Vísbending


Vísbending - 07.10.2005, Blaðsíða 2

Vísbending - 07.10.2005, Blaðsíða 2
ISBENDING I bylgju viðskiptahneyksla | éttarhöldyfirstjórnendumítalska 1-^ matvælafyrirtækisins Parmalats XJiófust í lok september. Parmalat- hneykslið, sem komst í blöðin árið 2003, hefur verið kallað hið evrópska Enron- hneyksli, en það er hneykslið sem skók Bandaríkin árið 2001. Hneykslisbylgj- an í Bandaríkjunum var öllu meiri en í Evrópu, með öðrum stórum hneykslis- málum fyrirtækja eins og WorldCom, Tyco, Adelphia og fl. Engu að síður hafa mörg Evrópulönd átt sín hneykslis- mál á síðustu misserum og hér á landi hafa grænmetis- og olíumálið og nú Baugsmálið vakið mesta athygli þó að þau séu að vissu leyti af öðrum toga, þ.e. samkeppnismál, en hin bandarísku og álitamál sé hvort Baugsmálið sé annað en stormur í vatnsglasi. Það sem vekur óneitanlega upp spurningar er af hverju öll þessi hneykslismál koma upp í byrjun nýrrar aldar með hliðsjón af því að lítið fréttist af slíkum málum á síðasta áratug tuttugustu aldarinnar. ' Verðbóluskýringar Ymsum tilgátum hefur verið kastað framum afhverju öll þessi viðskipta- hneyksli hafa komið upp í byrjun aldarinn- ar. Greenspan-frasinn smitandi grœðgi hefur oft verið látinn nægja sem svar þó að ekki sé alveg Ijóst hvað felst í honum. Einnig hefúr versnandi siðferði í viðskipt- um verið um kennt, með þeim afleiðing- um að nú er allt í einu siðferðiskúrs á næstum öllum M.B.A.-námskrám. Þessi hugtök hljóma sem sennilegar skýringar en það er erfitt að sannreyna h vort eitthvað sé til í þessum tilgátum öðruvlsi en að tína til dæmi héðan og þaðan. Á hinn bóginn hefur sú skýring verið gefin að þessi hneyksl ismál séu dæmi um n o k k u r skemmd epli frekar en að þau séu toppurinn á ísjakanum, þau séu dæmi um nokkra illa þokkaða stjómendur og siðblindar stjómir fyrirtækja. Ymislegt, eins og það að skrá væntanlegar tekjur sem raunverulegar tekjur, það að plata íjárfesta til að kaupa á röngum forsend- um o.fl., hefur þó komið fram í þessum hneykslismálum sem virðast bera vitni um býsna algenga sviksemi frekar en að einungis fáeinir bregði á slík ráð. Náskyld skýring er að í kjölfar verðbólu leiti almenningur, fjárfestar og stjómvöld eftir blórabögglum og skýring- um átapi sínuogheimti bætur. Hugsanlega er eitthvað til í því en það breytir því ekki að augljós brot hafa átt sér stað. Kenneth Lay, stjómarformaður Enron, taldi t.d. að um pólitískar ofsóknir væri að ræða, sem em vamarviðbrögð sem virðast enn vera notuð með talsverðum árangri. Warren Buffett, ríkasti fjárfestir heims, orðaði það svo skemmtilega einhvem tímann þegar hann talaði um þessi hneykslismál í Bandaríkjunum að það kæmi ekki í Ijós hverjir syntu berrassaðir fýrr en flóð breyttist í ljöm. Það lýsir hugsanlega ágætlega af hverju þessi hneykslismál komu upp í kjölfar verðhruns á verðbréfamörkuðum. Með verðbóluskýringum er að vissu leyti gefið í skyn að lítið sé hægt að gera við þessum svikum, þau séu hluti af mannlegu eðli sem brýst fram þegar freistingarnar eru of miklar. Engu að síður eru þessar verðbóluskýringar ekki fullnægjandi þar sem þær segja Htið um af hverju og hvernig svikin gátu átt sér stað. Það ernauðsynlegt að auka skilning á því þar sem oft er sagt með sanni að þeir sem skilja ekki söguna séu dæmdir til að endurtaka hana. r Itarlegri skýringar Merkilegur fræðimaður að nafni John C. Coffee Jr. skrifaði grein, „What Caused Enron? A Capsule Social and Economic History of the 1990“, í Cornell Law Review á síðasta ári þar sem hann fjallaði