ágúst Einarsson prófessor Tilgangur þessarar greinar er að lýsa þróun viðskipta með hluta- bréf í Kauphöll Islands (Verð- bréfaþing Islands til ársins 1998) en ekki er nema rúmur áratugur síðan skipulögð viðskipti með hlutabréf hófust á Islandi. Þróun viðskipta hefur verið mjög hröð og er hún hér sett í samhengi við aðrar hagstærðir og erlenda markaði. Ásókn fyrirtækja í að skrá sig á skipulagða hlutabréfamarkaði hefur verið mikil á Islandi og markast m.a. af þörf fyrir fjármagn til þróunar og stækkunar og þvf aukna áliti sem oft fylgir fyrirtækjum sem eru skráð með formlegum hætti. Olís var fyrst félaga skráð Arið 1984 hafði Seðlabanki íslands frumkvæði að því að koma á skipu- lögðum verðbréfaviðskiptum hér á landi. I lögum um bankann voru heimildir til slíkrar starfsemi. Reglur voru settar af Seðlabankanum um starfsemi verð- bréfaþings. Viðskiptin voru fyrst og fremst í upphafi með spariskírteini ríkis- sjóðs og síðar með húsbréf. Hlutabréf voru fyrst skráð á Verðbréfaþingi í okt- óber árið 1990, en þá var Olís skráð. Fyrir 1990 voru hlutabréfaviðskipti tiltölulega fátíð á íslandi. Hlutabréf höfðu almennt ekki það álit að þau væru vænlegur fjárfestingakostur. Lítið var um að einstaklingar og félög seldu hluta- bréf. Mörg félög í íslenskum atvinnu- rekstri voru fjölskyldufélög sem var markvisst haldið lokuðum. Tímabilið frá 1970 til 1990 einkenndist einnig af miklum óstöðugleika og mikilli verðbólgu en það snerist við eftir 1990. Frá 1980 til 1990 var árleg meðal verðbólga að meðal- tali 34% en frá 1991 til 2003 var árleg verðbólga að meðaltali 3%. Fjöldi fyrirtækja á markaði Umsvif Kauphallar Islands hafa aukist verulega síðasta áratug. Á mynd 1 sést fjöldi skráðra fyrirtækja í Kauphöll Islands síðustu tæp 13 ár. Fyrirtækjum fjölgaði mjög fram til ársins 1997 eða úr tveimur fyrirtækjum árið 1991 í 51 fyrirtæki árið 1997.ífyrstu voru félögin treg að skrá sig í Kaup- höllinni. Það var m.a. vegna þess að reynslu skorti í slíkum viðskiptum, reglur voru í fyrstu framandi og óttast var að upplýsingagjöf myndi rýra sam- keppnisstöðu. Þetta breyttist smátt og smátt og stór félög í mikilvægum atvinnugreinum voru skráð í Kauphöll- inni. Þar með jókst reynslan og veltan sem hvatti önnur félög til að skrá sig. Kauphöllin opnaði fyrir aðgang félaga að fjármagni en hlutafjármögnun hafði verið lítil í íslensku atvinnulífi fram að þessu. Félög voru fyrst og fremst fjár- mögnuð með lánsfé. Einnig styrkti stór- felld einkavæðing stjórnvalda hluta- bréfamarkaðinn, en fjölmörgum fyrir- tækjum í opinberri eigu, m.a. á sviði fjár- mála og iðnaðar, var fyrst breytt í hluta- félög og þau síðan einkavædd. Ferill viðskipta í Kauphöllinni er algerlega rafvæddur. Flesturðufyrirtækin75 árin 1999og 2000. Smávægileg fækkun varð á árun- um 2000 og 2001 en nokkur fækkun árið 2002. Ástæða fækkunarinnar árið 2002 er einkum sameining fyrirtækja. I lok september á þessu ári, 2003, eru skráð félög 52. Þróunin á árinu 2003 hefur einkennst af fækkun fyrirtækja en það er ekki aðeins vegna sameiningar þeirra heldur einnig vegna þess að nokkur fyrirtæki hafafariðíeigumunfæm aðila en áður og þess vegna hefur orðið að taka þau af lista Kauphallarinnar. Olís, fyrsta félagið á markaði, var afskráð í ár en það táknar alls ekki endalokin. Frá upphafi hafa 44 félög verið afskráð. Langflest þessara félaga voru afskráð vegna sameiningar við önnur félög en ^ Tafla 1. Markaðsvirði og velta skráðra hlutabréfa sem hlutfall af , VLF 1991 til 2002 (%) Ár Markaðs- virði Velta 1991 0,4 0,0 1992 3,3 0,2 1993 4,4 0,7 1994 7,2 0,9 1995 10,9 1,5 1996 19,4 2,2 1997 29,2 4,4 1998 40,6 7,0 1999 59,2 19,2 2000 58,8 29,8 2001 55,2 17,8 2002 66,2 40,7 þriðjungur þeirra voru fjármálafyrirtæki, einkum hlutabréfasjóðir, sem hafa sam- einast öðrum. Af þessum 44 félögum eru einungis um 10 félög sem voru af- skráð af öðrum ástæðum en vegna sam- eininga við önnur félög. Fyrirtæki hafa kvartað yfir því að skráning í Kauphöllinni leiði lil þess að upplýsingar séu aðgengilegar sam- keppnisaðilum sem sé því alvarlegra þeim mun færri sem skráð fyrirtæki í til- tekinni atvinnugrein eru. Einnig hafa fyrirtæki borið því við að þeim finnist dýrt að vera aðilar að Kauphöllinni með tilliti til mikillar upplýsingagjafar sem slík skráning útheimtir. Reglur um upp- lýsingagjöf eru þó sambærilegar og á öðrum Norðurlöndum, m.a. vegna aðild- ar að NOREX, sameiginlegum vettvangi flestra kauphalla á Norðurlöndum. Sam- ræmd og ítarleg upplýsingagjöf er mjög mikilvæg fyrir kaupendur og seljendur hlutabréfa. Eftirlit hefur aukist á fjármálamark- aði, m.a. með aukinni þjálfun starfs- manna Kauphallarinnar og Fjármálaeftir- litsins. Það bendir samt ekkert til þess að ákvæði í íslenskum lögum séu meira íþyngjandi fyrir félög hérlendis en það sem sambærileg félög búa við erlendis. (Framhald á nœstu síðu) Mynd 1. Fjöldi skráðra fyrirtœkja í Kauphöllinni 1991 til 30.09.2003 Mynd 2. Markaðsvirði og velta skráðra hlutabréfa 1991 til 2002/2003 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.