Vísbending


Vísbending - 08.04.2005, Blaðsíða 1

Vísbending - 08.04.2005, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 8. apríl 2005 14. tölublað 23. árgangur Trúin á sannleikann Jóhannes Páll páfi II lést 2. apríl síðastliðinn, á 85. aldursári. Hins virta trúarleiðtoga verður sennilega helst minnst fyrir þátttöku hans í að um- breyta Evrópu með harðri afstöðu gegn kommúnisma, sérstaklega með því að styðja Lech Walesa og Solidamosc í Pól- landi í upphafi umbreytingartímabilsins. Hann var hins vegar íhaldsamur hvað varðar afstöðu kirkjunnar og breytingar innan hennar. Andlát páfans gefur tilefni til umræðu um trú og sérstaklega trúna á sannleikann. Sannleikur og lygi Tvennt áhugavert hefur verið að gerast sem tengist trú, og þá kristinni trú, núna á síðustu misserum sem er nátengt en í vissri mótsögn. I fyrsta lagi erákveðin og aukin tilhneiging til þess að taka trú fram yfir rök og visindi, að afneita skynsemi og leggja traust sitt á trúarlegar skoðanir. Jóhannes Páll páfi II gerði þetta þegar hann talaði um getnaðarvarnir eins og „smokkinn" sem eitthvað „illt“ frekar en bestu tiltæku vömina gegn ótimabærum þungunum og alnæmi. Þetta hefúr einn- ig verið áberandi í umræðum „trúaðra" um þróunarkenninguna, sérstaklega í Bandaríkjunum. Jafnvel Bush Bandaríkja- forseti lét hafa eftir sér að „kviðdómurinn væri enn úti“ í þessu máli. I leiðara.Sc/en- tific American 1. apríl síðastliðinn gera ritstj órar blaðsins góðlátlegt grín að þessari umræðu þar sem þeir afsaka að hafa stutt þróunarkenninguna einungis vegna þess að hún er „ein merkasta vísindahugmynd allra tíma“ og studd með „fjallgörðum af sönnunargögnum". I mörgum og vax- andi til vikum virðast menn taka trúarsann- færingu og þann „sannleik“ sem er að finna í helgum bókum fram yfir rökfræði, vísindi og heilbrigða skynsemi. I öðru lagi hefur verið sáð frjókomum efasemda um að sá „sannleikur“ sem krist- in trú byggir á sé í raun sannleikurinn. Hið kómíska er að það þurfti frekar illa skrif- aðan reyfara, Da Vinci lykillinn, til þess að vekja spumingar á meðal almennings um þetta efni. í kjölfarið hafa alls konar ffæðimenn sem hafa enn frekar vakið upp efasemdir um trúverðugleika sögunnar um Jesúm náð eyrum almennings. Ein ágæt- lega rökstudd kenning er að Jesús og María Magdalena hafi verið gift og átt böm og að hún hafi flust til Frakklands. Jesús hafi farið ti 1 Austurlanda þar sem hann var áður í læri hjá vitringunum, á þeim ámm sem frásagnir vantar í biblíusögurnar, og dáið þar á effi ámm. Auðvitað geta þetta verið samsæriskenningarþó að þessar kenningar séu nokkuð vel rannsakaðar og kannski öllu betur en hin opinbera biblíusaga. Vandamálið er að æ fleiri velta því fyrir sér hvort kristindómurinn og hin ágæta siðfræði hans sé byggður á lygi. Trúaðir hafna þessari kenningu en hafa lítið fyrir sér annað en trúna á „sannleikann". Vísindin og trúin Isjálfu sér ganga vísindin ekki út á annað en að prófa þá trú sem við höfum, að búa til tilgátur sem standa fyrir ákveðna trú, sem er svo hægt að prófa eða draga kerfisbundið fram gögn um og vísbend- ingar út frá því sem er rannsakað. Það er engu að síður of langt gengið að halda