Vísbending - 21.11.2003, Síða 4
ÍSBENDING
(Framhald af síðu 3)
og skilvirk hlutabréfaviðskipti á þessum
markaði í samkeppni á alþjóðlegum
vettvangi.
Alþjóðavæðingin mun einnig felast
í innleiðingu tilskipana Evrópusam-
bandsins á sviði fjármála. Margt er í
deiglunni í þeim efnum um þessar
mundir. Þessar tilskipanir munu móta
fjármálamarkaðina í Evrópu á næstu
misserum - og þar með einnig þann
fslenska.
Þessi alþjóðavæðing felur í sér
margvísleg tækifæri fyrir innlend fyrir-
tæki og fjárfesta. Jafnframt mun þátttaka
erlendra fjárfesta á markaðinum aukast
Til viðbótar stendur fyrir dyrum að
Færeyingar gerist aðilar að innlendum
hlutabréfa- og skuldabréfamarkaði.
(Framhald af síðu 1)
í takt við tfmann. Til dæmis nýta þau
fjarskiptatækni betur en aðrar þjóðir. I
heildina virðast þau því vel í stakk búin
til þess að takast á við framtíðina.
Vöxturinn
Samanburður Norðurlandanna við
Bandaríkin og Bretland er áhuga-
verður þar sem Norðurlöndin hafa farið
talsvert aðra leið í uppbyggingu hag-
kerfisins en engilsaxnesku löndin (þ.e.
Bandaríkin og Bretland). Segja má að
jöfnuður skipti Norðurlöndin mun meira
máli en engilsaxnesku löndin og velferð-
arkerfið er öllu sterkara á Norðurlönd-
unum. Það hefur kannski líka komið
niður á hagvexti á Norðurlöndunum en
hagvöxtur í Bretlandi var yfirleitt mun
meiri en á Norðurlöndunum á áttunda
og níunda áratuginum og hagvöxtur í
Bandaríkjunum var meiri á níunda og
tíunda áratuginum (sjá mynd 2). ísland
óx þó hraðar en hin Norðurlöndin og
bæði Bretland og Bandaríkin á áttunda
áratuginum og upplifði annan mesta
hagvöxt á níunda og tíunda áratuginum
af Norðurlöndunum en talsvert minni
en Bandaríkin á sama tíma og Bretland
á níunda áratuginum. Undir lok tíunda
áratugarips, frá 1996 til 2000, var hag-
vöxtur á íslandi og í Svíþjóð til jafns við
bandarískan hagvöxt og hagvöxtur í
Finnlandi mun meiri eða 5% á mann.
Það sem af er liðið tuttugustu og
fyrstu öldinni hafa Vesturlönd að mestu
verið í efnahagslægð en það birtir víða
yfir um þessar mundir. Ef miðað er við
spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá því í
september kemur í ljós að bæði Bretland
(2%) og Bandaríkin (2,3%) ætla að gera
betur fyrstu fjögur ár tuttugustu og
fyrstu aldarinnaren Norðurlöndin (1,6%
vegið með stærð hagkerfa) að meðaltali.
Einungis Island (2,1 %) er á svipuðu róli
og engilsaxnesku löndin þrátt fyrir
samdrátt árið 2002 (sjá mynd 1). Þe|tft
vekur spurningar unt hvort NorðLU'-
löndin geti haldið í ríkidæmi sitt nteð því
Þessa dagana er verið að skrá skulda-
bréf landsstjórnar Færeyja í Kauphöll
Islands og stefnt er að fullri aðild þeirra
að markaðinum fyrir mitt næsta ár. Þetta
verða fyrstu erlendu verðbréfin sem
skráð verða í Kauphöllinni. En jafnframt
er unnið að því að gera Kauphöllina að
alþjóðlegum markaði fyrir fyrirtæki í
sjávarútvegi og tengdum greinum.
Viðtökur hafa verið ágætar þó of snemmt
sé að spá fyrir um hvort erlend fyrirtæki
á þessu sviði muni sækjast eftir skrán-
ingu hér á landi.
Að öllu samanlögðu blasa því við
margvísleg tækifæri til aðeflahlutabréfa-
markaðinn í næstu framtíð. Niðurstaðan
ræðst auðvitað öðru fremur af því hvern-
ig við vinnum úr þessum tækifærum.
módeli sem þau hafa hingað til stuðst
við eða hvort þau munu smám saman
dragast aftur úr.
