Vísbending - 05.03.2004, Síða 3
ISBENDING
Rekstrarkostnaður íslenskra banka
Guðjón Rúnarsson
lögfræðingur
14. og 5. tölubl. Vísbendingar 2004
birtust greinar eftir Ólaf Klentensson
hagfræðing þar sem hann kemst að
þeirri niðurstöðu að rekstrarkostnaður
íslenskra banka sé of hár í samanburði
við nágrannalöndin sem eigi rót að rekja
til fjölda útibúa og margra starfsmanna
hérlendra banka. Jafnframt kemur fram
að rekstrarkostnaður bankanna sem
hlutfall af vergri landsfrantleiðslu sé
hæstur hér af Norðurlöndunum. Ólafur
bendir á að hagkvæmni stærðarinnar
gegni lykilhlutverki í að aukahagkvæmni
og skilvirkni. Þar hafi viðskiptabank-
arnir hérlendis náð árangri og eigi mikið
inni en hann hefur áhyggjur af stöðu
sparisjóðanna ef ekki komi til hagræðing
þar.
s
Ohagkvæmni smæðarinnar
Niðurstöður Ólafs eru áhugaverðar.
Reyndar ætti engum að konia á
óvart að rekstrarkostnaður banka og
sparisjóða sem hlutfall af landsfram-
leiðslu sé hæstur hér. Öll þjónusta sem
krefst ákveðinna grunninnviða er
almennt dýrari í smáu landi en stóru.
Nýleg úttekt Hagfræðistofnunar á
flugrekstri á Islandi sýnir þetta vel, en
þar kemur fram að hlutfallslegt umfang
flugrekstrar af landsframleiðslu er lang-
hæst á Islandi af Evrópulöndunum.1 Til
að halda upp góðri flugþjónustu er þörf
á lágmarksyfirbyggingu sent er óháð
farþegafjölda. Þetta er einfaldlega
ókostur þess að vera smár. Hjá fjármála-
fyrirtækjum liggja miklir fjármunir
bundnir í tölvu- og upplýsingakerfum
Þróun fjölda útibúa og starfs-
manna á íslandi og í Noregi
ísland
Ár 1983 2003 Breyting
Útibú 167 180 7,8%
Starfsmenn 2.456 3.446 40,3%
Noregur
Ár 1985 2003 Breyting
Útibú 2.062 1.376 -33,3%
Starfsmenn 24.569 16.049' -34,7%
sem nýtast betur eftir því sem viðskipta-
mannahópurinn er stærri. Tafla Ólafs
sem sýnir langlægstan íbúafjölda á
hvern afgreiðslustað hérlendis af Norð-
urlöndunum er hins vegar góð áminning.
Þótt hún bendi til óvenjuhás þjónustu-
stigs hérlendra banka, bendir Ólafur á
að hún sýni ekki síður að fjöldi útibúa
sé einfaldlega of mikill miðað við íbúa-
fjölda landsins.
Útibúanetið
Asíðustu áratugum hafa verið gerðar
ýntsar hagræðingar í útibúaneti
banka hér á landi. Slíkar framkvæmdir
hafa oft mætt harkalegum viðbrögðum
sveitarstjórna og þingmanna viðkom-
andi kjördæmis, sem hafa fordæmt
áformin opinberlega. Rök um þjóðhags-
lega hagkvæmni, breytt eðli bankaþjón-
ustu með aukinni tæknivæðingu o.s.frv.
hafa ekki átt upp á pallborðið. Mikil hag-
ræðing hefur átt sér stað í bankakerfum
flestra Evrópuríkja á síðustu áratugum.
Sem dænti er nú almennt ekkert útibú í
hollenskum bæjum með undir 3000 fbú-
unt heldur einungis hraðbankar. Menn
geta gert sér í hugarlund hvert ástandið
yrði í bankaþjónustu víða unt land ef
sama stefna viðgengist hérlendis. Er
það neytendavæn stefna? Ólafur bendir
á í grein sinni að það Norðurlandanna
sem er með landfræðilega líkastar að-
stæður og Island, Noregur, er með helm-
ingi fleiri íbúa á hvern afgreiðslustað.
Ahugavert er að bera saman þróun
útibúa- og starfsmannafjölda í þessurn
tveimur löndum á síðustu tveimur
áratugum (sjá töflu).2
Þessi ólíka þróun stingur í augu.
Utibúum og starfsmönnum í Noregi fer
enn fækkandi í framhaldi af sameiningu
DnB og Gjensidige NOR (Dnb NOR)
undir lok síðasta árs. Santbærileg þróun
hefur átt sér stað á hinum Norðurlönd-
unum og sér ekki fyrir endann á henni.
Islenskur lánamarkaður
/
Islenskur fjármálamarkaður býr við þá
sérstöðu hversu stór hluti lánakerf-
isins er ennþá í höndum ríkisins. Þar gín
hinn rfkisrekni Ibúðalánasjóður yfir
markaði einstaklingslána eins og mynd
1 sýnir vel. Hlutur lífeyrissjóða vekur
einnig athygli, en í nágrannalöndunum
stunda lífeyrissjóðir almennt ekki lána-
starfsemi. Ef Ibúðalánasjóður, LIN og
lífeyrissjóðir eru teknir saman er hlut-
deild þeirra um 70% á þessunt markaði.3
SB V birtu í febrúar 2003 skýrslu unt
markaðsvæðingu húsnæðisfjármögn-
unar þar sem kynntar voru leiðir til að
færa þennan þátt lánamarkaðarins frá
ríki til fjármálafyrirtækja. Þar kom fram
að auðvelt væri fyrir bankakerfið að
sinna þessari þjónustu án kostnaðar-
aukningar í rekstri í ljósi þeirrar miklu
sérþekkingar á lána- og áhættusviði sem
hefur verið byggð upp síðustu ár. Jafn-
framt var bent á að slík breyting væri til
(Framhald á síðu 4)
Mynd 1. Markaðslilutdeild banka og
stofnana á lánamarkaði
Trygginga- Eignaleigur
Lífeyrissjóðir
11%
Viðskipta-
bankar og
sparisjóðir
26%
Lánasjóðir
ríkisins (LÍN)
7%
Mynd 2. Heildargjöld meðalviðskiptavinar á
ári m.v. verð samkvœmt verðskrám
lbúðalána-
sjóðir
51%
Aðrir
fjárfestinga
sjóðir
1%
I t
C/3
3