Vísbending


Vísbending - 20.05.2005, Blaðsíða 1

Vísbending - 20.05.2005, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 20. maí 2005 20. tölublað 23. árgangur Kínavektorinn Olafur Ragnar Grímsson, for- seti lýðveldisins Islands, var í fararbroddi fylkingar íslenskra viðskiptamanna í Kína seinni hluta maímánaðar. Sögusagnir segja að ýmsir „milliríkjasamningar“ hafi verið hand- salaðir í þessari för og ber þar hæst að FL Group leigði út fimm Boeing- flugvélar til Air China, sem er stærsta farþegaflugfélagið í Kína, og samning Orkuveitu Reykjavíkur um að leggja hitaveitu í nýtt hverfi í Xianyang-borg. Viðskiptajöfnuður íslands við Kína hef- ur verið heldur neikvæður siðustu árin þannig að sjóðstreymi frá Kína hlýtur að vera jákvæð þróun fyrir íslenskt atvinnu- líf. Þrátt fyrir að íslenskir fjárfestar hafi skoðað markaðinn í nálægum löndum hafa þeir enn sem komið er ekki fest rætur í Kína en erfitt er að horfa fram hjá því stóra landi og þeirri hröðu efnahagsþróun sem á sér stað þar. Hagvaxtarþróun Það er sem sé erfitt að horfa fram hjá ijölmennasta landi í heimi með 1,3 milljarða íbúa. Það gera 4.433 Kínverja á hvem Islending. Hagvöxturinn í Kína á undanfömum ámm er þó það sem hefúr vakið hvað mestan áhuga útlendinga á þessu gamla stórveldi. Frá 1987 til 2004 hefúr verið 8,5% hagvöxtur að jafnaði í Kína. Jafnvel góðærið á Islandi bliknar í samanburði við hann. Enn fremur virðist lítið lát á vextinum en Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn spáir í nýjasta hefti World Eco- nomic Outlook að hagvöxturinn í Kína verði 8,5% á þessu ári og 8,0% áþví næsta. Þessi gríðarlegi vöxturhefúrvakið marga hagfræðinga til umhugsunar um hvort að kínverska hagkerfið muni ekki brátt of- hitna og bræða úr sér enda era innviðimir, t.d. bankakerfið og atvinnuástand í strjál- býli, ekki ýkja sterkir. Lengi vel var því haldið ffam að þessar hagvaxtartölur væra tölfræðifolsun. Þessi gríðarlegi vöxtur á sér þó fordæmi hjá ríkjum sem hafa farið í gegnum umbreytingarskeið til þess nálg- ast nútímahagstjóm, frjáls viðskipti og kapítalisma. Hagvöxtur í Kína á mann á kaupmáttarkvarðaffá 1978 til 2004varum 370%, sem er um 6,1% á ári. Hagvöxtur á mann í Japan ffá 1950 til 1973 var um 460%, eða 8,2%áári, oghagvöxturámann í Suður-Kóreu jókst um 680% á áranum ffá 1962 til 1990, eða um 7,6% á ári. Svona ör hagvöxtur þróunarríkja er stundum kallaður „catch-up“-áhrif á ensku, sem hljómareins og „ketchup" eða tómatsósa, og það er kannski sósan sem lýsir þessu best. í fyrstu kemur ekkert úr tómatsósuflöskunni sama hvað slegið er á botn hennar en svo allt í einu kemur öll sósan úr flöskunni í einu. Þannig virðist þetta einnig ganga fyrir sig með hagkerfi. Þetta er einungis tímabundinn vöxtur sem stendurá meðan mestabilið erbrúað. Kína virðist eiga enn nokkuð í pokahorninu samkvæmt tómatsósuhagfræðinni þar sem landsffamleiðsla á mann í Kína er einungis einn sjötti af landsframleiðslu á mann í Bandaríkjunum. Til samanburðar má geta þess að landsfr amleiðsla á mann í Japan var einn fimmti af landsff amleiðslu á mann í Bandaríkjunum árið 1950. Það sem enn fremur ýtir undir kenningar um að Kína eigi enn eftir að vaxa úr grasi er hin gríðarlega fjárfesting sem á sér stað í landinu en hún var komin yfir 40% af landsframleiðslu en águllaldartímabilum Japans og Suður-Kóreu var fjárfestingar- hlutfallið um 30% af landsffamleiðslu. Það erþess vegna ekki að undra að ekkert land sópar til sín meira af erlendri fjárfestingu um þessar mundir en Kína en þar eiga íslendingar lítið sem ekkert af kökunni. Tækifæri og ógnanir Arið 2002 fluttu Islendingar inn fimm sinnum meira af kínverskum vöram en þeir fluttu út til Kína, árið 2003 var það sex sinnum meira og á síðasta ári var innflutningurinn níu sinnum meiri en útflutningurinn til Kína. Innflutningur frá Kína er þó einungis 3^4% af heildarinn- flutningi áþessum áram og útflutningurtil Kína er um 0,6-0,7% afheildarútflutningi íslendinga. Fjárfestingaríslendinga í Kína hafa enn sem komið er verið afar litlar. Ólíklegt er annað en að viðskipti við Kína eigieftiraðaukasttalsvertákomandiárum ef heimsókn forseta Islands er einhver fyrirboði. Evrópusambandið og Bandaríkin sjá Kínavektorinn sem mikla ógnun um þessar mundir og ljóst er að fiskeldi í Kína getur haft veruleg áhrif á fiskverð á alþjóðamörkuðum og þar af leiðandi haft veraleg áhrif hér á landi. Engu að síður era tækifærin fyrir íslendinga í sam- bandi við Kínavektorinn miklu fleiri en ógnanimar. Hagvöxtur í Kína, Bandaríkjunum, Evrulandi og heiminum frá 1987 ti! 2006 (spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins) 12% 4hans sýna að utanríkisversP un íslendinga gæti aukist um 60% við inngöngu Ís- lands í ESB. 1 Íslendingar era í auknum mæli famirað skoða Kína sem land tækifæranna, enda af nógu að taka. 2 Jack Welch hefur skrifað stjómunarbókina sem beð- ið var eftirmeð óþreyju, þar er að finna ýmis heilræði. 3 Þórarinn G. Pétursson íjall- ar um EMU og ESB og áhrif þeirra á utanríkisverslun Islendinga. Utreikningar

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.