Vísbending - 24.09.2004, Blaðsíða 1
V V i k u ÍSBENDING 24 rit um viðskipti og efnahagsmál árgangui . — 1
[ V öld og orka ]
Rimma rússneskra stjórnvalda við
olíurisann Yukos um skattaskuld
fyrirtækisins tók nýja stefnu
þegar fyrirtækið ákvað að skera niður
útflutning á olíu til Kína á þeim forsend-
um að það væri að spara flutningskostn-
aðinn. Rússnesk stjórnvöld höfðu áður
heitið því að deilan við Yukos myndi
ekki hafa áhrif á útflutning á olíu og er
málið því hið vandræðalegasta fyrir
Pútín og félaga. Þessi leikfiétta Yukosar
vekurekki einungis athygli áorkumálum
heldur ekki síður á völdum í þjóðfélag-
inu.
Olía og áhrif
Orðið „power“ hefur margþætta
merkingu og þýðir m.a. á íslensku
bæði „völd“ og „orka“. Þess vegna er
deila Yukosar og rússneskra yfirvalda
áhugavert dæmi þar sem þessir tveir
þættir leika aðalhlutverk. Það er hins
vegar ekkert nýtt að völd og orka séu
nefnd í sömu andrá, og þá sérstaklega
olía, vegna þess að tuttugasta öldin var
að miklu leyti barátta um olíu. Upprisa
Mið-Austurlanda og áhrif þeirra voru
einungis möguleg fyrir tilstilli þeirra sem
lykiluppsprettu olíu — og utanríkis-
pólitfk Vesturlanda hefur að miklu leyti
snúist um olíu allt frá sjöunda áratug-
inum og leikur enn lykilhlutverk ef menn
trúa samsæriskenningum um innrásina
í írak og af hverju Sádí-Aröbum hefur
verið hlíft við ásökunum eftir hryðju-
verkin 11. september 2001.
Það voru ekki einungis arabar sent
áttuðu sig á að yfirráð yfir olíu var
jafngildi valda heldur gerði Rockefeller
sér einnig grein fyrir því að hann hefði
væna stöðu með einokunarstöðu í
bandaríska olíugeiranum. Munurinn var
þó sá að Rockefeller vildi markaðsvöld
en ekki pólitísk völd eins og arabarnir.
Þá var olía ljósgjafi en mikilvægi hennar
átti eftir margfaldast sem orkugjafa fyrir
flutningatæki. Það var Theodore Roose-
velt sem sagði Rockefeller stríð á hendur
í byrjun tuttugustu aldarinnar og fékk
það í gegn að Standard Oil yrði skipt
upp í nokkur fyrirtæki. Völdin höfðu
verið tekin af Rockefeller þó að ákvörð-
unin reyndist arðsöm fyrir hann enda
urðu eignirhans miklu verðmætari í upp-
skiptu veldi en sameinuðu. Roosevelt
sagði að stjórnendur Standard Oil væru
„mestu glæpamenn landsins". Senni-
legt er að Pútín hafi svipaðar hugsanir
í byrjun 21. aldarinnar og Roosevelt í
byrjun þeirrar tuttugustu.
Þrýstingurinn
Deilur Yukosar og rússneskra stjórn-
valda vekja einnig athygli á valda-
baráttu fyrirtækja og stjórnvalda í mark-
aðshagkerfi. Þetta er sérstaklega áhuga-
vert í ljósi þess að í Sovétríkjunum fyrr-
verandi, þar sem miðstýring var boð-
orðið, var engin spurning hvar völdin
voru, kommúnistaflokkurinn réð lögum
og lofum. Með aukinni markaðsvæð-
ingu í Rússlandi hafa auðjöfrar orðið
hin nýja stjórnarandstaða. Björninn býr
þó enn í Kreml. Ætlun Y ukosar að skrúfa
fyrir olíuútflutning til Kína setur þó
verulegan þrýsting á stjórnvöld.
