Vísbending


Vísbending - 15.10.2004, Blaðsíða 2

Vísbending - 15.10.2004, Blaðsíða 2
ÍSBENDING Leitað í ljósinu Hinn þekkti hugmyndafræðingur Edward de Bono sagði eitt sinn sögu af því þegar hann gekk fram hjá vel drukknum manni sem hélt sér í ljósastaur og virtist vera leita að ein- hverju. Það kom svo í ljós að hann var að leita að bíllyklinum sínum þegar de Bono innti hann eftir því. De Bono ákvað að aðstoða hann við leitina þrátt fyrir að hann hefði efasemdir um hversu ökufær maðurinn væri—en hvergi var lykillinn. De Bono spurði þá hinn drukkna hvort að hann væri viss um að hvar hann hefði tapað lyklinum. Hinn drukkni svar- aði því þá til að hann hefði sennilega tapað lyklinum nokkrum skrefum frá ljósastaurnum. De Bono spurði hann hví í ósköpunum hann væri þá ekki að leita að bíllyklinum þar. Hinn drukkni sagði þá að það væri augljóst þar sem einungis væri ljós að finna við ljósa- staurinn. Væntingamar Boðskapur sögunnar af hinum drukkna „raunsæismanni" er að stundum hættir fólki til að leita eftir lausn vandamála þar sem auðvelt er að leita frekar en að leita þar sem orsök vandans er að finna. Niðurstaða leitarinnar verð- ur fyrir vikið einhvers konar staðgengill fyrir það sem leitað er eftir til að standa ekki uppi tómhentur. Enn fremur er tilhneiging til að nota aðferðir við leitina sem auðvelt er að beita jafnvel þó að miklar líkur séu á að sú aðferðafræði muni ekki leiða neitt sérstakt í ljós. Bókin Managers NOTMBAs þar sem Henry Mintzberg deilir á athygliverðan og réttmætan hátt á stjórnunarháskóla dagsins í dag sem útskrifa fólk með MBA-gráður á færibandi er í kjarna sín- um þess eðlis. í viðskiptaháskólum eru kenndar aðferðir sem auðvelt er að kenna og allir geta skilið sem nenna að leggjast yfir þær en þær búa hins vegar ekki til stjórnendur eins og stundum er haldið fram. Tilraunir háskóla til þess að búa til frumkvöðla eru oft enn hjákát- legri. í fyrstu virðist skaðinn ekki veru- legur nema náttúrlega fyrir stúdentana sem kaupa köttinn í sekknum (þeir fá hins vegar háskólastimpilinn sem er vegabréf inn í framtíðina) en eins og Mintzberg bendir á þá getur þetta orðið stórvandamál þegar slík hugmynda- fræði gegnsýrir fyrirtæki. Enron er náttúrlega klassíska dæmið en bent hefur verið á að það var senni- lega meiri blessun en bölvun að fyrir- tækið kollsigldi sig því að það var á góðri leið með að setja heilu fylkin í Bandaríkjunum á hausinn með þeim spákaupmennskuaðferðum sem fyrir- tækið innleiddi á orkumarkaðinum. Hugsanlega er um að ræða skólabókar- dæmi í framvirkum samningum en að- ferðin rústaði orkumarkaðinum á met- tíma þar sem orkuskorturinn í sumum fylkjum var slíkur að skólar þurftu að senda nemendur sína heim vegna raf- magnsskorts. Auðvitað er ósanngjarnt að benda á háskóla sem slíka sem sökudólga en þeir hafa allt of oft verið fríaðir allri ábyrgð og því haldið fram að stjórn- endur hafi ekki beitt þeim aðferðum sem í þeim eru kenndar í stað þess að benda á að aðferðirnar eru vægast sagt ómark- vissar. Fyrir tíu árum töluðu menn t.d. ekki um alþjóðavæðingu íslenskra fyrir- tækja án þess að horfa á markaði hinum megin á hnettinum, í J apan eða á öræfum áhættunnar í Kamtsjatka. Það hefur hins vegar komið á daginn að það þjónaði íslenskum fyrirtækjum betur að horfa sér nær og sækja „bara“ til Norðurlanda og Bretlandseyja eins og víkingarnir forðum. Aðferðafræðin afnvel þótt hinn drukkni raunsæis- maður hefði nýtt sér tölfræðilegar aðferðir hefðu þær engu að síður afvegaleitt hann þó að honum hefði hugsanlega tekist að „sanna“ að lykillinn væri ekki í ljósglætunni hjá staurnum. Málið er hins vegar