Vísbending


Vísbending - 13.05.2005, Blaðsíða 4

Vísbending - 13.05.2005, Blaðsíða 4
V ISBENDING (Framhald af síðu 2) allan af spjótum semþeir láta bresku ridd- arasveitina ríða inn í og ná þannig á vald sitt mikilvægasta trompi breska hersins. Skotamir unnu þann bardaga með her- kænsku að hætti Tzu. Breski kóngurinn virðist þó betur lesinn en Wallace og félag- ar í bardagafræðunum þar sern hann gerir samning við einstaka smákónga Skota í seinni orrustunni. Þannig brýtur hann niður bandalag Skotanna með pólitískum þrýstingi ogpeningagjöfum. Smákóngam- ir svíkja Wallace og félaga á ögurstundu og Wallace er því dæmdur til þess að tapa. Báðir þessir sigrar em þess vegna eins og beint upp úr bardagalist Sun Tzu, þó út frá mismunandi köfium bókarinnar. Niður- staðan er að leiðtogamir verða að skilja heildarhugmyndafræðina til þess að láta ekki koma sér á óvart þegar á vígvöllinn er komið. Praktísk ráð ony Soprano í þáttunum The Sopranos er í einum þættinum fenginn til þess að lesa TheArt ofWar og er gáttaður á því að bók sem skrifuð var fyrir 2.500 árum eigi enn erindi í nútímanum. Hann bendir á að þetta sé besta bókin sem hann hafi lesið um stefnumótun og bardagalist. Þetta er rétt hjá sjónvarps-mafíósanum. Bókin á enn erindi við þá sem eru í stjómunarstöðum í fyrirtækjum og er jafnvel skyldulesning fyrir þá. Þó að samkeppnisfræðin hafi að vissu leyti tapað trúverðugleika sínum á síðustu ámm vegna þess að menn hafa farið að leggja aukna áherslu á neytendur, nýjungar og vöxt markaðarins á hún enn mikilvægt erindi í þeim geira ef ætlunin er að komast af til lengri tíma. Sam- keppnisfræðin gengur að miklu leyti út á að skilja stöðu og stefnu, styrkleika og veikleika samkeppnisaðila. Leikjafræðin hefúr svo hjálpað til við að skilja hvemig samkeppnin eða bardaginn getur þróast. Hin einföldu ráð Tzu eiga enn erindi vegna þess að þau em þumalfingursreglur um hvemig á að heyja bardagann. Það er að minnsta kosti ljóst að leiðtogi sem þekkir þessi ráð eröllu beturbúinn en sá sem þekk- ir þau ekki. Það er einnig mikilvægt að hafa sömu þekkingu og andstæðingurinn þar sem þessi einfalda hugmyndafræði var mörgum stjómendum kunn á tíunda áratuginum. I hnotskum snýst þessi list um að greina og skilja aðstæður og and- stæðinginn, að byggja upp viðeigandi hæfi- leika, annars vegar leiðtogahæfileika og hins vegar hæfni og liðsanda starfsmanna, að skilja helstu leikbrellumar, geta lesið og svarað brellum andstæðingsins og geta ffamkvæmtliugmyndirstefhumótunarinn- ar. Ef skilningi á neytendum og hæfni til þess að bregðast við þörfum þeirra er svo bætt við þekkinguna eru stjómendur vel búnir fyrir bardaga viðskiptalífsins. (Framhald af síðu 1) lífsleiðinni en áður. Að meðaltali var aldurinn um 26 ár hér á landi árið 2000 þegar konur byrjuðu að eignast börn en hann var um 21 ár árið 1970. I Noregi hefúr þetta hlutfall farið úr 24 ámm árið 1970 í 30 ár árið 2000. Svipaða sögu er að segja frá öðmm löndum. Einnig hefur fjölskyldan rninna gildi en áður, sem hugsanlega dregur úr fjölda þeirra barna sem hver kona er tilbúin til að eignast. Svarið virðist að einhverju leyti vera fólgið í að stór hluti bama verður til utan hjónabands en um 50% bama á Norðurlöndunum fæðast utan hj ónabands samkvæmt tölum OECD. Ef munurinn á fátækum löndum og ríkum er skoðaður, sem og þær breytingar á fæðingartíðni sem verða þegar ríkidæmi þjóða vex, virðist vandinn felast í því að forgangsröðunin breytist í þjóðfélagi sem efnast vel. Þannig ráða menningarlegir þættir þessari þróun frekar en peninga- skorlur barnafólks. Segja má að fæðing- artíðnin falli með auknu frelsi, sem felst í fleiri