Vísbending


Vísbending - 29.04.2005, Síða 4

Vísbending - 29.04.2005, Síða 4
(Framhald af síðu 2) Ahugavert erað skoða Island sérstak- lega í þessum samanburði. Ef verðlag á Islandi er borið saman við verðlag annars staðar á Norðurlöndum kemur í ljós að það er í öllum tilvikum hærra hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum, að undanskildumliðnum „aðrar matvörur". Munurinn er mestur á mjólk, ostum og eggjum (29%), grænmeti (25%), brauði og komvörum (23%) og áfengi (22%). Munurinn er hins vegar minnstur á verði á gosdrykkjum, ávaxtasafa og vatni (2%) og ávöxtum (2%). Ef verðlag á íslandi er hins vegar borið saman við verðlag í suðri vex bilið enn meira. Afengi er 135% dýrara hér á landi en í suðrinu og tóbak 109% dýrara. Sá liður sem kemur skást út úr þessum samanburði fyrir Islendinga er fiskur, en þar er munurinn minnstur, eða 21%. Á heildina litið er matur, drykkur, áfengi og tóbak rúmlega 70% dýrara á Islandi en í suðrinu og 15% dýrara á Is- landi en annars staðar á Norðurlöndum. Islendingar geta hins vegar huggað sig við að verðlag í Noregi er enn hærra en á Islandi og erNoregurþví „dýrasta“ landið á Norðurlöndum. Grænmeti er þó 21% dýrara á Islandi en í Noregi og brauð og komvörurum 14%dýrari. Tækjaeign og húsnæði Annarmælikvarðisem eráhugaverður í þessu samhengi er samanburður á raftækjaeign og bílaeign í norðri og suðri. Slíkan samanburð er að finna í bók eftir þá Michael Cox og Richard Alm frá 1999 sem heitir The myths of rich and poor: why we ’re better off than we think. Bókin ijallar að mestu um ríkidæmi í Bandaríkjunum (sjá 16. tbl. Vísbending- ar) en þar em tölur um raftækjaeign í Danmörku og Svíþjóð annars vegar og í Frakklandi, á Italíu og á Spáni hins vegar. Ef þau tvö fyrstu eru látin standa fyrir norðrið og hin þrjú síðari fyrir suðrið er hægt að bera þessi tvö svæði saman (þó að þessartölur séu að mörgu leyti úreltar). 1 suðrinu eiga menn bæði fleiri bíla (29%) og þvottavélar (24%) en í norðri, og út- varps- og sjónvarpseign er almenn og hin sama bæði í norðri og suðri. I norðrinu á fólk fjórum sinnum fleiri farsíma (403%), og fleiri örbylgjuofna (200%) ogþurrkara (167 %) en í suðri. Einnig eiga þar fleiri tölvur (97%), myndbandstæki (67%), ryksugur (66%) og fastlínusíma (40%) en í suðri. Verulega hefur dregið saman með suðrinu og norðrinu hvað varðar farsímaeign og marga af hinum þáttunum má kannski frekar útskýra með ólíkum aðstæðum og lífsstíl en þörfinni fyrir þessar vörur. Þessi samanburður segir heldur ekkert til um gæði varanna, sem er sérstaklega áhugavert hvað varðar bílaeign. Að bera saman húsnæði er enn ein leiðin til þess að skoða muninn áNorður- og Suður-Evrópu. Svíþjóð, Danmörk og Finnland standa fyrir norðrið að þessu sinni en tölur eru til fyrir öll fimm lönd- in í Suður-Evrópu. Það kemur talsvert á óvart að húsnæði á hverja fjölskyldu er stærra, ef eitthvað er, í suðrinu en í norðrinu. Á Italíu er fermetrafjöldinn mestur á hverja fjölskyldu, eða um 7% meiri ení norðrinu. Afturámóti búafleiri undirhverju þaki í suðri en norðri þarsem 2,6 íbúar að meðaltali eru í hverri íbúð í samanburði við 2,2 í norðrinu. Þetta gerir það að verkum að fermetrafjöldi á hvem einstakling verður um 22% meiri í norðrinu en suðrinu. Þetta þarf þó ekki endilega að teljast kostur þegar hið Ijúfa líf er hafl í huga þar sem einstæðingsskap- ur er að vissu leyti orðinn vandamál í norðrinu og fólk verður gjarnan mun meira einmana þar en í fjölskyldumenn- ingu suðursins. Útrás Niðurstaðan er sú að ekki er alveg augljóst að lífið á Norðurlöndum sé eitthvað Ijúfara en í Suður-Evrópu. Ymsir