Vísbending


Vísbending - 03.12.2004, Blaðsíða 1

Vísbending - 03.12.2004, Blaðsíða 1
V ISBENDING 3. desember 2004 49. tölublað Viku rit um viðskipti og efnahagsmál 22. árgangur Réttlæting útrásar Islenskir athafnamenn og bankar vilja útvíkka starfsemi sína til nærliggj- andi landa. Þó að hógværðin sé lítil er það mikið framfaraspor að heimsyfir- ráðin eru ekki sótt yfir hálfan hnöttinn eins og á árum áður. Arið 1998 var bein fjármunaeign Islendinga erlendis tæpir 24 milljarðar, á síðasta ári var hún orðin fimmsinnummeirieðaum 119milljarðar. títrásin er enn að færast í aukana. En hver er ávinningur Islendinga af þessari útrás? Hlutabréfaávinningur Auðsældaráhrif Á móti kemur að þeir hafa í auknum mæli byggt sér bú í öðrum löndum, aðallega í Bretlandi, til að fy Igja útrásinni eftir. Einnig erhætta á að fyrirtækin ásamt eigendununt hverfi fyrir fullt og allt frá íslandi. Slík er auðsældin. Aukiðbolmagn Iviðtali í Brennidepli í Sjónvarpinu sagði Björgólfur Thor Björgólfsson að ávinningur Islendinga af útrás íslenskra fyrirtækja væri í gegnum hluta- bréfaverð fyrirtækjanna í Kauphöll íslands. Þetta er umhugsunarvert. I fyrsta lagi lýtur hlutabréfaverð sínum eigin lögmálum þar sem bjartsýni og svartsýni ráða oft meira en afkoma og arðsemi. I öðru lagi er útrás sýnd veiði en ekki gefin og lítill vafi leikur á að einhver af þeim fyrirtækjum sem hafa farið hve harðast fram munu upplifa alvarlega skelli.íþriðjalagiereignarhald einstaklega samþjappað á þessum fyrir- tækjum þannig að það eru aðallega fagfjárfestar sem upplifa auðsældina. Utrásin hefur haft það í för með sér að umfang fyrirtækjanna hefur aukist, oft margfaldast. Fyrirtækin hafa meira bolmagn til að framkvæma ýmislegt, bæði hér heima og erlendis. Forsvars- menn KB-banka sögðu að bankinn gæti einmitt lækkað vexti og tekið slaginn við íbúðalánasjóð vegna þess að hann væri orðinn „útlenskur". Umfangið felur í sér hagkvæmni, skala- og stærðarhag- kvæmni. Hægt er að nýta áður ónýttar hugmyndir og þekkingu og yfirbygg- ingin dreifist áfleiri viðskiptavini. títrás- in hefur einnig veitt forsvarsmönnum fyrirtækja meira hugrekki en áður, t.d. að taka slaginn við ríkisbatterí eins og íbúðalánasjóð og það leiðir hugsanlega til aukinnar samkeppni á innlendum markaði, lægra verðs á vörum og þjón- ustu. Aukin tækifæri U, trásin hefur einnig opnað tækifæri fyrir önnur fyrirtæki sem hafa getað Hinir ríku Islendingar eru að verða ríkari, miklu ríkari, en áður. Auð- sældaráhrif hækkana á hlutabréfum hafa áhrif á neyslu í þjóðfélaginu þar sem laun hækka og bjartsýni eykst. Starfs- menn hafa grætt mikið á hlutabréfa- ívilnunum og æðstu starfsmönnum útrásarfyrirtækjanna er jafnan vel greitt. Þetta hefur einnig áhrif á neyslu og fjárfestingar hér á landi og kallar eftir nýjum vörum og þjónustu, með öðrum orðum þetta eykur fjölbreytnina. Hið opinbera fær þannig sinn skerf bæði með tekju- og neyslusköttun af starfs- mönnum og eigendum fyrirtækjanna og tekjuskatta af fyrirtækjunum ef þau skila betri afkomu en áður og þau borga skatta hér á landi. tíein fjármunaeign Islendinga erlendis frá 1998 til 2003 1998 1999 2000 2001 2002 2003 þjónað hinum vaxandi fyrirtækjum og þannig notið ávaxtanna. Upphafleg útrás bankanna var einmitt fyrst á bakinu á fyrirtækjum eins og Bakkavör og fjárfestum sem vildu stofna fjárfest- ingarsjóði í útlöndum til skattahagræðis. Þekkingin og tæknin sem fyrirtæki öðlast í útrásinni eru einnig líkleg til þess að skila sér aftur til landsins, hvort sem er með nýjungum í þjónustu og vörum eða með nýjum fyrirtækjum. Hið mikla umtal um útrás fyrirtækj- anna hefur einnig skapað eins konar „stuð-faktor“ í íslensku viðskiptalífi þar sem fyrirtæki fara fram af meira áræði en oft áður. Það er svipað og þegar Björk Guðmundsdóttir varðaði veginn í tón- listarheiminum, hið ómögulega verður mögulegt. Islenskir starfsmenn hafa líka fengið ómetanlega reynslu í þeim ævintýrum sem íslensk útrásarfyrirtæki hafa staðið í og sífellt fleiri eru í stakk búnir til að eiga viðskipti á alþjóðavísu. Ef þetta eykur líkur á því að Island verði skotpall- ur fyrirtækja í alþjóðasókn væri það eitt og sér dýrmætustu áhrif alþjóðavæð- ingarinnar. Efnahagslegur veruleiki Hin íslenska útrás er að vissu leyti alleiðing efnahagsaðstæðna. Krónan hefur verið sterk og það hefur gert það að verkum að hagstætt er að fjárfesta erlendis. Auknar fjárfestingar í hlutabréfum og bjartsýni hefur líka lyft hlutabréfaverði hér á landi upp, sem hefur jafnframt ýtt á íslensk fyrirtæki að nýta hátt verðgildi til að fjármagna starfsemi erlendis. Aðgengi að lánsfjár- magni hefur tekið stakkaskiptum eftir að frelsi á fjármagnsmarkaði jókst og einkavæðingu bankanna var komið á. Tækifærin á íslandi eru takmörkuð, bæði hvað varðar aukið umfang og ef leitað er eftir sambærilegri ávöxtun og víða erlendis. Þannig á útrásin einnig sínar efnahagslegu ástæður. Það er lfka ágætt að fjármagnið fari úr landi þegar þenslan á Islandi er við suðumark. Þannig er útrás íslenskra fyrirtækja að ýmsu leyti eðlileg og góð fyrir íslenska framtíð. 1 Þegar íslensk fyrirtæki em jafndugleg í útrás og raun ber vitni er spurt um ávinning Islendinga. 2 Alþjóðlegur starfa hel'ur flutningur vakið upp spurningar um hlutfalls- lega yfírburði landa. 3 Ólafur Klemensson hag- fræðingur fjallar um verð- hegðun olíufélaganna með því að rýna í verðbreytingar 4 á bensíni aftur í tímann. Niðurstaðan er að um var að ræða umfangsmikið verðsamráð. I ippjSii m ■híiiurii IIL.r

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.