Vísbending - 24.10.2003, Page 1
V
V i k n
ISBENDING
rit um viðskipti og efnahagsmál
24. október 2003
43. tölublað
21.árgangur
Almáttugur
Að undanförnu hefur mönnum
orðið tíðrætt um völd, hver hefur
völd, hvenær hefur einhver of
mikil völd og hvenær misnotar einhver
völd. Spjótin hafa staðið á viðskipta-
bönkunum þremur og valdi þeirra í
íslensku viðskiptalífi. Ög þessi umræða
hefur ekki bara snúist um einkageirann
heldur hafa einnig orðið fjörlegar um-
ræðum um hið opinbera og um stöðu
Bandaríkjanna í samfélagi þjóðanna.
Það er vissulega umhugsunarvert, og
umræðunnar virði, ef einhver getur orðið
almáttugur og það án þess að kunna að
fara með þau völd.
I krafti markaðarins
Umræðan um bankana hefur staðið
um aukið vald þeirra í íslensku
atvinnulífi, t.d. gagnvart öðrum fyrir-
tækjum og gagnvart viðskiptavinum.
Þetta er að vissu leyti merkileg umræða
fyrir þær sakir að völd í viðskiptalífinu
hafa jafnan verið tengd einhvers konar
einokun. Bankarnir eru hins vegar í
samkeppni og ekki er hægt að halda því
fram að einhver þeirra hafi ráðandi stöðu
á markaðinum sem hinir verði að hlýða.
Keppnin þeirra á milli og útþensla hafa
hins vegar kannski leitt til þess að ein-
hver blóm hafa ekki náð að blómgast
sem skyldi í viðskiptalífinu. Ef það hefur
gerst er hins vegar ekki hægt að kenna
einokunarstöðu um heldur einfaldlega
sjálfum markaðsöflunum.
Athyglivert dæmi um valdamikið
fyrirtæki sem er mjög í sviðsljósinu um
þessar mundir er verslunarveldið Wal-
Mart. Ótrúlegur vöxtur fyrirtækisins á
síðustu áratugum og góður árangur
hefur gert það að verðmætasta fyrirtæki
í heimi. Velta þess á síðasta ári var um
245 millj arðar dollara sem er rúmlega 25
föld landsframleiðsla Islands á síðasta
ári. Wal-Mart rekur um 4.750 verslanir,
og það engar smáverslanir. Hinum
ótrúlega árangri hefur fyrirtækið náð á
mjög frjálsum samkeppnismarkaði sem
var í sjálfu sér mettaður þegar það kom
inn á hann á sjöunda áratuginum. En
með því að velja staðsetningu verslan-
anna vandlega og leggja áherslu á lágt
vöruverð tókst Wal-Mart smám saman
að ná fótfestu á markaðinum (sjá 36. tbl.
1999). Fyrirtækinu tókst þetta vegna
eigin verðleika en ekki vegna einhverra
pólitískra eða efnahagslegra forréttinda
enda er saga fyrirtækisins ein allra besta
viðskiptasaga tuttugustu aldarinnar.
Fyrirtækið nýtur enn hylli þó að
stofnandinn, Sam Walton, hafi látist
árið 1992 og flestir hafi haldið að þar
með væri ævintýrinu lokið. í hverri viku
versla um 138 milljónir manna í versl-
unum Wal-Mart og fyrirtækið veitir um
einni og hálfri milljón manna atvinnu.
Lágverðsstefna fyrirtækisins hefur gert
það að verkum að verðlag í smásölu-
verslun er að jafnaði 14% lægra þar sem
fyrirtækið keppir á markaði en annars
staðar í Bandaríkjunum. Stærð verslun-
arkeðjunnar og lágt vöruverð hefur líka
þjóðhagsleg áhrif í Bandaríkjunum til
lækkunar verðbólgu og aukinnar fram-
leiðni (sjá 4. tbl. 2002).
