Vísbending


Vísbending - 29.04.2005, Blaðsíða 2

Vísbending - 29.04.2005, Blaðsíða 2
V ISBENDING Hið ljúfa líf Norðurlöndin eru ríkustu lönd E vrópu ef reiknað er út frá vergri landsframleiðslu á mann. Mun- urinn á milli ríkra og fátækra á að vera hvað minnstur á Norðurlöndunum og þar á fólk að jafnaði að lifa hinu ljúfasta lífi. Engu að síður er stundum erfitt að telja fólki frá Suður-Evrópu trú um þessa paradís í norðrinu. Hið ítalska „dolce vita“ virðist nefnilega ekki vera eins ljúft í norðri og það er í suðrinu. La dolce vita ífsgæði erekki auðveltað mæla vegna þess að fólk metur þau á mismunandi hátt. Þeim sem búa á strjálbýlum svæðum getur þótt kyrrðin og nálægðin við nátt- úruna dýrmætari en atvinnuhorfur og félagslífið í stórborginni. Ef hins vegar steríótýpu af lífsgæðingum um þrítugt er lýst sem manneskju sem vill búa mið- svæðis, eiga áhugaverða íbúð og flottan bíl, vera í góðu starfi og geta farið út að borða og skemmt sér reglulega er hægt að setja betur fram í hverju lífsgæði þessa hóps felast. Slíkur hópur væri sennilega kallaður „uppar“ á íslandi. Þetta eru þeir sem aka um á stórum götujeppum þó að þeir fari aldrei út fyrir borgarmörkin, reyna að innrétta íbúðina eftir forskrift Völu Matt og kaupa einungis merkja- og tískuvörur. Þeir fara út að borða en hafa jafnan einungis tíma um helgar af því að þeir vinna svo mikið til að borga fyrir lífsstílinn. En ef horft er fram hjá vinnutímanum, atvinnuþátttökunni og skuldahlutfallinu (sjá 15. tbl. Vísbend- ingar) er athyglivert að hugsa til þess að ef einfaldir þættir eins og fara út að borða og drekka glas af víni eru skoðaðir birtist talsvert öfugsnúin mynd af lífs- gæðum þjóða. Nýlega var birt grein í New York Times (We’re Rich, You’re Not. End of Story, 17. apríl, 2005) þarsem Bandaríkja- maðurbúsettur íNoregi varað velta þess- ari þversögn fyrir sér. I Noregi mætir fólk með nesti í vinnuna vegna þess að það er of dýrt að borða hádegismat á veitinga- húsi en fólk í sams konar stöðum, hvort sem er í New York eða París, borðar úti í hádeginu. Sömu sögu er að segja frá Is- landi,þaðermunaðuraðfaraútíhádeginu og að fara út að borða á kvöldin og panta vín með matnum er nánast einskorðað við sérstök tilefni hjá „venjulegu“ fólki (að undanskildum verðbréfasölunum sem telja krónurnar einungis í milljónum). Jafnvel á Italíu þar sem matargerðarlist- in á heimilum er í öllu hærri klassa en víðast hvar annars staðar fer fjölskyldan út að borða reglulega en það þarf nánast brúðkaup til þess að hið sama gerist á Islandi. Verðið á matnum og víninu segir allt sem segja þarf enda er reikningurinn jafnan tvöfalt hærri á íslandi en á jafnvel fínustu veitingahúsum I Suður-Evrópu. Þversögnin er að hið ljúfa lífvirðist öllu ljúfara í löndum sem eru mun fátækari samkvæmt hefðbundnum mælikvörðum, jafnvel fyrir þá sem minna mega sín. Verðlag á matvöru Igagnagrunni Hagstofúnnar er að finna samanburð á verðlagi á matvörum þar sem Evrópubandalagið er notað sem grun- nur (EU15=100). I ljósi hinnar almennu umræðu hér að ofan ermikilvægt að skoða hvort tölfræðin segir svipaða sögu og það sem hér kom fram. Ef Norðurlöndin (Svíþjóð, Finnland, Danmörk,Noregurog Island) eru tekin saman ogkölluð „norðrið“ og Grikkland, Spánn, Frakkland, Portúgal og Ítalía kölluð „suðrið“ er hægt að bera saman verðlag á mat, drykk, áfengi og tóbaki í þessum jaðarlöndum Evrópu. Það er skemmst frá því að segja að verðlag er miklu hærra í norðrinu en suðrinu, minnstur er verðmunurinn á fisk, mjólk, ostum og eggjurn, um 15%, en verðlag á áfengi ertvöfalt hærra í norðrinu en sunnar í álfunni (sjá mynd 1). Ef launakostnaður og hlutfallsieg álagning á veitingahúsum eru höfð í huga er tiltölulega einfalt að sjá að reikningurinn á sams konar veitinga- húsi mun verða rúmlega tvöfalt hærri í norðrinu en suðrinu. (Framhald á síðu 4) c Verdsamanburóur á matvörum i suðri og norðri (EUlS—100) Tóbak Áfengi Gosdrykkir safar og vatn Kaffi, te og kakó Drykkjarvörur Aðrar matvörur Sykur. súkkulaöi og sælgæti Grænmeti Ávextir Olíur og feitmeti Mjólk, ostar og egg Fiskur Kjöt Brauð og kornvörur Matur Matur drykkur, áfengi og tóbak "i..... r Norf rið 100 120 140 160 180 200 Verðmunur á matvörum á Islandi og Suður- og Norður-Evrópu ('%>) Tóbak Áfengi Gosdrykkir safár og vatn Kaffi, t< og kakó Dryi kjarvörur Aörar Sykur, súkkulaöi o< sælgæti < írænmeti Ávextir Oliur cfa feitmeti MJólk, ost »r og egg Fiskur KJöt Brauð og [íornvörur Matur Matur drykkur, áfenglog tóbak -20% 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.