1 auknu samstarfi
Arangur og ríkidæmi Norðurland-
anna eru merkileg í ljósi þess að
þau eru öll eins konar jaðarríki. Og það
er satt að segja algengt að aðrir Evrópu-
búargeri sérekki greinfyrirþví að löndin
í norðri eru hluti af Evrópu. Þrátt fyrir að
hagkerfi hinna Norðurlandandann séu
margfalt stærri en það íslenska eru hag-
kerfi einstakra Norðurlanda smá í saman-
burði við stórveldin. Norðurlöndin eru
líkafimm aðskilin hagkerfi og samgang-
urinn þeirra á milli er satt að segja mjög
takmarkaður og langt í frá að hægt sé að
lala urn eitt hagkerfi. Aukið samstarf
þeirra á milli gæti hins vegar skapað
þeim tækifæri sem þau eiga erfiðara með
að skapa hvert í sínu lagi. Þetta samstarf
hefur að vissu leyti verið að aukast með
samstarfi kauphalla Norðurlandanna og
sameiningum norrænna fyrirtækja, t.d.
samþjöppun á bankamarkaði. Meiri
pólitísk samstaða og samnýting á stofn-
anaumhverfi og rannsókna- og þróun-
arstarfi gæti einnig styrkt stöðu þeirra.
Þaðgæti verið lykillinn að öflugraNorð-
urlandaveldi.
( Vísbendingin ]
c " \
að er athyglivert að fylgjast með
endurskipulagningu á fyrirtækja-
markaðinum unt þessar mundir. A aðra
höndina er verið að sameina fyrirtæki lil
þess að styrkja þau og á hina höndina
er verið að búta þau í sundur til þess að
styrkja þau. Oft er þá verið að tala um
sama fyrirtækið með nokkurra daga
millibili. Geðklofann má oftast rekja til
eigendaskipta en þó er lítið hugmynda-
fræðilegt samhengi að finna hjá ein-
stökum eigendum. En slfkír jeikir hreyfa
hlutabréfamarkaðinn.
Aðrir sálmar
s____________________________________,/
f — N
Skjótumskipti
/
Iflóknu fjármálaumhverfi er gott að
hafa góðar skýringar á fjármálatölum.
Þann 17.11. segir mbl. is:„ Dregur úrtapi
hjá Aco-Tœknivali: Tap á rekstri Aco-
Tæknivals nam 61,2 milljónum króna
fyrstu 9 mánuði ársins en var 114,4
milljónirásamatímabili ífyrra. Aþriðja
ársfjórðungi var 9,5 milljóna króna
hagnaður en á sama tímabili í fyrra var
rekstrarafkoma neikvæð um 82,7 millj-
ónir. Rekstrartekjur fyrirtækisins námu
856 milljónum króna en rekstrargjöld án
afskrifta námu 847 milljónum. Heildar-
velta, að frádregnu kostnaðarverði
seldra vara, nam 243 niilljónum á þriðja
ársfjórðungi en rekstrarhagnaður fyrir
afskriftir9,5 milljónum. Afskriltirnámu
24milljónum.
í Morgunblaðinu 18.11. segir: Auk-
ið tap hjá Aco-Tœknivali: TAP Aco-
Tæknivals á fyrstu níu mánuðum ársins
nam 236 milíjónum króna sem er um
fjórðungi meira en á sama tíma í fyrra.
Tekjur félagsins drógust saman um
12,6%, námu 2.335 milljónumátímabilinu
en 2.672 milljónum á sama tíma 2002.
Gjöld félagsins voru 2.411 milljónir og
lækkuðu um 14,3% frá sama tíma í fyrra.
T ap án afskri fta og fj ármagnsliða (EBIT -
DA) á fyrstu níu mánuðunum er 76
milijónirkróna. Itilkynningufráfélaginu
kemur frarn að þótt síðasti fjórðungur
ársins sé jafnan sá besti muni hann ekki
ná að snúa þessari afkomu við. ... Tap
af rekstrinum fyrir fjármagnsliði er 152
milljónir sem er minna en á sarna tíma í
fyrra þegar rekstrartap fyrir fjármagns-
liði var215 milljónir. Hreinirfjármagns-
liðir eru neikvæðir um 127 milljónir en
voru neikvæðir um 22 milljónir á síðasta
ári.ítilkynningufráAco-Tæknivalisegir
að stór hluti taprekstrar það sem af er
þessu ári sé frá fyrsta ársfjórðungi. Þá
hafi áhrif sparnaðaraðgerða ekki verið
komin fram. „Á öðrum ársfjórðungi
þessa árs voru þegar komin fram rnerki
um bata í rekstri félagsins. Þá lækkaði
tap fyrirafskriftirogíjármagnsliði unt 34
milljónir króna, en á þriðja ársfjórðungi
verður snarpari breyting, afkoman varð
jákvæð um 9,5 milljónir króna en var
neikvæð um 83 milljónir króna á sama
tímabili í fyrra.“
Þá er það ljóst. - bj
V____________________________________J
/Ritstjóri og ábyrgöarmaður: N
Eyþór ívar Jónsson.
Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105
Reykjavík.
Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646.
Netfang: visbending@talnakonnun.is.
Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há-
skólans.
Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök.
Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án
leyfis útgefanda.__________________
4