að, rétt eins og marg- ur vísindamaðurinn, gerði hann sér vel grein fyrir því að lykilinn væri ekki þar að finna en vegna þess að aðstæður og möguleikar á að beita einföldum leitar- aðferðum voru fyrir hendi við Ijósa- staurinn, aðferðir sem voru ekki fyrir hendi ef hann leitað í myrkrinu, var vel ásættanlegt að gera það sem hann gerði. Vísindamenn gera sér oft fyllilega grein fyrir því að þær forsendur sem þeir setja til þess að einfalda veruleikann og til þess að hægt sé að koma vandamálinu fyrir í tölfræðilegu líkani gera það oft að verkum að aðferðin gefur takmarkaða möguleika á að lýsa veruleikanum eða spá fyrir um atburði. Hættan skapast hinsvegarþegarfólkhorfirframhjáþeirri staðreynd eða gerir sér ekki grein fyrir því að líkönin og aðferðirnar eru í besta falli veruleg einföldun á aðstæðum og í þeim felast einungis takmarkaðir mögu- leikar á að leysa hið raun verulega vanda- mál. BCG-líkanið með sínum stjörnum, mjólkurkúm, spurningarmerkjum og hundum var ekki svar við öllum vanda- málum markaðs- og framleiðslustjóra þó að það hefði að mörgu leyti notagildi. Stigakort (Balanced scorecard) þeirra Kaplans og Nortons er heldur engin lausn þó að það geti verið nothæft í vissum tegundum fyrirtækja við vissar aðstæður. En að einblína á slík líkön og aðferðir eins og þar sé komin lausn allra vandamála hefur skapað fleiri vandamál en það hefur leyst. Stundum er sölumennskan slík og æðibunugangurinn við að læra þessar aðferðir og beita þeim að tilgangur þeirra og takmörk gleymast. Þannig rembast menn eins og rjúpan við staurinn við að ríghalda eins og hinn drukkni maður í hann og rýna á jörðina í kringum hann af því að þar er ljósið í von um að lykillinn muni með einhverjum ótrúlegum hætti birtast þeim jafnvel þó að hann hafi tapast einhvers staðar annars staðar. Stjómunarmistök Flestum má vera Ijóst að það er stundum betra að fólk hafi ekki slíkar aðferðir á takteinum og sé blindað af ljósinu. Stundum væri betra ef fólk í einfeldni sinni nýtti hina heilbrigðu skynsemi og leitaði þar sem lausnin er líkleg til að vera í stað þess að leita þar sem auðvelt er að finna hana. Þá er ekki þar með sagt að ómögulegt sé að vinna fagmannlega og skipulega að þeirri leit, munurinn snýst um tilganginn og út- gangspunktinn. Meginþema bókar Mintzbergs er að ekki sé hægt að búa til stjórnendur með þeim aðferðum sem viðskiptaháskólar beita í stjórnunarnámi sínu. Hið kómíska við það er að oftast er verið að kenna nemendum sem hafa aldrei verið í stjórn- unarstöðum, og það sem meira er, þeir sem kenna eru oft fólk sem hefur aldrei komið út fyrir lóðarmörk háskólaum- hverfisins. Þessu er þó betur háttað hér á landi en víðast hvar úti í heimi þar sem nemendur hafa margir hverjir verið lengi í atvinnulífinu. En jafnvel hér á landi fer aldur nemenda lækkandi og þeir verða sífellt reynslulausari. Það er ekki þar með sagt að háskólar kenni nemendum sínum ekkert, þeir kenna þeim aðferðir og hugmyndafræði, en eins og Mintzberg bendir á gerir það þá ekki nauðsynlega að góðum stjórn- endum. Oft hefur verið bent á, ekki hvað síst í háskólaumhverfinu sem söluáróð- ur, að flest fyrirtæki verði gjaldþrota eða leggi upp laupana vegna slæmrar stjórnunar. Þetta er áreiðanlega rétt en það er hins vegar ekki augljóst að við- skiptaháskólar eða einföld aðferðafræði hafi bætt úr þessu. Stærstu stjórnunar- mistök viðskiptasögunnar hafa orðið á síðustu tíu árum. I staðinn fyrir að meta hvort aðferðafræðin hafi verið gölluð er fundinn nýr sökudólgur og það eru stjórnir fyrirtækja. Nýir ferlar, aðferðir (Framhald á síðu 4) 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.