Vísbending - 24.10.2003, Síða 3
ISBENDING
Mynd 1. Hlutdeild sjávarútvegsfyrirtcekja í
heildarmarkaðsvirði skráðra félaga 1991 til 2003
horfum þýðingarmikill þáttur í starfi
íslenskra fjármálafyrirtækja. Mörg for-
dæmi eru fyrir því að félög skrái sig í
kauphöllum sem eru miðstöðvar á sínu
sviði. Þannig eru flest stór málmfyrirtæki
skráð í kauphöllinni í London og alþjóð-
leg siglingafyrirtæki eru mörg skráð í
norsku kauphöllinni þótt aðsetur fyrir-
tækjanna sé annars staðar. Islendingar
eru ellefta mesta fiskveiðiþjóð í heimi
og sjávarútvegur er eina sviðið þar sem
Islendingar hafa sterka efnahagslega
stöðu á alþjóðlegum vettvangi. Kaup-
höll Islands er vel fær um að hrinda af
stað sókn í þessu efni og nú er verið að
undirbúa frumvarp um að Kauphöllinni
verði heimilt að skrá hlutabréf í erlend-
um myntum.
íslenskur fjármálamarkaður ein-
kennist af vel menntuðu fólki sem hefur
margt getið sér góðs orðs erlendis. Mörg
lönd hafa einbeitt sér að alþjóðlegri
fjármálastarfsemi og mikil verðmæta-
sköpun hefur orðið í kjölfar þess. Má
þar nefna Lúxemborg sem dæmi, en
landsframleiðsla á hvern íbúa þar er
hæst af ríkjum OECD. Islendingar hafa
mikla burði til að verða mun meira áber-
andi á þessu sviði. Obein áhrif þessa
verða mjög mikil og erlend fyrirtæki
fengju betri þekkingu á íslensku efna-
hagslífi og það gæti stuðlað að fjárfest-
ingu erlendra aðila á mörgum sviðum
hérlendis. Islendingar hafa mjög gott
orð á sér í sjávarútvegsmálum víða í
heiminum og reka fjölmörg sjávar-
útvegsfyrirtæki erlendis. Því munu mörg
erlend sjávarútvegsfyrirtæki vel hugs-
anlega sjá sér hag í því að vera með
fyrirtæki sín skráð í íslensku kauphöll-
inni þar sem sérþekking og virkur mark-
aður er fyrir hendi.
Þess ber að geta að á Islandi er bann-
að að erlendir aðilar fjárfesti í fyrirtækjum
sem starfa í sjávarútvegi nema í óveru-
legum mæli. Ef Island verður aðili að
ESB er líklegast að óheimilt verði að
viðhalda slíku banni en bannið er unt-
deilt hérlendis. Þótt umsvif sjávarút-
vegsfyrirtækja hafi minnkað í Kauphöll
Islands hafa orðið gífurlegar breytingar
í íslenskum sjávarútvegi undanfarin ár
sem hafa styrkt fyrirtækin verulega.
Efdrlit
inn mikli vöxtur í skipulögðum
hlutabréfaviðskiptum, bæði innan
og utan Kauphallar Islands, bendir til
þess að viðskiptakostnaður hafi lækkað
verulega. Jafnframt hafa upplýsingar
stóraukist með NOREX-aðildinni þannig
að óvissa hefur minnkað og kostnaður
sem tengist þeirri óvissu hefur lækkað.
Þar sem löggjöfin hefur smátt og smátt
verið löguð að þeim viðskiptavenjum
sem áður höfðu skapast er augljóst að
formlegar reglur hafa tekið við af óform-
legum reglum.
Það er mjög mikilvægt í sambandi
við innleiðingu nýrra viðskiptahátta að
gæta þess að formlegar reglur séu í sam-
ræmi við óformlegar reglur sem hafa ef
til vill lengi gilt. Núna er ef til vill ástæða
til þess að gæta sérstaklega að því hvort
hin tiltölulega þrönga eignaraðild að
mörgum fyrirtækjum á íslandi geri frekari
þróun á markaðinum erfitt fyrir. Þar á
móti gæti vegið að aukin þátttaka útlend-
inga á íslenska hlutabréfamarkaðinum
gæti aukið viðskiptin til muna en erlendir
fjárfestar hafa verið stórtækir á íslenska
húsbréfamarkaðinum.
Nú er í gangi hjá samkeppnisyfir-
völdum athugun á starfsemi olíufélag-
anna þriggja vegna gruns um verðsam-
ráð. Sambærileg rannsókn hefur staðið
í sex ár á tryggingafélögunum þremur.
Slíkar rannsóknir, þótt nauðsynlegar
séu, skapa óöryggi í viðskiptum og geta
haft neikvæð áhrif á hlutabréfamark-
aðinn ef þær eru ekki leiddar til lykta á
tiltölulega skömmum tíma. I þessu sam-
bandi er vert að hafa í huga ágreining
milli Samkeppnisstofnunar og efna-
hagsbrotadeildar lögreglunnar um það
hvernig standa eigi að rannsókn slíkra
mála sem bendir til þess að nauðsynlegt
sé að endurskoða samkeppnislöggjöf-
ina. Það er ekki líðandi að ágreiningur
skuli ríkja innan stjórnkerfisins um það
hvemig halda eigi á slíkum málum og er
brýnt að löggjafinn setji skýrari lög um
þetta efni. Það er sömuleiðis ekki hægt
að búa við það að efnahagsbrot fyrnist
vegna þess hversu langan tíma rann-
sókn tekur, en dæmi eru um slíkt.
Sex súlurlöggjafarinnar
Fyrstu hlutabréfin voru skráð á Verð-
bréfaþingi íslands árið 1990. Áður
hafði Hlutabréfamarkaðurinn hf. keypt
og selt hlutabréf sem viðskiptavaki frá
1985 og var það í fyrsta sinn sem hluta-
bréf voru seld á skráðu verði í opnum
viðskiptum. Fyrsta heildarlöggjöf um
hlutabréfaviðskipti var sett árið 1993.
Löggjöf næstu ára tók mið af þróun á
öðrum Norðurlöndum og lagaákvæð-
um innan ESB en aðild Islands að samn-
ingnum um Evrópska efnahagssvæðið
olli verulegum breytingum á íslenskri
fjármálastarfsemi. Löggjöf og verklag í
kauphöllunr í Evrópu er með svipuðum
hætti í einstökum löndum. Ekki var
pólitískur ágreiningur um löggjöf um
hlutabréfaviðskipti í uppbyggingar-
fasanutn á íslandi. Núverandi lög um
(Framhald á síðu 4)
3