um aðrar skýringar en verðbóluskýringarnar. Coffee dregur fram þrjár áhugaverðar skýringar en þær mætt\ka\\ahliðvarða-skýringuna,umbun- ar-skýringnna og hjarðar-skýringuna. Þessar þrjár skýringar tengja ábyrgðina hver við sinn aðilann, þ.e. hliðverði, stjórnendur og fjárfesta. Þeir sem hafa það að atvinnu að „tryggja“ sannleiksgildi upplýsinga fyrir fjárfesta em kallaðir hliðverðir (vamaglar væri skemmtilegra orð). Þetta eru t.d. endurskoðendursem skrifa undirársreikn- inga, lánafyrirtæki sem gefa upplýsingar um lánstraust, verðbréfaráðgjafar sem gefa upplýsingarum verðmæti fyrirtækja og bankar sem gefa t.d. grænt ljós á fjár- festingar. Einnig er hægt að líta á aðra sem leggja mannorð sitt og orðspor að veði til að „tryggja" mat á fyrirtækjum og upplýsingum sem hliðverði. Á tíunda áratuginum virðast vinnubrögð þessara hliðvarða hafa sífellt orðið óvandaðri. Málsóknir gegn endurskoðunarfyr- irtækjum og verðbréfaráðgjöfum leiddu það í ljós þegar leið á áratuginn. Tvennt virðist hafa ýtt undir þetta að mati Cofif- ees, annars vegar minni skrififinnska og sveigjanlegri lagarammi en áður og hins vegar aukin tenging umbunar við árang- ur. Ráðleggingar verðbréfaráðgjafa að „kaupa“ íyrirtæki, sem ættu í raun að hafa „sölu“-stimpil, í viðskiptum við ijárfestingarfyrirtækið sem þeir vinna hjá er dæmi unt þessa tengingu. Áhersla endurskoðunarfyrirtækja á stjórnunar- ráðgjöf virðist einnig hafa leitt til þess að „slakað“ hefur verið á kröfum um góð reikningsskil. Stjórnendur virðast einnig hafa haft vaxandi áhuga á að „blekkja" eða „múta“ hliðvörðunum þegar leið á tíunda áratug- inn. Aukin tenging umbunar við árang- ur fyrirtækja getur skýrt þessa hegðun. Á tíunda áratuginum urðu framvirkir hlutabréfasamningar sífellt stærri hluti af umbun stjómenda og reyndar vom þeir orðnir bróðurpartur umbunar stjómenda í lok þess áratugar. Þessi tenging umbun- ar við árangur hefur hvatt stjórnendur til að blása upp afkomu fyrirtækja með öllum tiltækum ráðum, sem sum hver eru ólögleg. Cofifee bendir þó á að það séu ekki samningarnir sem slíkir sem em vandamálið heldur sveigjanleiki þeirra og möguleiki stjómenda til að „stinga af“ með gróðann. Þriðja skýringin varðar hegðun ijárfesta, af hverju þeir horfa fram hjá viðvörunum sem eru þó lil staðar og kjósa að fylgja fjöldanum og hengja sig á bóluna frekar en að taka sjálfstæða, en hugsanlega ranga, ákvörðun. Þetta er kjami kenninga um hjarðhegðun en margir virðast vera tilbúnir að samþykkj a vitleysuna ef allir aðrir eru einnig tilbúnir til þess og skynsemin grundvallast þá stundum á hentistefnu frekar en víðsýni. Nákvæmar skýringar á þessari hegðun eru þó vandfúndnar en afleiðingin virðist vera sú að ijárfestar ákveða að láta viðvaranir sem um vind um eyru þjóta frekar en að leggja við hlustir. Afleiðingin er sú að þeir gera sig þar af leiðandi oft að „meira- fífli“, þ.e. þeir eru síðastir til að kaupa hlutabréf á uppsprengdu verði, þegarþeir ættu að vita betur. Jafnvel sjóðsstjórar fjárfestingarsjóða falla í sömu gildruna þó að önnur lögmál ættu að gilda um þá en flesta aðra þar sem þeir eru sérfræðingar með annarra manna fé í umsjá sinni. Taugarnar Skýringar Coffees gefa góða mynd af því sem leiddi til þess að alda hneykslismála kom upp í viðskipta- lífinu í byrjun nýrrar aldar þar sem smitandi grœðgi er hugsanlega ágætur samnefnari. Umræða um þessar skýring- ar hlýtur einnig að vera tímabær í ljósi þess að hugsanlega hefur íslenskt (Framhald á síðu 4) 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.