Vísbending


Vísbending - 15.10.2004, Blaðsíða 1

Vísbending - 15.10.2004, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 15. október 2004 42. tölublað 22. árgangur Litla undrið syngur Um miðjan tíunda áratuginn gerðu nokkrir útskriftarnemar við við- skiptafræðideild Háskóla ís- lands sér ferð til Austurlanda og stöldr- uðu meðal annars við í Singapúr. Eins og góðum og áhugasömum viðskipta- fræðingum er einum lagið fóru þeir í vísindaferðir í fyrirtæki og stofnanir en Singapúr var áþessum tíma „litla" undrið í viðskiptaheiminum. Einn vettvangur hinna vfsindalegu rannsókna var svokallað framleiðsluráð Singapúr. Islendingunum þótti laun- fyndið að ein aðferðin sem framleiðslu- ráðið notaði var að semja söngva um framleiðni og grósku sem lýðurinn átti svo að kyrja við hvert tækifæri. Ekki fer neinum sögum af því hversu mikinn þátt þessir söngvar áttu í framleiðni og grósku Singapúr en þetta vakti áhuga hjá hinum ungu Islendingum um hvort hið sama væri mögulegt á Islandi. Það sem þeir áttuðu sig ekki á var að slíkir söngvar hafa lengi verið til á Islandi og drifið þjóðarandann. Þeir eru hluti af hinni íslensku þjóðarflóru. Tæpum tíu árum síðar þá er hið „litla“ undur hins alþjóðlega efnahagslífs ísland. ✓ I undralandi Þann 14. október síðastliðinn fjallaði Financial Times um innrás ís- lenskra viðskiptamanna til Englands, kaup Baugs, Bakkavarar, Actavis og KB bankaábreskumfyrirtækjum. Grein- arhöfundur benti á að íslendingar væru færri en íbúar Coventry. Það hvað þó við annan tón í þessari grein en oft áður þegar fjallar er um Island - virðingar- verðari en oft áður. Það er eðlilegt að útlendingar taki eftir þegar Island er meðal ríkustu hagkerfa í heimi mælt á hvert höfuð og íslensk „smáfyrirtæki" eru farin að taka yfir þarlend „stórfyrirtæki". lafnvel hinir ótrúlegustu útlendingar reyna að stama upp „Baugur" og „Bakkavör" til að vekja athygli á að þekking þeirra einskorðast ekki lengur við „Björk“. Styrkur efna- hagskerfisins vekur ekki hve minnst undrun. Hinir allra fróðustu geta meira að segja sagt hvar Island er á listum yfir samkeppnishæfustu þjóðir heimsins. Það kemur svo í hlut Islendinga erlendis að útskýra hið íslenska undur. Sjálfstæðið, hernámsárin, uppbygging sjávarútvegarins, orkan, vinnusemin, þjóðarsáttin, markaðsvæðingin og nýjungagirni þjóðarinnar kemur allt við sögu í þessum tilraunum. Einn og einn reynir að kafa dýpra eftir útskýringun- um, með orðræðu um sjálfsbjargarvið- leitni þjóðarinnar, samvinnu og samhug og stórmennskubrjálæði. Lokaniður- staðan verður svo að Islendingar séu eins og landið; úfið, stórbrotið og marg- brotið, þar sem öfgarnar og andstæð- urnar gera það einstakt og æðisgengið. Uppruni vaxtarins Það hefur hvarflað að mönnum að útskýringin á því hvernig hin fá- menna þjóða hefur farið að því að drífa sig til vaxtar við endimörk alheimsins væri einfaldalegafólgin íþví að manntalið væri svona meinvitlaust. Davíð Oddsson benti á þetta í viðtali við Vísbendingu síðustu jól, að þegar haft væri í huga sá fjöldi sem kemur saman á samkomum um hverja helgi að ljóst væri að þjóðin væri sennilegu betur talin í milljónum en hundraðþúsundum. Davíð vakti einnig athygli ábrjálæði Islendinga sem litu á sig sem stórþjóð og þoldu ekkert nema sigur í samkeppni við margmilljóna þjóðir. Einnig er inn í myndinni að í þjóðfélagi þar sem allir eru frægir og fá sinn skerf af umfjöllun í fjölmiðlum - þó ekki sé nema eftir að þeir hafa yfirgefið þennan heim, að Islendingar þekki ekki annað en að vera miðpunktur alheimsins. Það er vel hugs- anlegt að þessi hugsun og ásetningur þjóðarinnar hafi dril'ið hana lengra en oft er ætlað. Fræðimenn eru sífellt að átta sig betur á því hvað öflug menning og góður andi innan fyrirtækja getur gert mikið fyrir grósku þeirra og lífslíkur. Ekki er ósennilegt að menning geti leikið enn meira hlutverk fyrir þjóðfélag, þar sem hún spilar ekki einungis inn í vinnu fólks heldur einnig eyðslu og fjárfestingar. Hefðbundin menningarlíkön, eins og tilgátur Hofstede um menningarvíddir, ná engan vegin að lýsa sérstæðum eiginleikum íslenskrar menningar. Það er einfaldlega ekki gert ráð fyrir hinu íslenska brjálæði. í einum kór Fáar þjóðir syngja eins mikið saman í kórum og íslendingar - og skiptir þá litlu að þjóðin er ekkert sérstaklega lagviss. Stundum virðist eins og þjóðin öll syngi saman í einum kór. Ahuginn og samvinnan segir mörg orð um ís- lenska menningu. Þjóðin sem ornaði sér yfir eldinum forðum daga með rímnasöng hefur verið blessuð með skáldagáfu - á Islandi eru allir skáld. Það segir sína sögu að lengi vel voru vinsælustu söngvar landsins sjómannasöngvar um gleðina og hafið þó svo að ljóst megi vera að hafið gat verið úfið og sjómennskan oft hin mesta þrautavinna. Eins var með fólkið í landi, það söng líka um gleði vinnunnar. Hér hefur enginn óbeit á mánudögum eins og Bob Geldof. Þessir söngvar hafa sennilega verið miklu betri en framleiðni- söngvar þeirra í Singapúr, við höfðum uppgötvar formið löngu áður en þeir fóru að reyna að góla sína söngva á fimrn tóna skala. Hér á landi er sungið um vinnusemina og góðan starfsanda með rómantískum undirtónum. Það er sungið frá hjartanu. Hugsanlega er þar að finna uppruna undursins. Draumamir Flest bendir til þess að næstu misserin verði hagstæð íslendingum og íslenska hagkerfið eigi eftir að vaxa meira en flest önnur hagkerfi í nágrenninu. Greinilegt er að íslenskir fjárfestar og fyrirtæki hafa fengið stóraukinn áhuga á útlöndum og aukið sjálfstraust. Auð- vitað eru enn mörg verk að vinna svo að vegurinn til frekari framfara sé mögu- legur. En margir draumar hinnar litlu þjóðar hafa þegar ræst og eins og Davíð benti á í fyrrnefndu viðtali þá geta Is- lendingar nú látið sig dreyma enn stærri drauma. 1 Umfjöllun um áræði ís- lenskra fyrirtækja í erlend- umfjölmiðlumeraðverða daglegt brauð. 2 Henry Mintzberg hefur skrifað bók um af hverju MBA gráðan gerir menn ekki að stjórnenduim Guðmundur Magnússon prófessorfjallarumheildar- áhættu fyrirtækja, hverjir þurfa að huga að henni og 4 af hverju. Þetta er fimmta grein Guðmundar í greina- flokki um fsland og um- heiminn.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.