Vísbending


Vísbending - 13.05.2005, Blaðsíða 3

Vísbending - 13.05.2005, Blaðsíða 3
ISBENDING Nýskipan trygginga og fjárafla Guðmundur Magnússon hagfræðingur Menn hafa löngum leitað ýmissa leiða til þess að dreifa áhættu í framleiðslu og viðskiptum. Rekja má vátryggingar allt aftur til bókar Hammúrabís 1800 f.Kr. Finna má vísi að samtryggingum á Niðurlöndum og Italíu á 13. og 14. öld. Það er þó ekki fyrr en á sautjándu öld að tryggingar verða að sérstakri atvinnugrein þegar Lloyd's of London er stofnað. Forsendurtrygginga hjá þessu félagi, sem öðrum trygginga- félögum, eins og líftryggingafélögum, voru bæði hagnýting líkindafræðinnar og söfnun gagna um ýmsa atburði. Slysatryggingarogfasteignatrygging- arhófustí Þýsklandi seintá 19.öld. Aðild að þeim var lögbundin en starfsemin var rekin af sjóðum og starfsgreinasambönd- Samfélagsleg ábyrgð Nú er unnt að kaupa ógrynni afbrigða aftryggingum á markaðnum. Trygg- ingar eru þó ekki í boði fýrir öllu vegna þess að enginn sér sér hag í því að selja þær. Þetta er oft vegna hrakvals og siða- vanda. Talað er um markaðsbresti þegar það gerist. Sem dæmi um þetta má taka atvinnuleysi. Hætt er við að þeir kaupi einna helst slíka tryggingu sem líklegt er að missi vinnuna og að margir féllu í þá freistni að hætta að vinna án þess að nauðsyn krefði. Iðgjaldiðyrði þess vegna svo hátt að öll viðskipti féllu niður. Samfélagið hefur því tekið að sér að leysa vanda af þessu tagi með opin- beru tryggingakerfi: tekjutryggingu, atvinnuleysisbótum, skyldugreiðslum í lífeyrissjóði, viðlagatryggingu og fleiru. Andsætt markaðnum getur hið opinbera tryggt eftir á i skjóli skattlagningarvalds og lagasetningar. Nýjar hugmyndir HagfræðingurinnRobertJ. Shillerhef- ur sett fram áhugaverða tilgátu um framtíð tryggingamála í bókinni Nýskipan fjárafla. Bókin er eins konar framhald af bók hans Oráðlegur ofvöxtur sem fjallaði um eignaverðsbólunaá hlutabréfa- markaði í Bandaríkjunum. Skal hér gerð greinfyrirtillögumShillersumnýskipan samábyrgðar og kostnaðar. Hugmyndir- nar eru í aðalatriðum sex: 1. Trygging lifsviðurvœris ogfasteigna- verðmætis Líftryggingar voru settar á laggimar á sínumtímaþegarfýrirvinnurheimilanna áttu frekar á hættu að falla frá á unga aldri en nú. Með tryggingu lífsviður- væris væri enn fremur tekið tillit til tekna og lífsgæða til langs tima. Trygg- ing fasteignaverðmætis tryggði tiltekið markaðsverð húsnæðis. Tryggingin næði ekki eingöngutil bmna og skemmdaheld- ur einnig til fasteignaverðs. 2. Trygging þjóðartekna Hugmyndin er sú að mynda markað fýrir skuldabréf með veði í þjóðartekjum sem seld yrðu á alþjóðamarkaði, svipað og hlutabréf eru nú seld í kauphöllinni. Með þessu móti væri áhættu á afkomu tiltekinn- ar þjóðar dreift um allan heim. 3. Tekjutengd lán Bankar og aðrar lánastofnanir ættu að veita lán með kjörum sem tækju mið af tekjumeinstaklinga, fýrirtækjaogþjóða. Þannig gætu menn veðsett framtíð sína og tekið meiri áhættu en ella. 4. Tekjujöfnun Tekjujöfnunartryggingar ættu að tryggja að tekjumunur einstaklinga og þjóða verði ekki óhóflegur. Með stighækkandi skatti má setja slíkum mun skorður. 