Vísbending


Vísbending - 19.08.2005, Qupperneq 2

Vísbending - 19.08.2005, Qupperneq 2
ISBENDING Með kynlíf á heilanum Menn eru pervertar. Ekki bara karlmenn heldur mannkynið eins og það leggur sig. Kynlíf spilar ótrúlega mikla rullu í lífi fólks, bæðikvennaog karla. Sum ir virðast vera með kynlíf á heilanum. Það kemur þess vegna ekki á óvart að önnur hver auglýs- ing hefur kynlíf sem undirtón. Kynlíf og erótík selur næstum hvað sem er þó að tengsl milli þess og þeirrar vöru og þjónustu sem verið er að selja séu oft æði langsótt. En fátt virðist vekja áhuga fólks meira en tilvísanir í gleðilega næturleiki og gjöfult samband karls og konu, þó að kynjahlutverkin skipti ekki öllu máli leng- ur. Fyrir auglýsendur er þetta eins og að tæla með ostinum glorhungraða músina sem fellur í gildruna í hvert sinn. r I dýraríkinu Fólk ájafnan erfitt með að kyngja því að mannkynið ereinungis ein af mörgum dýrategundumjarðarinnar.Nánar tiltekið þá er maðurinn ein tegund af4.300 spen- dýrategundum sem búaájörðinni. Mann- kynið hefúr þó þá sérstöðu að hafa byggt sér bú um næstum alla króka og kima jarðarinnar og hafa tekið upp hlutverk meistarans og meira og minna eignað sér jörðina.Maðurinnhefúrlíkaeiginleikasem önnur dýr hafa ekki, eins og nota háþróuð verkfæri og búa við flókið samskipta- og samfélagsmynstur. En mannkynið er engu að síður eitt af dýrum jarðarinnar og maðurinn er í raun náskyldur sumum öðrum dýrum ef hafl er í huga að það er einungis 2,3% munur á genauppbygg- ingu mannsins og górillunnar, sem er sú tegund sem er okkur násky Idust. Maðurinn á þar af leiðandi mjög margt sameiginlegt með öðrum spendýrum og þess vegna eru dýrafræðingar oft betur fallnir til þess að útskýra hegðun mannsins út frá þekkingu þeirra á öðrum dýrum en sálfræðingar, þó að þeir síðamefndu hafi fýrir margt löngu áttað sig á drifkrafti kynlífsins. Þrátt fyrir ágætiþarfapýramídaMaslowsvirðistþörf- in fyrir fæðu og þörfin fyrir að fjölga sér leika lykilhlutverk í hegðun bæði ntanna og dýra. En það útskýrir ekki af hverju mannfólkið er svona miklir pervertar. Pervertamir ared Diamond bendir á hversu kynlíf mannsins er að mörgu leyti skrýtið í samanburði við önnurspendýrájörðinni í bókinni WhyisSexFun? Þaðsemtelstvera norm í mannheimum þætti mjög skrýtið hjá öðmm spendýraflokkum. Diamond nefnir sex atriði: - Flestir karlar og konur í flestum sam- félögum mannkynsins enda í langtímasam- bandi (hjúskap) sem aðrir í samfélaginu sjá sem samning um sameiginlega ábyrgð. Parið stundarkynlífreglulegaog aðallega, ef ekki eingöngu, hvort með öðru. - Auk þess að vera kynlífssamband er hjúskapur samvinna um að ala upp börn. Karlar sinna bömum sínum ásamt konum í sameiginlegu foreldrahlutverki. - Jafnvel þó að karl og kona taki hönd- um saman sem par þá búa þau ekki á afmörkuðu svæði þar sem þau verjast utanaðkomandi áreiti heldur vinna sam- an efnahagslega með öðrum pörum á sameiginlegu svæði. - Par stundar venjulega ástarleiki í ffiðhelgi frekar en að láta sér fátt um finnast um nálægð annarra. - Egglos kvenna fer leynt, þ.e. það er erfitt fyrir karlmann að sjá á konu hvenær hún er frjó og hún veit það jafnan ekki sjálf nema með mælingum og tölfræðilegum útreikningi. Konur eru viljugar til ástar- leikja flestum stundum tíðahringsins, sem þýðir að mest af kynlífinu á sér stað utan þess tíma sem ffjóvgun er möguleg. Með öðrumorðum.kynlíferfremurskemmtun en til bameigna. - Allar konur sem ná fertugs- til fimm- tugsaldri fara í gegnum