Vísbending


Vísbending - 07.10.2005, Blaðsíða 3

Vísbending - 07.10.2005, Blaðsíða 3
ISBENDING Bað einhver um aukinn ójöfnuð? Þorvaldur Gylfason prófessor Isvari fjármálaráðherra við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar alþingismanns á Alþingi fyrir nokkru kom fram, að ójöfnuður á Islandi hefur aukizttil mikilla muna undangengin ár. Tölunum, sem fjármálaráðherra birti með svari sínu, er lýstámynd 1. ÞarersýndurGini-stuðull, sem svo er nefndur, en hann er viðtekinn mælikvarði á jöi'nuð í skiptingu tekna milli manna. Aður en við leggjum mat á tölurnar á mynd 1, þurfum við fyrst að kynnast kvarðanum, svo að ekkert fari á milli mála. Gini-stuðullinn Corrado Gini (1884-1965) var ítali og birti um sína daga meira en 70 bækur og 700 ritgerðir um ýmsar hliðar mannvísinda og er nú einkum þekktur af stuðlinum, sem við hann er kenndur. Stuðullinn er reiknaður úr gögnum um tekjur manna, yfirleitt skv. skattframtali, og tekur í minnsta lagi gildið 0, ef allir hafa sömu tekjur (fullkominn jöfnuður), ogí mestalagi 100,efallarþjóðartekjurn- ar falla einum manni í skaut (fullkominn ójöfnuður). Ef horft er til heimsins alls, nær Gini-smðullinn frá tæplega 25 í Dan- mörku, þar sem tekjuskiptingin er nú jöfnust, upp í tæplega 71 í Namibíu, þar sem hún er nú ójöfnust. Simbabve, Síle, Suður-Afríka og Brasilía eru meðal þeirra landa, þar sem ójöfnuður í tekjuskiptingu ermestur: Gini-stuðullinn í þessum lönd- um leikur á bilinu 57 til 59. Alþjóðlegur samanburður á Gini- stuðlumerm.a. þeim vandkvæðum bund- inn, að sums staðar lýsir hann skiptingu tekna milli manna án tillits til jöfnun- aráhrifa skatta og almannatrygginga og annars staðar lýsir hann skiptingu ráðstöfunartekna eða neyzlu, svo að jöfn- unaráhrif skatta og almannatrygginga eru þá tekin með í reikninginn. Alþjóða- bankinn og aðrar alþjóðastofnanir reyna eftir föngum að samræma tölurnar og gera þær samanburðarhæfar milli landa og reyna jafnframt með tímanum að afla tekjuskiptingartalna um fleiri og fleiri lönd. Upplýsingar um tekjuskiptingu um heiminn hafa þvi tekið talsverðum framförum undangengin ár. Island er nú eina landið á OECD-svæðinu auk Lúxemborgar, sem hirðir ekki um að halda til haga tölum um tekjuskiptingu og telj a þær fram í skýrslur alþj óðastofnana. Þetta er ekki nýtt háttalag: tölum um búverndarkostnað hér heima var haldið frá OECD árum saman, þar til stjómvöld töldu sig ekki lengur geta staðið gegn góðfúslegum áskorunum um að birta þær. Það væri nógu slæmt að liggja á Gini-stuðlunum, ef allt væri með kyrr- um kjörum, en það er afleitt að geyma svo mikilvægar staðtölur bak við luktar dyr í ljósi þess, að tiltækar upplýsingar um tekjur manna sýna stóraukinn ójöfn- uð síðustu ár — meiri og skyndilegri aukningu ójafnaðar en dæmi eru unt frá nálægum löndum. Umskipti síðan 1995 Skoðum nú tölumar á mynd 1. Þær eiga við ráðstöfunartekjur hjóna og sambýlisfólks með fjánnagnstekjum skv. skattframtali ásamt barna- og vaxtabót- um að frádregnum tekju-, eignar- og fjár- magnstekjuskatti. Hér eru jöfnunaráhrif skattlagningar og almannatrygginga því tekin með í reikninginn. Talan fyrir2004 er reiknuð með sömu aðferð og fyrri tölur fjármálaráðuneytisins. Myndin sýnir, að Gini-stuðullinn hefur hækkað um eitt stig á ári að jafnaði síðan 1995 og vel það. Gini-stuðullinn hefur því hækkað um tíu stig - það gerir helmingshækkun! - á aðeinsníu ámm. Mérerekki kunnugtum, að svoskyndilegumskipti í tekjuskiptingu hafi nokkum tímann átt sér stað í nálægum löndum. Tíu stiga munur á Gini-stuðlum milli landa svarartil munarinsájöfnuði í tekjuskiptingu íNoregi og Bretlandi (sjá mynd 2). Það yrðu væntanlega uppi fótur og fit í Noregi, ef tekjuskiptingin þar í landi hefði á tæpum áratug færzt í sama horf og á Bretlandi, án þess að frá því væri greint á áberandi stað í opinberum hagskýrslum. Það bregður gagnlegri birtu á Gini- stuðlanaámyndum 1 og 2 að bera þá sam- an við annan grófari, auðreiknaníegri og auðskiljanlegri kvarða á tekjuskiptingu milli manna, 20/20-hlutfallið. Með því er átt við tekjuhlutfall ríkasta og fátækasta fimmtungsmannfjöldans. Ef20/20-hlut- fallið er þrír, sem felur í sér þrefaldan mun á tekjum ríkasta og fátækasta fiinmt- ungsmannl]öldans,þá erGini-stuðullinn 25 eins og i Danmörku, Japan, Belgíu, Svíþjóð ogNoregi. Ef20/20-hlutfallið er fjórir, sem þýðirljórfaldan mun á tekjum ríkasta og fátækasta finuntungsins, þá er Gini-stuðullinn 30 líkt og í Þýzkalandi, Austurríki, Islandi, Hollandi og Kóreu. Sé 20/20-hlutfallið sex, sem þýðir sexfaldan mun á tekjum ríkasta og fátækasta fimmt- ungsins, þá er Gini-stuðullinn 35 líkt og í Ástralíu, Grikklandi, írlandi, Italíu og Bretlandi. Og sé 20/20-hlutfallið átta, sem þýðir áttfaldan mun á tekjum rík- (Framhald á síðu 4) c Mynd 1. Island: Gini-stuóull 1995-2004 Mynd 2. OECD-lönd: Gini-stuðlar (Nýjustu tölur, ýmis ár 1990-2000) 45 -r 32 30 28 40 35 30 25 20 jÉCroOt-o-ois'O- tra=.ð^cr4cc|ii llff -> CO > 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 8 S z il .y = £'< •ro ro ro > ro ro “ — *: <0 ■>= 2 Æ ■ l -S £ ro -q — ro — O) ^ co o c i tr ro ro o "O S 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.