5. Ahœttudreiflng milli kynslóða Slík trygging yrði útvíkkun á félagslega tryggingakerfinu þannig að það næði til afkomenda og stórfjölskyldna í ríkara mæli en nú er. 6. Alþjóðasamningar Slíkir samningar um einstök verkefni yrðu svipaðir því sem nú gerist milli einkaaðilja en mun stærri í sniðum og til lengri tíma. Auk þessa er lagt til að myndaður verði alþjóðlegurgagnabanki um áhættu af ýmsu tagi og skilgreind ný tegund greiðslueininga til þess að áhættustjóm- unin geti farið fram með rafrænum hætti. r Oskhyggja eða raunsæi? Margir hafa eflaust hrist höfuðið við lestur á tillögum Shillers. Við þekkjum þó sumarþeirra í öðmm búningi og nokkrar þeirra gætu orðið að vemleika með tímanum. Aðal vandinn er vitaskuld sá að þessar nýjungar færa ábyrgð frá einstaklingi til heildarinnar með einum eðaöðrum hætti ogdregið erúrsjálfsbjarg- arviðleitni, útsjónarsemi og arðsvon. Tillögumar um tryggingu lífsviður- væris og tekjujöfnunar minna á Hinn almenna kirkjusjóð sem nú er orðinn að engu. Allar kirkjur í landinu vom skyld- aðar ti 1 að leggja í hann al lt það fé er þær höfðu aflögu og það lánað til annarra. Með tilkomu ljármagnsmarkaðar gátu söfnuðir ávaxtað sitt fé betur og fengið lánafyrirgreiðslu með öðrum hætti en ef þeir lögðu féð í sjóðinn. Það sjá allir að hið gamla fýrirkomulag er gengið sér til húðar. Kannski er þaðan komið að tala um „að taka frá einni kirkjunni og leggja til annarrar.“ Segja má að myndun fasteignafé- laga sé eins konar lausn á sveiflum í fasteignaverði. Félögin leigja út húsnæði á verði sem er tengt markaðsvöxtum af fé en þensla og háir vextir fara iðulega saman en þetta fýrirkomulag veldur öryggisleysi og dregur úr eignamyndun einstaklinga og sennilega þjóðhagslegum spamaði einnig. Færð hafa verið rök fýrir því að einkaeign fasteigna stuðli að félagslegu öryggi og friðsemd. Ekki er loku fýrir það skotið að nýj- ar tryggingar eigna og viðurværis líti dagsins ljós á markaði. Hví skyldi ekki geta myndast markaður fyrir tryggingar tildæmisfýrirhjónaskilnaði? Reyndarer unnt að tryggja skiptingu eigna við skilnað að nokkru leyti með séreignarákvæðum. Gögn um hjónaskilnaði eru aðgengileg lýrirtryggjendurog iðgjaldið gæti miðast við fortíð og fýrri störf. Þeirri freistingu að leika á kerfið má halda í skefjum með því að krefjast hærri iðgjalda afþeim sem skilja oftar og af þeim sem eru líklegri til þess að skilja en aðrir. Samkennd Við skulum heldur ekki útiloka að fyrirkomulag þróunaraðstoðar við fátækar þjóðir og lána til þeirra geti breyst. Menn hafa þegar rekið sig á að styrkveitingar draga úr sjálfsbjar- garviðleitni og valda spillingu. Einnig má minna á að tilkoma markaðarins fýrir svonefnd ruslbréf (e. junk bonds) var nýmæli sem gerði frumkvöðlana að mill- Ijarðamæringum. Þeirkeyptu skuldabréf þjóða sem lentu í vanskilum með affol- lum og högnuðust vel á því. Einhverjir lentu reyndar í fangelsi fýrir að beita ólö- glegum brögðum en markaðurinn dafnar vel. Þetta var í sjálfu sér eðlileg útvíkkun á þeim markaði sem fýrir var um kaup á skuldabréfum fyrirtækja með afföllum. (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.