breytingaskeið sem útilokar fleiri bameignir. Karlmenn fara venjulega ekki í gegnum sama ferli og geta verið frjóir langt fram eftir aldri og bara nokkuð sprækir með hjálp lyfja- vísindanna. Að hitta í mark lestar kenningar um kynlífshegðun mannsins bendatil þess að tengsl séu á milli þess að egglosið fer leynt, stöðugrar þarfar fyrir kynlíf og ábyrgðar á börnum. Hjá flestum öðrum dýrategundum er tími eggloss kvendýrsins augljóst með áberandi líkamseinkennum, lykt eða at- ferli, og karldýrið kemur þá eins og kallað. Þess á milli er hins vegar lítil þörf fyrir kynlíf enda getur það ekki borið ávöxt öðrumstundum. Kynlífhefurþanntilgang að búa til afkvæmi svo að genin erfist. Þar sem egglosið er ekki eins augljóst hjá manninum er karldýrið hins vegar í meiri vafa um hvenær það getur sáð í frjóan jarðveginn og þar af leiðandi er karlinn ávalltreiðubúinn. Ymsartilgáturerutilum af h verj u þetta hefur þróast svona. Þar sem markmið karlsins er að tryggja genunum sínum farvegþá hefur hann neyðst til þess að vera lengur með konunni en karldýr annarra tegunda t i I að tryggj a annars vegar að getnaður ætti sér stað og hins vegar að enginn annar karl kæmist að með sín gen. Diamond leggur áherslu á að í þróun mannapans hafi þetta gerst með þeim hætti að kvendýrið hafi þurft að tryggja öryggi afkvæmis síns og þess vegna leikið við marga karla svo að þeir myndu ekki skaða afkvæmið þar sem þeir væru ekki vissir um hvort það væri þeirra og sumir hjálpa jafnvel til við að fæða það. Þróunin gerði svo kvendýrinu kleift að velja sér karl og neyða hann til þess að taka aukna ábyrgð. Sennilega hefur það einnig áhrif að böm mannfólksins þurfa talsverða umönnun til lengri tíma sem gerir það að verkum að tiltölulega langt samband karls og konu er nauðsynlegt. Þessi skrýtnakynlífshegðun mannsins, að vera stöðugt í ástarleikjum og gera það í einrúmi, er þar af leiðandi þáttur í þróun langtímasambands karla og kvenna. Makaval rátt fyrir þetta er erfitt að sjá tengsl- in á milli þróunarkenninga og þess hvemig kynlíf er orðið eins konar sport og skemmtun í nútímaþj óðfélagi en þróun- arkenningamar auðvelda engu að síður að skilja af hverju þessi þörf er fyrir kynlíf öllum stundum. Leitin að góðum genum og heilbrigðum afkvæmum virðisteinnigráða ansi miklu um makaval þar sem ákveðnir líkamshlutar vekja meiri áhuga en aðrir. Það skemmtilega við nútímasamfélag er að þrátt fyrir alla þekkingu og skynsemi mannsins hafa rannsóknir sýnt að þættir eins og andlitsgerð, lykt, háralitur, skegg ogbrjóstastærð ráða meira um makaval en hversu liklegur verðandi maki ertil þess að skapa parinu og afkvæmum þess gæfuríka framtíð. Fólk er líklegt til þess að velja maka sem hefur svipaða andlitsdrætti og það sjálft en sem lyktar hins vegar af ólíku ónæmiskerfi svo að afkvæmið geti notið kosta beggja ónæmiskerfanna. Það sem gerist svo í kjölfarið og kemur fram sem losti og ást má útskýra með hormónafræði. En þá er náttúrulega verið að skemma gleðina með of mikilli vísindahyggju. Fastur í gildrunni essi eilífa og óstöðvandi kynlífsþörf mannkynsins er mjög heppileg fyrir auglýsendur sem geta alltaf nýtt sér þenn- an hvata svo framarlega sem allir nota hann ekki. Skilningur á manninum sem dýrategund útskýrir af hverju kynlífsund- irtónar í boðskap auglýsinga vekja áhuga „skynsömustu" dýrategund jarðarinnar. Það þýðir hins vegar ekki að hundurinn á heimilinu falli í sömu gildruna. 2

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.