valkostum. Hugsanlega lifir fólk þá meira spennandi lífi en afleiðingin er að þjóðin eldist hraðar en ella. (Framhald af síðu 3) Þannig gætu ríkarþjóðirtekið sig saman og myndað sjóði sem keyptu valrétti í afkomu þjóða. Þó er líklegra að slíkt fyrirkomulag henti betur hvað varðar einstakar framkvæmdir og verkefni. Þróunin er reyndar í þá átt nú þegar. Það vekur athygli að Shiller stingur ekki upp á tryggingu á hlutabréfaeign. Þetta er sennilega vegna þess að hann heldur því fram að menn verði þá allt- of uppteknir af hlutabréfamarkaðnum, kaupi væntingar og sprengi upp verð hver fyrir öðrum. Þetta valdi svo hruni þegar bólan springur og ónauðsynlegum sveiflum á einingaverði til lengri tíma litið. Þar sé eins dauði annars brauð. Hvað sem öllu líður hvetja tillögur Shillers okkur til umhugsunar um eigin hag og samkennd með náunganum. ( Vísbendingin ) Knattspyrnan og hópíþróttir almennt snúast sífellt meira um stefnumótun og striðsáætlun í líkingu við bardagalist SunTzu. Sennilegaerenginn Islendingur betur að sér í slíkri bardagalist en Guðjón Þórðarson, fyrrverandi þjálfari Stoke og íslenska landsliðsins. Honum fylgir hins vegar sama vandamálið og mörgum nútímastjórnendum, að þeir eru fyrstir til að yfirgefa vígvöllinn og hálfklárað verkefnið ef betra tækifæri býðst annars staðar. Eftir situr höfuðlaus herinn með Vþljósa hernaðaráætlun._______________ Aðrir sálmar \_____________________________,/ r \ Alþingi lýkur Margirbýsnastnúyfirlöngu sumarfríi þingmanna. Þeir séu nú að fara í fimm mánaða frí og taki sér þar að auki löng jóla- og páskafrí, svo að ekki sé talað um frí vegna nefndarstarfa. Það liggur við að öll þessi fríaupptalning sé eins og í gamla daga í Æskunni. Þeir sofa átta t íma á dag, það eru alls 122 dagar á ári. Svo borða þeir í klukkutíma, það eru 15 dagar og svo framvegis. A endanum kemur í ljós að þingmenn vinna bara í klukkutíma og það ereinmitthann sem fer í að lesaþennan sálm. En hefði þjóðfélagið eitthvert gagn að því að þingmenn ynnu lengur? Hlutverk þingmanna er að búa til lög. Margir halda að þingmenn eigi að stjóma landinu en það er misskilningur. Þingið á að búa til reglumar sem farið er eftir. Ríkisstjómin á að stýra rekstri ríkisins frá degi til dags en best er að fólk almennt stjómi sér sjálft. Þaðergottað lagaumhverfi sébæði frjáls- legt og stöðugt. Þess vegna er það ekkert sérstaklega heppilegt að sifellt sé verið að hræra í lögum. Afkastamikið þing er ekki endilega gott þing. Fólk vill vera sem mest í friði. Auðvitað skiptir það máli að lög séu réttlát og skynsamleg. Það var reyndar ógnvekjandi að heyra upplýsingamar úr s vari utanríkisráðherra um reglur Evrópusambandsins sem hér hafaverið innleiddaráámnum 1994-2004. Teknar eru saman tilskipanir, reglugerðir og ákvarðanir. Af þessum fjölda voru 2.527 teknar inn í EES-samninginn og Islendingar innleiddu 2.227 þeirra. Þetta þýðir að það er nánast innleidd ein ný regla hvem virkan dag. Það hlýtur að vekja menn til umhugsunar um það hve stóran þátt Islendingar eigi i því að móta þessar reglur. Á Alþingi er unnið mjög gott starf í þeim málum sern þingið fær nægan tímatil þess að afgreiða. Þingmenn bæta þá oft miklu við þegar þeir hafa séð umsagnir margra aðila. En hve stóran hlut eiga Islendingar i þessum 2.227 reglum sem innleiddar hafa verið á undanfömum áratug? Mistökin verða þegar rnenn fara ekki nægilega vel yfir málin og eins og Ögmundur Jónasson sagði svo vel: „Til þess eru mistökin að læra af þeim. Til þess eru vítin að varast þau.“ - bj ''Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: A Eyþór ívar Jónsson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.