Vísbending


Vísbending - 18.02.2005, Side 4

Vísbending - 18.02.2005, Side 4
ISBENDING Peningapáíinn Alan Greenspan, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sat íyrir svörum hjá bankanefnd Bandaríkjaþings 16. febrúar síðastliðinn. Viðburða með Greenspan i hringiðunni er venjulega beðið með eftirvæntingu um allan heim enda nægja stundum svipbrigði hans til þess að hreyfa við verðbréfamarkaðinum. I nærri tvo áratugi, eða frá árinu 1987, hefúr Greenspan verið valdamesti maður efnahagslífs heimsins og að vissu leyti verið settur á stall eins og páfinn í Róm. Greenspan verður áttræður 6. mars á næsta ári, en þá lætur hann að öllum líkindum af störfum. Fjármálamönnum væri þó sennilega rórra ef hann yrði merkisberi peningastefnunnar allt til hins síðasta. í orði Samlíkingin við páfann í Róm býður upp á vangaveltur um það hversu mikið peningapólitík á sameiginlegt með trúarbrögðum. Eitt helsta einkenni Greenspans er að hann gerir sér grein íýrir því hve orð hans hafa mikið vægi. Osjaldan heldur hann frekar ræður en að taka ákvarðanir um vexti. Orð hans nægja oft til að stýra markaðinum í réttan farveg og ræður hans hafa haft gríðarleg stefnumótandi áhrifámarkaðinn. Umræða hans um „nýja hagkerfið" og „óraunhæf- ar væntingar“ mörkuðu t.d. tímamót í efnahagsumræðunni. Hann er spámaður peningamarkaðarins og orð hans eru sem lögmál trúaðra. Einn brandari er eitthvað á þessa leið: Spurning: „Hve marga seðla- bankastjóra þarf til að festa ljósaperu?" Svar: „Greenspan heldur perunni og heim- urinn snýst um hann.“ Þetta er ekki fjarri lagi um hvemig ímynd hans hefur mótast. Menn hafa trúað því að hann hefði efna- hagsmál heimsins í höndum sér. Hann er frelsarinn sem kom og frelsaði heiminn úr höndum verðbólgunnar. Hann er tákn þeirra tíma þegar hin styrka hönd hins alvitra stýrði enn efnahagsmálum heims- ins. Hann framkvæmdi kraftaverk þegar heimurinn stefndi í krísu. Að vissu leyti hefúr þessari ímynd verið haldið á lofti með því að gera Greenspan að dularfullum gúrú sem menn þrá að læra af og skilja. Orðræða hans er stór hluti afþessari ímynd en hann getur haldið heilu ræðurnar um ákveðin málefni þar sem það lítur út fyrir að hann hafi sagt allt sem segja þarf þegar hann hefúr í raun ekki sagt neitt, eins og Milton Friedman benti einu sinni á. Green- span skilur þennan hæfileika sinn betur en nokkur annar enda svaraði hann einu sinni spumingu bandarískrar þingnefndar með eftirfarandi hætti: „Ég er að reyna að hugsa upp leið til að s vara þessari spurningu með því að setja fleiri orð í færri hugmyndir en ég geri venjulega." Spunameistari Fáir vita að Alan Greenspan var liðtækur tónlistarmaður á sínum yngri árum, stundaði nám við Juilliard- tónlistarháskólann og þráði að verða djassgeggjari. Klarínettið var þá hans töfrastafur. í rúmt ár, frá 1944 til 1945, starfaði hann sem tónlistarmaður í sveiflu- sveit Henrys Jeromes og ferðaðist víða. I bók Justins Martins The man behind the tnoney er viðtal við Jerome þar sem hann segir að Greenspan hafi verið fínn hljómsveitarmaður en hann notaði Greenspan ekki í sólóum eða spuna. Það var líkabebop-tímabilið sem gekk afsveit- inni dauðri og endaði feril Greenspans sem djassara. Djassinn var önnur ástríða Greenspans, hin var tölur og hagfræði. Þó að Greenspan hafi ekki verið góður í djass-spunanum leikur lítill vafi á að hann lærði að leika affingrum fram þegar kom til talna og hagspeki. Hugsanlega má skilja Greenspap betur þegar horft er á hann sem djassara frekar en he- fðbundinn bankamann eða hagfræðing. Rétt eins