Vísbending


Vísbending - 03.12.2004, Blaðsíða 3

Vísbending - 03.12.2004, Blaðsíða 3
D ISBENDING Skýrist verðhegðun olíufélaganna af samráði? Ölafur Klemensson hagfræðingur Iþeirri miklu umræðu sem farið hefur fram um meint samráð olíufélaganna á undanförnum árum hefur lítið komið fram um verðhegðun félaganna. Hér er átt við hvernig olíufélögin hafa hagað verðlagningu á helstu tegundum eldsneytis frá mánuði til mánaðar og hvernig framlegðarstigið hefur þróast og breyst í tímans rás. Meint samráð og samstiga verðlagning ætti að koma út á sýnilegan hátt í þróun verðlagningar og framlegðar félaganna. Einkenni samráðs s II0. grein samkeppnislaga segir: „Allir samningar og samþykktir milli fyrir- tækja, hvort heldur þær eru bindandi eða leiðbeinandi, og samstilltar aðgerðir sem hafa að markmiði eða af þeim leiðir að komið sé í veg fyrir samkeppni, hún sé takmörkuð eða henni raskað eru bannaðar."1 Hér er sem sé lagt bann við samráði milli fyrirtækja til að hindra sam- keppni. En hvernig kristallast samráð og hvernig má greina það? Hér skulu nefnd helstu einkenni: • Oftast er það svo að fákeppni ríkir á þeim markaði þar sem samráð fer fram eða að fáir mjög stórir aðilar eru mark- aðsráðandi. • Þá má yfirleitt greina að viðkomandi fyrirtæki eru samstiga í verðhækkun- um og verðbreytingum, fyrirtækin virðast fylgjast að og vera samstillt í aðgerðum sínum. • Söluskilmálar eru eins hjá fyrirtækjun- um og oft þannig að þeir eru settir einhliða og ívilna viðkomandi fyrir- tæki á kostnað viðskiptavina þeirra. • Fyrirtækin hreyfa sig yfirleitt eða alltaf Mynd 1. Þróun innkaupsverðs á bensíni í dollurum og krónum 250 Innkaupsverð bensín USS 1997=100 Innkaupsverð bensín IKS 1997=100 O T- eins á markaði og í markaðsaðgerðum sínum. • Eitt fyrirtækjanna, og þá jafnan það sama, leiðir verðbreytingar. • I stað verðsamkeppni einkennist mark- aðurinn af annars konar samkeppni, t.d. hvað varðar aðstöðu, búnað, auglýsingar, góðgerðarstörf o.s.frv. Hér þarf þó ekki að vera um að ræða samráð heldur hugsanlega skaðlega fákeppni. Samráð getur verið tvenns konar, opið samráð eða þegjandi samráð. Opið og sannanlegt samráð er skilyrði fyrir opinberum aðgerðum en þegjandi sam- ráð er illmögulegt að sanna þótt ljóst megi vera að um slíkt sé að ræða. Þegj- andi samráð er m.a. þegar fyrirtæki taka á móti merkjum eða óformlegum skila- boðum (signölum) og breyta eftir þeim. Hér kann að vera um gamalt samkomu- lag að ræða eða verklagsreglur milli fyrir- tækja sem lengi hafa tíðkast. Megininn- takið er það að þau fyrirtæki sem taka þátt í slíku vita af þegjandi samkomulagi eða samþykki aðila og gera sér grein fyrir því að um óformlegt samráð er að ræða. Sumir ofangreindra þátta og ein- kenna samráðs og samkeppnishamla eru lagalega séð ekki fullnægjandi eða nægjanlegir til að úrskurða um samráð. Oftast þurfa öll eða flest þessara atriða að eiga við. Verðmyndun á bensíni Við verðlagningu á bensíni eru þrír þættir langveigamestir, innkaups- verðið erlendis og flutningskostnaður til landsins; opinber gjöld; og álagning olíufélaganna til að mæta rekstrarkostn- aði, þ.m.t. arðsemiskröfu. Það er eitt af einkennum á verði dæmigerðrar hrá- vöru, eins og bensíns og annars elds- neytis, að vera mjög breytilegt og sveiflukennt eins og sést á mynd 1. Hér er sýnt hvernig innkaupsverð á bensíni Mynd 2. Mánaðarleg brúttóálagning 1997-1999 hefur sveiflast frá ársbyrjun 1997 en þetta tímabil einkennist af einu verð- lækkunarferli og tveimur tímaskeiðum verðhækkana. A þessum árum hafa opinberar álögur breyst nokkuð en það hefur ekk'i áhrif á þá athugun sem hér er lýst. Það sem mestu máli skiptir þegar verðhegðun félaganna er metin er að athuga hvernig brúttóálagningin hefur þróast á athugunartímabilinu. Brúttó- álagningin (brúttóálag) er skilgreind sem mismunur kostnaðarverðs (innkaups- verðs + opinberra gjalda) og útsölu- verðs með fullri þjónustu skv. verðlist- um olíufélaganna. Tímabilið er frá ársbyrjun 1997 fram til loka nóvember á þessu ári. Hversu algerlega olíufélögin hafa verið samstiga í verðlagningu á seinustu árum gerir það að verkum að brúttóálagning þeirra er hlutfallslega sú sama á tímabilinu. Brúttóálagið er síðan staðvirt með VNV án húsnæðis. Einkenni verðhegðunar Árstíðabundin hœkkun álagningar Næröllárinfrá 1997 ergreinilegtilhneig- ing hjá olíufélögunum til að hækka álagið innan ársins, sum árin allveru- lega.2 Hækkunin á sér annars vegar stað um mitt ár og hins vegar undir lok ársins (sjá mynd 2). Þessi einkenni eru þó mun greinilegri á fyrri hluta þessa athugunartímabils, þ.e. á árunum 1997-1999. Árin 2000- 2004 er myndin önnur að því er varðar sumarhækkunina, semermjöggreinileg, en hækkun álagningar undir árslok er hins vergar ekki marktæk. Svona verð- hegðun, þ.e. að hækka tímabundið álagningu innan ársins eins og olíu- félögin hafa gert á undanförnum árum, er allsérkennileg verðhegðun. I ljósi þess að þessi verðhegðun endurtekur sig ár eftir ár getur vart verið um tilviljun eða hendingu að ræða. Varla er hægt að (Framhald á síðu 4) ÍMynd 3. Þróun kostnaðarverðs og I útsöluverðs 1997-2004

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.