Þungt á vogarskálar
rátt fyrir að fá fyrirtæki endurspegli
bandaríska ímynd og kapítalisma
betur en Wal-Mart hefur fyrirtækið
einnig verið harðlega gagnrýnt fyrir það
hvemig það beitir þeim völdum sem það
hefur. Staðsetning verslana Wal-Mart
hefur gert það að verkum að önnur versl-
un í nágrenni þeirra leggst af og miðbæir
verða eins og draugabæir. Ekkert fyrir-
tæki á lengur möguleika á að keppa við
Wal-Mart vegna þess hve fyrirtækið er
skilvirkt og nýtir stærðarhagkvæmnina
vel. Framleiðendur og dreifingaraðilar
eru einnig undir hæl fyrirtækisins og
verða að gegna kröfum þess þar sem
ekkert fyrirtæki getur með góðu móti
afþakkað aðgang að hinum gríðarlega
markaði sem Wal-Mart felur í sér. Það er
stundum sagt að það næstversta sem
fyrirtæki geti gert sé að fara í samstarf
við Wal-Mart, það versta sé að gera
það ekki. Þá hefur fyrirtækið talsvert
verið gagnrýnt fyrir að halda niðri laun-
um í verslun en sem risavinnuveitandi
geturfyrirtækið haft talsverð áhrif á laun
í greininni.
Fyrirtækið hefur í sjálfu sér ekki gert
neitt rangt heldur hefur það spilað eftir
samkeppnisreglunum með hagsmuni
viðskiptavina sinna og fjárfesta að
leiðarljósi. Ahrifin hafa hins vegar verið
neikvæð fyrir aðra og sumt það sem er
gert í nafni framfara til skamms tíma getur
haft þveröfug áhrif til lengri tíma litið.
Það verður þó ekki endilega sagt um
Wal-Mart veldið. Vandamálið felst að
mörgu leyti í því að fyrirtækið er orðið
svo gríðarlega stórt að allar aðgerðir
þess eru famar að hafa víðtæk áhrif og
skipta ekki einungis viðskiptalífið máli
heldur einnig bandarískt efnahagslíf.
Það er heldur ekki ofsögum sagt að krísa
fyrir Wal-Mart er krísa fyrir bandarískt
efnahagslíf.
Valdatafl
Að vissu leyti er Wal-Mart í banda-
rískri verslun orðið eins og Banda-
ríkin í samfélagi þjóðanna, mótstaðan
er til lítils. Yfirburðirnir eru slíkir að
Bandarfkin eru eina stórveldið sem eftir
er, hemaðarlegir og efnahagslegir yfir-
burðir em miklir. Ólíkt stjómendum Wal-
Mart þá nýtir stjóm Bandaríkjanna sér
þau völd sem hún hefur. Margir óttast
þau völd sem Bandaríkin hafa um þessar
mundir og hafa áhyggjur af því hvernig
þau beita þeim, eins og þau ætli sér að
gleypa allan heiminn. Sagan hefur hins
vegar kennt okkur að stórveldi koma og
fara, fáir geta ímyndað sér lengur það
sem áður hét breska heimsveldið eða
reynt að púsla saman Sovétríkjunum.
Eins er saga voldugra fyrirtækja, fæst
þeirra lifa mjög lengi á toppnum. A fyrri
hluta tuttugustu aldarinnar var bílafram-
leiðandinn Ford í svipaðri stöðu og Wal-
Mart er nú, ekkert fyrirtæki gat boðið
vöruna með jafnhagkvæmum hætti.
Fyrirtækið varð að lokum sjálfu sér verst
og áttaði sig ekki á þeim breytingum
sem urðu á markaðinum. Það þarf reynd-
ar ekki að fara lengra aftur en til loka
síðasta áratugar til þess að sjá yfirburði
Microsoft sem heimsveldis í fyrirtækja-
heiminum. Svipaða sögu má sjá hér við
bæjardyrnar, Eimskip og Flugleiðir eru
ekki lengur risar markaðarins heldur peð
í leik risanna.
Fyrirtæki verða stundum ÁgústEinarssonfjallarum ^ nokkuðbrotthvarfúrKaup- t tíðinni. En til þess að mark-^
I mjög stór og voldug en ) nokkur álitaefni á íslenska 2 höllinni er nægur efniviður /| aðurinn fái að dafna og
1_ yfirburðirnir vara sjaldn- hlutabréfamarkaðinum. ogmöguleikarfyriröflugan ^iblómstra á ný verða regl-
ast til lengri tíma. Hannbendiráaðþráttfyrir hlutabréfamarkað í fram- umar að vera skýrar.