og djassarinn þá hlustar hann á hagkerfið og spilar undir á meðan tón- listin flýtur en tekur svo frumkvæðið og spinnur af fingrum fram þegar þörf er á að breyta um stefnu. Ræður hans minna líka á sóló djassistans ffekar en fyrirlestur hagfræðingsins, þar sem flottir frasar og skemmtileg uppbygging er einkennandi en boðskapurinn erekki alltafljós. Túlkunin er hlustandans. Ef Greenspan stígur loks af stalli á næsta ári er spurning hvort hann verði hylltur sem spunameistari aldarinnar eða trúarleiðtogi markaðarins, nema að hans verði minnst sem eins allra snjallasta hagfræðings og bankamanns síðastliðinn- ar aldar. [ Vísbendingin ) 'TTingað til hefur það verið aðals-^ TTmerki Íslendinga og þeirra mesta gæfa hversu þeir eru úrræðagóðir þegar á hólminn er komið þannig að ástæða er til bjartsýni um framtíð lands og lýðs. A móti kemur að íslendingar eru einstakir í því að fara of geyst í hlutina og fagna ríkidæmi sínu þegarþeirstandaeinungis á mykjuhaugnum. Sjaldan hefur verið meiri þörf fyrir skynsemi og skipulag í íslenskum þjóðarbúskap en nú en það ereinmitt í þeim efnum sem Islendingar veru veikastir fyrir. _________ Aðrir sálmar f | Harmsagan Jóhannes Birkiland skrifaði eftirminni- lega bók sem nefnist Harmsaga œfi minnar. Hann segir frá því að hann hafi orðið draumórum og auðnuleysi að bráð en beturheföi getað farið: „[Ejfeinhver, sem les þessar línur, hefði boðið mér að veita stóru verzlunar- eða iðnfyrirtæki forstöðu, myndi það hafa valdið straumhvörfum í lífi mínu. Ég hefi að mínum dómi ástæðu til þess að ætla, að ég hafi haft hæfni til slíks. En vantraust Islendinga á hæfi leikum mínum varð þess valdandi, að mín dýrlega þrá að verða forstjóri gat ekki rætzt. Það var ógurleg yfirsjón af íslendingum að gefa mér ekki kost á því að veita stóru verzlunar- eða iðnfyrirtæki forstöðu. Islendingar hafa misst af því lækifæri að vita með hvílíkum ágætum ég hefði getað framkvæmt ábyrgðarmikil störf. I stað forstjóra er ég mesta olnbogabarn íslensk- ar þjóðar. „Lengi býr að fyrstu gerð“ er málsháttur, sem felur í sér sígild sannindi, því að þessi stónnerku orð eru jafnframt spakmæli. Sannað er, að ég er fæddur líkamlega heilbrigður. Ég læt óútrætt, hve víðtækum andlegum hæfileikum ég kann að hafa verið gæddur í upphafi, því að um það veit ég ekki og — enginn. En þó er hægt að staðhæfa, að dugandi verkamaður til sveita og sjávar hefði ég getað orðið. Þó hefði það ekki orðið að ólíkindum, að ég hefði kvongazt ungur, eignast heimili í stað þess að berast sem rekald um tvær heimsálfur. Þá er það og viðurkennt af mönnum, sem skynbærir eru um slíka hluti, að bam vel í meðallagi í vitsmunum — það hlýt ég að hafa verið — geti orðið margt, allt eftir því hvers konar áhrifúm það verður fyrir. A þessu byggist fullvissa mín um hæfni mína fyrir forstjórastöðu, t.d., og auk þess bendir ýmislegt mér á það, að ég hefði getað orðið stjómmálamaðurmeðþjóðhollumárangri, því að ég er samvizkusamur; en bygging vara minna og tungu vitnar ótvírætt um mælsku, sem ekki hefir notið sín frekar en annað gott, sem náttúran lét mér í té. Aleinn hefi ég stundum flutt ræður, sem vom svo þmngnar mælsku, að vakið heföu furðu og aðdáun, hefði nokkur hlýtt á þær. í viðurvist annarra hefur mér vafizt tunga yum tönn sakir feimni.“ - bj______J ^Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: A Eyþór Ivar Jónsson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Simi: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda._______________ 4

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.