Spurningin um hvort fyrirtæki eða
stjórnvöld hafa völdin er ekki síður
áhyggjuefni á Vesturlöndum en í Rúss-
landi. Þá er átt við að völd snúist um
getuna til að fá hluti gerða með þeim
hætti sem maður vill að þeir séu gerðir
í þjóðfélagi. Verndarhendi bandarískra
stjórnvalda yfir stáliðnaðinum, þvert á
stefnu landsins hvað varðar frjáls við-
skipti, sýnir að þrýstihópar hafa tals-
verð áhrif í Washington. Hér á landi
hafa fyrirtæki hótað því að fara úr landi
ef viðskiptaumhverfið verði ekki gert
þeim hagstætt. Þrýstingurinn getur ver-
ið árangursríkur.
Það kemur ekki á óvart að valið
standi á milli Davíðs Oddssonar og Jón
Asgeirs Jóhannessonar þegar spurt er
hver valdamesti maður landsins sé. Þeir
eru persónugervingar ríkisins og hins
harða viðskiptaheims. Fáum hefði dottið
í hug, einungis fyrir nokkrum árum, að
viðskiptajöfur gæti haft meiri völd í
þjóðfélaginu en forsætisráðherra eða
forseti. Þrátt fyrir ríkidæmi og olíuein-
okun Rockefellers þá hefði það ekki
hvarflað að mörgum að halda því fram
að hann væri valdameiri en Roosevelt.
Hlutverkaskipan
Hlutverk ríkisins hefur breyst á síð-
asta áratug, ekki einungis í Rúss-
landi heldur víðast hvar um heiminn.
Fyrirtæki hafa fengið frelsi til athafna
og það hefur fært þeim völd og áhrif.
Rétt eins og aðrar stofnanir þjóðfélags-
ins vilja þau njóta þeirra „greiða“ frá
stjórnvöldum sem koma þeim best og
gera þeim kleift að starfa betur og skil-
virkar en ella. Einstök fyrirtæki kunna
að vilja einokunarvald en sem heild biðja
þau yfirleitt um aukna samkeppni. Um
leið og stjórnvöld afsala sér ýmsum
völdum sem þau höfðu á markaðinum er
mikilvægt að fyrirtæki reyni ekki að sölsa
undir sig pólitískt vald stjórnvalda.
Rockefeller hafði ekki áhuga á pólitísku
valdi heldur snerist áhugi hans um vör-
ur, markaði og tekjur. Og tilraunir við-
skiptajöfra til þess að öðlast pólitískt
vald hafa iðulega endað illa. Ahuginn
er þó verulegur.
Stjórnvöldum og þá stjórnmála-
mönnum hættir til við að misnota það
vald sem þeim er veitt. Eiginhagsmun-
irniroghagsmunirflokksins og tilvistar-
grundvöllur hans — að ná og halda
völdum — vill oft villa mönnum sýn.
Stjórnvöld eru hins vegar mun betur til
þess fallin að taka ákvarðanir í þjóðmál-
um en fyrirtæki og auðjöfrar.
Leiðarljósið
Tuttugasta öldin kenndi mönnum að
útópía verður ekki sköpuð með ein-
hvers konar þjóðstjórnarkerfi. Aðgerðir
stjórnvalda til framþróunar og framfara
hafa snúist um aukið frelsi og markaðs-
væðingu (sjá grein Þórðar á síðu 3).
Enginn með réttu ráði myndi kalla á ný
eftir alræði yfirvaldsins. Stjórnvöld eiga
þó erfitt með að láta viðskiptalífið af-
skiptalaust á meðan atvinna og atvinnu-
sköpun verður þungamiðja þjóðmál-
anna. Mikilvægt er að bæði stjórnvöld,
fyrirtæki og aðrar stofnanir læri að skilja
nýjar aðstæður og hvernig þau þurfa að
haga sér svo að sameiginlegt markmið
um hagsæld geti verið leiðarljósið. í því
felst bæði völd og orka.
L Völdogolíaeigaoftsam- ^ McKinsey & Co. lagði ^ Þórður Friðjónsson fjallar m Það er leikur að læra þegai^
I leið ogerukjarninn í deil- 1 grunninn að stjórnunar- ^ um af hverju íslenskt efna- /| maður veit hvernig á að
X unt Yukosar og rúss- / ■■ ráðgjöf nútímans, Arki- *_/ hagslíf er ekki lengur eftir- ^T læra og það getur verið afar
neskra stjórnvalda. tektinn var Marvin Bower. bátur annarra ríkja. einstaklingsbundið.