Vísbending


Vísbending - 21.11.2003, Side 3

Vísbending - 21.11.2003, Side 3
ISBENDING Framtíð hlutabréfamarkaðarins Þórður Friðjónsson hagfræðingur Þróun hlutabréfamarkaðar á íslandi hefur verið hröð að und-anförnu og um l'lest hagfelld. Viðskiptin með hlutabréf í Kauphöll íslands hafa verið mjög lífleg það sem af er ársins og verðið hefur hækkað rnikið. Þannig eru viðskiptin þegar orðin um 40% meiri en á öllu árinu í fyrra og rúmlega þrisvar sinnum meiri en 2001. Jafnframt hefur úrvalsvísitalan hækkað um 45% frá árs- byrjun þegar þetta er skrifað. En fleira hefur sett svip sinn á þróun markaðarins en umfang viðskipta og verð. Þar ber sennilega tvennt hæst. Annars vegar hafa valdahlutföll í mörg- um stórfyrirtækjum breyst stórlega og hins vegar hefur skráðum fyrirtækjum fækkað verulega. Við þetta bætist að umhverfi hlutabréfamarkaðar hefur tekið stakkaskiptum og frekari tíðinda er að vænta af þeim vettvangi á næstu misserum, ekki síst vegna nánara sam- starfs við nágrannakauphallirnar og inn- leiðingar ýmissa tilskipana frá Evrópu- sambandinu. Þegar horft er frarn á veg- inn blasa því við miklar breytingar, e.t.v. engu minni en þegar litið er um öxl. Hér á eftir verður fjallað nánar um stöðu íslenska markaðarins í alþjóðlegu ljósi og hvernig líklegt er að hann muni þróast í náinni framtíð. Full vaxta markaður Enginn vafi er á því að íslenskur hluta- bréfamarkaður er orðinn fullvaxta markaður. I því sambandi nægir í raun að nefna að hann hefur náð sömu stærð miðað við þjóðarbúið og algengnt er erlendis og umhverfi hans líkist því sem best gerist erlendis. Eins og fram kemur á mynd 1 er íslenski hlutabréfamarkaðurinn stór samanborið við aðra slíka markaði. Til marks urn það er inarkaðsvirði skráðra fyrirtækja um 66% af landsfrantleiðslu samanborið við til að mynda 63% í Svíþjóð, 38% í Danmörku og 30% í Noregi. Þá er fjöldi fyrirtækja töluvert mikill, þótt að undanförnu hafi verið veruleg fækkun. Þannig eru rétt um 50 fyrirtæki nú skráð í Kauphöll Islands en nálægt 200 í kauphölluin í Noregi og Danmörku. Hagkerfin þar eru þó 15-20 sinnum stærri en íslenska hagkerfið. Einnig má benda á að markaðurinn hér á landi hefur nýst vel til uppbyggingar atvinnulífs, m. a. hafa fyrirtæki vaxið og dafnað sem engan veginn var augljóst að „ættu heima“ á íslandi. Unthverfi markaðarins hér á landi er einnig á við það sem best þekkist annars staðar. Miklar umbætur hafa verið gerðar á laga- og reglugerðarumhverfinu í samræmi við skuldbindingar okkar vegna aðildarinnar að Evrópska efna- hagssvæðinu (EES) og fullyrða má að við stöndum vel að þessu leyti í sam- félagi þessara þjóða. Kauphöllin notar mjög fullkomið viðskiptakerfi (S AXESS) sem er það sama og samstarfskauphall- irnar á Norðurlöndum nota. Þetta á einnig við um eftirlitskerfið með við- skiptum (SMARTs). Þá hefur þekking markaðsaðila verið að aukast og einnig hefur upplýsingaskyldan verið aukin og samræmd í mörgum atriðum því sem gerist annars staðar. Við bætist að Norex-samstarfið felur í sér samvinnu um margvísleg praktísk atriði sem koma upp frá degi til dags. Ekki er ástæðatil aðfjallahérílöngu máli unt þróun og stöðu markaðarins því nýlega hafa birst í þessu tímariti ágætar yfirlitsgreinar um þetta efni eftir Agúst Einarsson prófessor. Eitt er þó nauðsynlegt að árétta. Eftirlitsþátturinn eru algerlega í höndum forstjóra Kaup- hallarinnar, stjómarmenn koma á engan hátt að slíkum málum gagmnvart einstök- um aðilum eins og var hér áður. Stjórn Kauphallarinnar tók ákvörðun í júní árið 2002 að fela forstjóra að taka ákvarðanir íeftirlitsmálum,þ.m.t.að takaákvarðanir um beitingu viðurlaga vegna brota á reglum Kauphallarinnar. 1 þessu sam- bandi má rifja upp að Kauphöllin hefur þrisvar sinnum beitt févíti á þessu ári, þar af í eitt skipti gagnvart aðila sem átti sæti í stjórn hennar. Einnig er nauðsyn- legt að rninna á að mörg untdeild eftirlits- mál snúa fremur að Fjármálaeftirlitinu en Kauphölljnni. Framtíðin Þegar horft er fram á veginn virðist flest benda til að alþjóðavæðing muni setja svip sinn á þróun hlutabréfa- markaðarins og hann muni eflast frekar. Þessu til stuðnings má nefna nokkur atriði. Þar ber fyrst að nefna að þegar er hafinn undirbúningur að nýju átaki sem rniðar að því að gera norræna markaðinn að einum markaði - og reyndar einnig þann baltneska. Unnið er að þessu verkefni á vegum Norex. Þetta átak ntun ekki eingöngu snúast um kauphallirnar á Norðurlöndum heldur einnig urn allt viðskiptaferlið með uppgjöri og frágangi verðbréfaviðskipta. A mynd 2 er umrætt markaðssvæði sýnt. Myndin sýnir markaðsvirði skráðra hlutfélaga í þessum löndurn rniðað við lok október síðastliðins. Island er ekki stór hluti af þessum markaði en þó fyllilega í samræmi við stærð hagkerfisins. Þessi markaður í heild er með 6-7% af viðskiptum með hlutabréf í Evrópu. Einingin ætti því að vera nógu stór til að bjóða upp á öflug (Framliald á síðu 4) Mynd 1. Markaðsvirði skráðra fyrirtœkja sein hlutfall af VLF (%) Mynd 2. Markaðsvirði skráðra fyrirtœkja á Norðurlöndunum (milljarðar evra) 250 200 150 3

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.