Vísbending


Vísbending - 09.12.2005, Síða 2

Vísbending - 09.12.2005, Síða 2
ISBENDING ísland á toppnum... í landbúnaðarstyrkjum Ólafur Klemensson hagfræðingur Imörgu erum við Islendingarframarlega ogsums staðarátoppnum. í nýútkominni skýrslu frá OECD um landbúnaðarstuðn- ingaðildarlandanna kemurfram að Islend- ingarerumethafarnir áseinastaári.1 Engin þjóð innan OECD styrkir sinn landbúnað meira en við íslendingar. Sama vandamálið Ságamli atvinnuvegur, landbúnaðurinn, var lengst af meginundirstaðan í ís- lensku efnahagslífi. Sú breyting varð á, með mismunandi hröðum skrefum alla seinustu öld, að mikil vægi landbúnaðarins hefur stöðugt dregist saman. Ekki verður fjallað um þá þróun hér en bent á að hlut- deild landbúnaðar í VLF er nú aðeins um 1,5% (2003). Fyrir ekki mörgurn árum var umræða um landbúnaðarmálin og þá alveg sérstaklega um styrki til grein- arinnar á hvers manns vörum. Svo er ekki nú þrátt fyrir að lítið hafi breyst varðandi styrkja- og stuðningskerfi land- búnaðarins. Meira er þó rætt um hátt verðlagáíslenskum landbúnaðarafurðum ogumdapraafkomubænda. Allterþetta þó í raun sama málið, áhrif opinberrar landbúnaðarstefnu, skipulag og innviðir Iandbúnaðarins. Skaðlegt styrkjakerfi Nú er það svo að engin atvinnugrein í heiminum nýtur meiri opinbers stuðnings og styrkja en landbúnaður. Talið er að stuðningur til landbúnaðar í OECD löndum hafi numið a.m.k. 378 milljörðum Bandaríkjadalaáseinastaári.2 Reiknaóur framleiðslustuðningur PSE Þessi stuðningur er miklu meiri, bæði hlutfallslega mælt og í upphæðum talið, en aðraratvinnugreinarnjóta. Til saman- burðar nam stuðningur við flutninga- starfsemi um 40 milljörðum dala árið 2001 og stuðningur við sjávarútveg um 6 milljörðum dala.3 Það hefur lengi verið keppikefli alþjóðastofnana eins og OECD og IMF að draga úr þessum stuðningi vegna þeirra skaðlegu áhrifa sem slíkur stuðningur hefur á efnahags- framvinduna. Astæðurnar En af hverju er opinber stuðningur við landbúnaðinn skaðlegur? Slíkur stuðningur kemur í veg fyrir eða hindrar hagkvæma ráðstöfun framleiðsluþátta, veldur viðskiptabjögun (e. trate distor- tion) og brenglar markaðsverðmyndun, hindrar samkeppni milli landa og milli innlendra atvinnugreina og hindrar alþjóðaverslun með matvæli og land- búnaðarvörur. Þá leiðir stuðningur við landbúnaðarframleiðslu oft til þess að verð landbúnaðarafurða er hærra en ella og kemur þannig niður á efnalitlum neytendum. Oft er nefnd sú ástæða fyrir miklum stuðningi við landbúnaðinn að nauðsyn sé á að bæta kjör lakar settra bænda. Reyndin er hins vegar sú að land- búnaðarstyrkir eru að langmestu leyti framleiðslutengdir sem veldur því að það eru stórbændur sem hagnast mest á styrkjunum. Þá er í vaxandi mæli bent á að mikill landbúnaðarstuðningur iðn- væddra landa kemur harkalega niður á landbúnaðarframleiðslu þróunarlanda. Og að lokum skal einnig getið að styrkir til framleiðslu landbúnaðarafurða geta í mjög mörgum tilvikum stuðlað að of- framleiðslu á kostnað náttúrugæða og haft þannig neikvæð umhverfisáhrif í för með sér. Kennitölur markaðsverndar 2004 3.5 3 2.5 2 1.5 1 0,5 0 ONPC HNAC r ísland á toppnum Stuðningur við landbúnað innan OECD er jafnan mældur og reiknaóur sem PSE-gildi (producer support estimate) eða reiknaðurframleiðslustuðningur. PSE er skilgreint sem fjárhagslegar millifærslur frá neytendum og skattgreiðendum til bænda ár hvert. Hér er því um að ræða bæði peningalegar greiðslur úr ríkissjóði og svokallaður markaðsverðsstuðning- ur (market price support MPS). Hér er um reiknaðan stuðning að ræða sem er ígildi þess mismunar sem er á milli inn- anlandsverðlags á landbúnaðarafurðum og heimsmarkaðsverðs sömu afúrða. Island hefur notið þess vafasama heiðurs um langt skeið að vera meðal þeirra landa sem búa við hvað hæst stuðn- ingsgildi ásamtNoregi, Sviss, Kóreu og Japan. Stuðningsgildið hér á landi hefur verið á bilinu 70-72 seinustu árin en 71 - 73 í Sviss. A seinasta ári skaust þó Island fram úr Sviss enda hafa stjórnvöld þar í landi leitast markvisst að því að draga úr stuðningi og styrkjum til landbúnaðar. Þekkt er það styrkja- og stuðningsfargan sem einkennir landbúnað í Evrópusam- bandslöndum. Stuðningurinn þar er þó ekki nema innan við helmingur þess stuðnings sem íslenskur landbúnaður nýtur. Þá vekur það athygli að lítið hef- urmiðaðaðdragaúrheildarstuðningivið landbúnaðinn hér á landi á seinustu árum. Landbúnaðarstuðningurinn á OECD- svæðinu hefur dregist saman seinustu 18 árin um nær fimmtung og það sama á við um Evrópusamabandið. Stuðningurinn hér á landi hefúr hins vegar aðeins dregist samanum 10%ásamatíma. Fleiri kenni- tölur um opinberan stuðning við land- búnað eru reiknaðar. Þar er í fyrsta lagi NPC (Nominal protection coefficient) sem túlkar hlutfallið milli framleiðslu- (Framhald á síðu 4) Heildarstuðningur % af VLF 2.5 2,0 1.5 1,0 0,5 0,0 l, 1 1,5 1,3 1,2 ísland Noregur EB OECD Island Noregur EB OECD 2

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.