Vísbending


Vísbending - 20.05.2005, Blaðsíða 2

Vísbending - 20.05.2005, Blaðsíða 2
V ISBENDING Leiðtoginn Jack Jack Welch, íyrrverandi framkvæmda- stjóri General Electric, hefurloksins skrifað s tj ó rn u n a r b ó k i n a /í d .s/gra ( e. Winning) sem beðið hefur verið eftir með eftirvæntingu. Bókin hefur selst vel, þó ekki eins og heitar lummur þrátt fyrir að haft sé eftir Warren Buffett á forsíðunni: „Það verður aldrei þörf fyrir aðra stjóm- unarbók.“ Satt að segja er eins og ár og öld sé síðan Jack Welch var á toppi viðskiptalífsins í meira en áratug, allt fram til ársins 2001. Bókin er ágæt þó að hún geti aldrei staðið undir væntingum og sé langt í frá að vera besta stjórnunarbók sem skrifuð hefur verið. Það er þó ekki þar með sagt að í bókinni sé ekki að finna mörg ágæt heilræði. Leiðtoginn Enginn vafi leikuráþvíaðJackWelch er frægasti framkvæmdastjóri á seinni hluta tuttugustu aldarinnar. Hann var iðulega valinn virtasti framkvæmda- stjóri Bandaríkjanna af öðrum fram- kvæmdastjórum á tíunda áratuginum og var í miklu uppáhaldi hjá ritstjórum viðskiptablaða og -tímarita (eins og frægt er orðið þá var hann í meira uppáhaldi hj á ri tstj óra Harvard Business Review en flestum öðrum). Arangur hans er einnig óumdeilanlegur. Þess vegna er áhuga- vert að heyra um skoðanir hans á því að hverju leiðtogar eiga að einbeita sér. í bók sinni Að sigra telur hann upp átta þumalfingursreglur um hvað leiðtogi á að gera. Þær eru eftirfarandi: 1. Leiðtogar eiga stöðugt að byggja upp teymiðognotahverttækifæri til aðmeta, þjálfa og byggja upp sjálfstraust þess. 2. Leiðtogar eiga að tryggja að fólk sjái ekki einungis tilganginn heldur lifi og hrærist samkvæmt honum. 3. Leiðtogar verða að ná til allra með jákvæðri orku og bjartsýni. 4. Leiðtogar verða að skapa traust með hreinskilni, gegnsæi og endurgjöf. 5. Leiðtogar verða að hafa hugrekki til að takaóvinsælarákvarðanirogákvarðanir byggðar á tilfinningu. 6. Leiðtogar eiga að spyrja leitandi spurn- inga af forvitni sem jaðra við vantrú og tryggja að brugðist sé við spumingum þeirra með aðgerðum. 7. Leiðtogar eiga að hvetja til áhættusækni og þekkingarleitar með eigin fordæmi. 8. Leiðtogar eiga að fagna árangri. Þetta eru ágætar reglur. Welch segir jafnframt að stjórnendur geti verið mjög mismunandi týpur, sumir hljóðlátir, aðrir hoppandi orkuboltar, sumirbyggi á vísinda- legri greiningartækni, aðrir á tilfinningum, sumir séu harðir naglar en aðrir mjúkir og skilningsríkir. Allir geti þeir þó verið fyrirmyndarleiðtogar. Welch sjálfur, eftir þvi sem má lesa um hann, er orkubolti sem gerir gríðarlegar kröfur til annarra og er tilbúinn að taka áhættu ef honum finnst það rétt. Þetta gæti líka verið lýsing á hinum týpíska íslenska leiðtoga. Fólkið ykillinn að því að sigra er að ráða rétta fólkið í réttu stöðurnar. Welch notar þrjá mælikvarða þegar hann metur hvern hann á að velja til þess að taka tiltekna stöðu. I fyrsta lagi nefnir hann heiðar- leika, þ.e. að fólk taki ábyrgð á gjörðum sínum og leiti umbóta, viðurkenni mistök sín og spili leikinn eftir settum reglum. I öðru lagi telur hann að til komi gáfnafar, þ.e. fólk með viðamikla þekkingu og forvitni á tilverunni og jafnframt hæfni til að stjórna öðrum við erfiðar aðstæður. í þriðja lagi nefnir Welch þroska, þ.e. að fólk geti tekið á vandamálum, von- brigðum og stressi og jafnframt notið sigranna með öðrum. Þroskað fólk hefur sjálfstraust en er ekki hrokafullt. Eitt er að finna rétta fólkið, annað er að stjóma því svo að samstarfið verði árangursríkt. Welch segist styðjast við reynslu í þessum efnum frekar en það sem hefur verið skrifað af lærðum mönnum eða er kennt á námskeiðum. Hann nefnir sex atriði sem skipta sköpum um hvernig á að stjórna fólki: 1. Gerðu stöðu mannauðsstjóra að mikil- vægari og valdamikilli stöðui íyrirtækinu og vertu viss um að fólkið í þessari stöðu hafi hæfileika til að hjálpa stjómendum við að búa til leiðtoga og veita fólki frama. Bestu mannauðsstjórarnir eru prestar og foreldrar í sama pakkanum. 