efnahagsmælikvarðar benda til þess að tölur um verga landsframleiðslu á mann segi ekki alla söguna. Það verður líka að hafa í huga að tölur um verga lands- framleiðslu taka ekki tillittil hins svarta hagkerfis sem er miklu stærra í suðrinu en það er í norðrinu. Engu að síður er óhætt að segja að Norðurlandabúar geti notið lífsins miklu betur þegar þeir fara suður á bóginn en þegar Suður-Evrópu- búar koma til Norðurlanda. Þannig gerir útrásin Norðurlandabúa ríka. Þeir finna reyndar h vergi fyrir ríkidæminu meira en þegar þeir fara að heiman og spara stórfé á hverjum bjórsem þeirdemba í sig. Það er hið Ijúfa líf Norðurlandabúa. Þannig eru þeir hlutfallslega ríkir þó að þeir séu ekki eins ríkir og þeir halda og fá ekki notið ríkidæmisins í eigin bakgarði eins og þeir ættu kannski skilið. ( Vísbendingin ) Aðalsálmahöfundur Visbendingar til síðustu tíu ára hefur nú þann 4. maí næstkomandi safnað 50 árum í sarpinn. Hann hefur þar með skrifað Aðra sálma einn fimmta hluta ævi sinnar. Maðurinn með fangamarkið bj heitir með réttu Benedikt Jóhannesson. Stundum hefur hann þótt ófyrirleitinn, jafnvel áreitinn, oft umdeildur en jafnan áhugaverður og yfirleitt lúmskt fyndinn, ef ekki stór- skemmtilegur. Vonandi á hann eftir að skrifa jafnmikið í síðari hálfleiknum og vhann gerði í þeim fyrri. - eij_y ISBENDING Aðrir sálmar -------------------------------------/ / ■ N Hún átti afmæli íkisstjórnin átti eiginlega afmæli fyrir viku. Samt ekki. Stjómin sem nú starfar er fjórða ráðuneyti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks á tíu árum. Þó eróhætt að segja að þetta sé sama stjóm. Halldór og Davíð em þeir sömu og fyrir tíu áram. Davíð telur kannski að stjómin sé ljórtán ára, þó að nýr flokkur hafi fyllt skarðið sem Sjálfstæðismenn vantar upp á meiri- hluta. Á slíkum tímamótum er stundum farið yfir feril afmælisbamsins en það er reyndar sjaldnast gert í tíu ára afmælum. Ríkisstjómir gerast þó yfirleitt ekki miklu eldri. Þessari stjóm hefurgengið ágætlega. Sérstaklega verður að taka það fram að Davíð og Halldór kunna að vera í rík- isstjóm. Þeir rífast ekki opinberlega og sjaldnast leka leyndarmálin frá þeim. Kratar gátu hins vegar aldrei þagað yfir leyndamiáli. Að vísu hefði það ekki átt að koma neinum á óvart í sambandi við Jón Baldvin, því að þegar faðir hans var ráðherra ætlaði forsætisráðherra að láta leita að hleranarbúnaði á ríkisstjómarfúnd- um. Enda lítið gaman að vita leyndannál ef maður má engum segja frá því. En þetta var útúrdúr. Líklega verða eftirmæl- in ellir þessa stjóm jákvæð þó að sumt hafi tekist síður en efni stóðu til. Það var rétt ákvörðun að einkavæða bankana en framkvæmdin varmjögámælisverð. Fyrir fram vora ekki allir jafnt settir við kaupin. Öllum var augljóst að ferlið var hannað til þess að fá ákveðna niðurstöðu. Að vísu snera Framsóknarmenn á Davíð með því að sameina Búnaðarbankann Kaupþingi strax í kjölfareinkavæðingarinnar. Það er þó ekki ólíklegt að niðurstaðan hefði verið svipuð ef almenningi hefði verið leyft að koma að einkavæðingunni en bankamir heföu orðið dýrari fyrir endanlega kaup- endur. Gróðinn hefði farið á fleiri hendur. Landssíminn verður seldur á afmælinu og framkvæmdin á sölunni getur valdið mestu um hver eftirmæli stjórnarinnar verða. Almenningur hefur ekki trú á því að framkvæmdin verði heiðarleg. I könnun Frjálsrar verslunartöldu 56% að réttlátum leikreglum verði ekki beitt við söluna. Stjómin getur enn bjargað mannorðinu. Vonandi tekst það. - bj V f Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Eyþór Ivar Jónsson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.