Vísbending


Vísbending - 21.11.2003, Qupperneq 1

Vísbending - 21.11.2003, Qupperneq 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 21. nóvember 2003 47. tölublað 21. árgangur Norðurlandaveldið Þegar listi World Economic Forum yfir samkeppnishæfni landa var birtur í lok október mátti sjá að Norðurlandaþjóðirnar voru á meðal níu efstu þjóðanna og Finnland í efsta sæti listans. Norðurlandaþjóðirnar eru meðal allra ríkustu þjóða í heimi og með hvað best reknu hagkerfin á flesta mælikvarða. Norðurlöndin ættu þannig að vera fyrirmynd annarra þjóða. Norðurlöndin eru að mörgu leyti stórveldi. Stærð og ríkidæmi Norðurlandaþjóðimar eru meðal rík- ustu þjóða í heimi, mælt sem verg landsframleiðsla á mann á kaupmátt- arkvarða. Miðað við tölur fyrir síðasta ár þá var Noregur ríkasta þjóð í heimi, Danmörkí þriðja sæti, Island í þvífjórða, Finnland í fimmtánda og Svíþjóð í nítjánda sæti. Svíþjóð hefur þó lengst af verið drifkrafturinn þó að Finnland hafi tekið frumkvæðið á síðustu árum. Svíþjóð er engu að síður stærsta hag- kerfið, með 240 milljarða dollara verga landsframleiðslu á síðasta ári, en Noreg- ur, sem er næststærst, var með 193 mill- jarða dollara landsframleiðslu. ísland er litli bróðirinn í hópi Norðurlandanna, með 8,7 milljarða dollara verga lands- framleiðslu á síðasta ári sem vegur ein- ungis 1,2% af heildinni (sjá töflu). Samanlagt var verg landsframleiðsla Norðurlandanna 746 milljarðar dollarar á síðasta ári sem er litlu meira en lands- framleiðsla Kanada en einungis tæplega Verg landsframleiðsla Norðurlandanna, hlutfallsleg stœrð, mannfjöldi og einkunn á samkeppnishœfnikvarða og nýting fjarskiptatœkni Norður- lönd VLF (ma. $) Hlutfallsl. stærð Mannlj. (í þús.) Efnahags- umhverfi Stofnana- umhverfi Tækni- væðing Viðskipta- umhverfi Nýting fjarsk.t. Sviþjóð 240,3 32,2% 8.925 8 7 4 3 1 Noregur 193 25,9% 4.538 4 16 13 22 5-9 Danmörk 172,2 23,1% 5.374 5 1 8 4 2 Finnlaml 131,5 17,6% 5.201 2 2 2 1 5-9 fsland 8,7 1,2% 288 16 3 15 14 3-4 Sanitals 745,7 100,0% 24.326 3 3 4 3 1 helmingur af landsframleiðslu Bret- lands og bandaríska hagkerfið er fjórtán sinnum stærra en hagkerfi Norðurland- anna. Svipaða sögu má segja þegar íbúafjöldinn er skoðaður, samanlagt búa 24,3 milljónir manna á Norðurlöndum en 59 milljónir manns búa í Bretlandi og 289 milljónir í Bandaríkjunum. í slíkum stærðarmælingum eru Norðurlöndin kannski ekki stórveldi en þegar innvið- irnir eru skoðaðir þá dylst engum að Norðurlöndin eru leiðandi á allmörgum sviðum. Mikil samkeppnishæfni A lista World Economic Forum var TlFinnland, eins og áður segir, í efsta sæti, Svíþjóð í því þriðja, Danmörk í fjórða, Island í áttunda og Noregur í því níunda. Bandaríkin, Tævan, Singapúr og Sviss raða sér í lausu sætin á toppn- um. Bretlanderífimmtándasæti. Saman- lagt hefðu Norðurlöndin lent í öðru sæti á þessum lista en Bandaríkin hefðu hreppt efsta sætið. Hvað varðar einstaka liði þá er efnahagsumhverfið og stofn- anaumhverfið það þriðja besta í heimi og h vað tækni væðingu varðar eru Norð- urlöndin í tjórða sæti (sjá töflu). Öll Norðurlöndin eru framarlega á þá undirmælikvarða sem notaðir eru til þess að mæla samkeppnishæfni landa eða getu þjóðar til þess að dafna enn frekar. Helst eru það þó Noregur og Island sem dragast þar aftur úr. Þetta má líka sjá á kvarða um viðskiptahæfni en þar eru Finnland, Svíþjóð og Danmörk á meðal fjögurra efstu þjóða, Bandaríkin eru í öðru sæti á eftir Finnlandi og Bret- land í sjötta sæti, en Island í því fjórtánda og Noregur í tuttugasta og öðru (sjá einnig 6. tbl. íslensks atvinnulífs). Sú niðurstaða endurspeglar áherslu Norð- manna og Islendinga á náttúruauðlindir í stað nýsköpunar. Engu að síður er tæknivæðing á Norðurlöndununt með því allra mesta í heiminum og hafa þau öll sýnt mikla hæfni til þess að breytast (Framhald á síðu 4) Mynd 1. VLF á mann í Norðurlöndunum að meðaltali eftir áratugum (%) Mynd 2. VLF á mann í Bandaríkjunum, Bretlandi ogNorðurlöndunum (vegið m.v. stœrð) (%) 6 5 4 3 2 I 0 -H 1970-80 Heimild: OECD 1980-90 1990-00 2001-04 4 3.5 3 2.5 2 1.5 1 0,5 0 1970-80 Hcimild: OECD 1980-90 1990-00 2001-04 1 Öll Norðurlöndin eru á meðal allraríkustu og sam- keppnishæfustu landa í heimi. 2 Stundum virðist sem hugs- unarferlið hefjist hvorki né endi mcð það markmið að fá nothæfa njj Þórður Friðjónsson fjallar um framtíðkauphallarinnar en íslenski markaðurinn er nú orðinn fullvaxta. 4 Framhald af forsíðugrein um veldi Norðurlandanna óg keppikefli þeirra að við- halda hagsældinni. /)V

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.