því fram að eitthvað sem hefur ekki verið „sannað“ með vísindalegum hætti geti ekki verið rétt og satt. Vísindin snúast ekki um að „sanna" heldur miklu frekar að „afsanna" eins og Karl Popperbenti á. I þessu felst nokkuð merkileg þversögn þar sem vísindamenn kjósa að „trúa“ að eitth vað sé rétt og satt þangað li 1 það hefur verið afsannað. Vandinn í vísindum er oft að vísindamenn hafa ekkert sérstaklega mikinn áhuga á að afsanna fyrri kenningar heldur hafa þeir miklu meiri áhuga á að bæta við nýjum eða byggja á þeim sem fyrir eru. Astæðan ereinnig að oft eru þær settar fram með slíkum hætti að það er ógerlegt að sanna eða afsanna þær. Þetta gerir það að verkum að kenningar sem ættu með réttu að vera á öskustó sögunnar eru enn undirstaða og útgangspunktur fræðimanna. Kenningar sem eru í besta falli málamiðlanireru notaðarsem grunn- ur ákvarðana í þjóðhagslegu samhengi. Oft eru þær skásti kosturinn en það er trúin á að þær séu góðar og gildar sem gerir það að verkum að þær eru notaðar. Þannig er óhætt að segja að vísindamenn séu stundum sekir um að trúa í blindni á „sannleikann". Munurinn á hinum trúaða og vísinda- manninum er þó sá að hinn síðari getur og hefúr hafnað ýmsum kenningum sem eru augljóslega villukenningar þegar betur er að gáð. Þetta gerir hann á vísindalegum eða rökff æði legum forsendum en ekki trú- arlegum. Þeir sem nota „smokkinn" eiga augljóslega ekki skil ið sama eilífa helvítið og t.d. Adolf Hitler og Stalín. Það er ekki hægt að boða sannleika og hreinleika á saina tíma og bamaníð, lygar og yfirhylm- ingarviðgangast í kaþólsku kirkjunni. Það er ekki hægt að tala um frelsi sem trú á sannleikann þegar „sannleikurinn“ er það sem manni er fyrirskipað að trúa. Fyrstu vísindamennimir, eins og Galileo Galilei, vom dæmdir vil I utrúannenn fyrir trúa öðm en því sem kirkjan sagði þeim að trúa. Að trúa á trúna Allir em trúaðir. Allir verða að trúa því að það komi dagur eftir þennan dag, að fólk sé í flestum tilvikum að segja því satt og rétt frá og að dauðinn sé ekki handan við hornið. Einungis brot af því sem við upplifum og skynjum er hægt að útskýra með vísindalegri nákvæmni. í flestum tilvikum verðuin við að trúa því að svona gangi lífið fyrir sig og læra af reynslunni. Það er mikilvægt að trúa til þess að lifa daginn af. Sannleikur er í sjálfu sér afstætt hugtak en það er trúin á sannleikann og vísindin sem hefur drifið framþróun mannkynsins áfram síðustu þrjú hundmð árin. Hugsanlega hefur mannkynið að einhverju leyti verið afvegaleitt í þessari baráttu fyrir tækniframfömm en mestu framfaramir er þó geta mannsins til að skilja og draga ályklanir og geta tjáð sig um þær. Það væri synd ef trúin fengi okkur til að trúa einhverju öðru. 1 er Trúin á sannleikann nokkuð merkileg og oft á tíðum þversagnarkennt fyrirbæri. 2 ÞorvaldurGylfasonendur- skoðar reiknireglur kosn- ingalaganna. Hann kemst að því að niðurstöðurnar 3 hefður orðið talsvert aðrar í kosningum hér á landi í gegnumtíðinaefannarskon- ar reiknireglur hefðu verið 4 notaðar en notaðar eru í dag. Reiknireglan hyglar stóru flokkunum á kostnað þeirra smærri.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.