2. Notaðu nákvæmar aðferðir sem eru lausar við skriffinnsku til að meta árangur og fylgjast með heiðarleika. 3. Búðu til skil virkt kerfi ti 1 að hvetj a starfs- menn og halda þeim, m.ö.o. peninga, viðurkenningar og þjálfun. 4. Taktu á „hlöðnum" samböndum, eins og við verkalýðsfélög, stjömur, fallandi stjömur og tmflara. 5. Berstu viðþyngdaraflið, í staðþessað líta á 70% af starfsfólkinu eins og eitthvað sjálfsagt þá skaltu gera það að hjarta og sál íyrirtækisins. 6. Gerðu skipuritið eins flatt og mögulegt er með augljósa ábyrgð og skýr tengsl á milli starfsmanna. Flestir af þessum þáttum segja allt sem segja þarf nema kannski liður fjögur. Það er mikilvægt að taka á samböndum af hreinskilni og með ákveðnum aðgerðum í stað þess að láta illan anda þrífast. Það getur t.d. verið hættulegt að klappa stjöm- unum of mikið lof í lófa þar sem þær fara þá að telja sig ómissandi og það getur verið hættulegt að láta fallandi stjömur sökkva í sæ þunglyndis þar sem þær taka aðra með sér, það er mikilvægt að reyna að virkja þær á ný með þjálfun og hvatningu. Það em alltaf til ákveðnir einstaklingar sem gera lítið annað en að tmfla aðra og skapa i I lindi, jafnvel þó að þeir séu ágætir í eigin starfi. Welch telur nauðsynlegt að taka tmflarana á teppið og ef þeir breytast ekki að láta þá taka poka sinn þar sem þeir em eitumöðrur fyrir samstarfið í fýrirtækinu. Skilvirkt endunnatskerfi starfsfólks ætti að geta dregið fram slík mál sem þarf að taka fyrir en þá er mikilvægt að hafa þau nægilega einföld og markviss til þess að þau geri eitthvert gagn. Flest iýrirtæki hafa tilgangslaus endurmatskerfi, eins og Welch segir: „sem erekki einungis slæmt - heldur hræðilegt!" Stefnumótunin að er ekki hægt að fjalla um bók Welch án þess að koma inn á stefnu- mótun. Welch hefur sennilega haft einna mest áhrif á stefnumótun lýrirtækja af þeim stjómendum sem vora og hétu á tíunda áratuginum. Ráð hans er einfalt: „Gleymdu hinuni torvelda og vitsmuna- lega leik að bryðja tölur og mylja upp- lýsingar sem gúrúarnir segja að sé nauðsynlegur til þess að steftiumótunin verði rétt. Gleymdu öllum sviðsmyndum, áralöngum rannsóknum og hundrað síðna skýrslum. Þær eru tímafrekar og dýrar og þú þarft einfaldlega ekki á þeim að halda. I raunvemleikanum liggur stefnumótun mjög beint við. Þú velur ákveðna stefnu og framkvæmir hana eins og þú ættir lífið að leysa.“ Það er að mörgu leyti rétt hjá Welch að búið er að flækja einfalt ferli allt of mikið í flestum tilvikum. Oft er talnaleikurinn og rannsóknimar lítið ann- að en útúrsnúningur frá því sem skiptir í raun máli, því að taka ákvörðun um hvað reksturinn og fyrirtækið á að snúast um. Staðreyndin er sú að stefnumótun fyr- irtækjaeroftekkinijögvísindalegheldur öllu frekar hugboð eða tilfinning þegar öll kurl em komin til grafar. Það er hins vegar varhugavert að ganga til leiks án þess að vinna þá bakvinnu sem nærmynd og fjærmynd getur gefið af þeirri (Framhald á síðu 4) 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.