Vísbending


Vísbending - 09.12.2005, Qupperneq 4

Vísbending - 09.12.2005, Qupperneq 4
V ISBENDING (Framhald af síða 2) verðs landbúnaðarafurða innanlands og innflutningsverðlags sömu afúrða. I öðru lagi er NAC-stuðuIlinn reiknaður (nomi- nal assistance coefficient), sem segir til um fjárhagslegt virði millifærslna frá neytendum og skattgreiðendum að tiltölu við verðmæti innlendrar landbúnaðarfram- leiðslu á innflutningsverðlagi. Þessartvær kennitölur hafa Iækkað umtalsvert hér á landi á seinustu 18 ámm, eðamilli 26-31 %. Þetta segirmeð öðrum orðum að verðlag á innlendum landbúnaðarvömm hefur verið að nálgast heimsmarkaðsverð en báðir þess- ir stuðlar eru áfram mj ög háir. NPC stendur í 3,03 (2004) ogNAC í 3,23 sem þýðir að verðlag á innlendum landbúnaðarafurðum er um þrefalt hærra en verðlag sömu afúrða á heimsmarkaði. Þessir tvær kennitölur em miklu hærri hér en í öðmm löndum, helmingi hærri en í EB og vemlega hærri en í Noregi og Sviss sem næst komast íslandi í þessum samanburði. Samsetningin að er vitað að opinber stuðningur og styrkir til einstakra atvinnugreinar er efnahagslega skaðlegur. En það skiptir líka máliíþessusambandihvernigstuðningurinn er settur saman. Astæðan er sú að eftir þvi sem framleiðslutengdur stuðningur er minni (verðuppbætur, beingreiðslur, niðurgreiðslur, innflutningstakmarkanir, markaðsvemd) virka markaðsöflin betur en ella. Samkeppnisáhriffráheimsmarkaði búvöm á innlenda framleiðslu eykst þegar dregið er úr framleiðsl utengdum stuðningi. Það hefúrþví verið keppikefli á alþjóðavísu að draga sem mest úr slíkum stuðningi. Víða hefur þetta tekist á seinustu árum að einhverju marki eins og hjá Evrópu- bandalaginu.Lítiðhefurmiðaðhérálandií þessu efni. Enn er um 85% af stuðningnum framleiðslutengdurogaðeinsJapanogKó- rea (af samanburðarhæfúm löndum) eru með hærra hlutfall slíks stuðnings. Það er því ekki nóg með að stuðningur og styrkir til landbúnaðar séu hæstir á Islandi heldur verður samsetning og fyrirkomulag til þess að stuðningurinn veldur meiri markaðslegri bjögun og röskun en víðast annars staðar sem háir landbúnaðarstyrkir tíðkast. Skipting milli afurðategunda að skiptir verulegu máli hvernig heildarstuðningurinn skiptist milli framleiðslutegunda. Eftir því sem stuðningurinn skiptist sem jafnast milli afúrðategunda má búast við minni inn- byrðis skaðlegri bjögun milli framleiðslu- greina. Styrkirtil landbúnaðarhérálandi hafa frá upphafi fallið nær eingöngu á mjólkur- og kindakjötsframleiðslu auk þess sem þessar greinar njóta nær fullrar markaðsvemdar. Aðrarframleiðslugrein- ar njóta einnig markaðsvemdar en ekki beinna styrkja. Þetta fyrirkomulag veldur því verulegri innbyrðis bjögun í íslenskum landbúnaði. Að þessu leyti til sker ísland sig úr í alþjóðlegum samanburði, alls staðar annars staðar, að J apan undanskildu, en heildarstuðningnum erþar jafnar skipt milli framleiðslugreina en hér. Hlutfall afVLF egarallurstuðningurvið landbúnaðer mældur kemur fram að hvergi í iðn- væddum löndum er stuðningurinn jafnhár sem hlutfall afvergri landsframleiðsluog hér á landi (Kórea er með 3,4%). A þennan mælikvarða hefúr reyndar stuðningurinn minnkað mjög mikið seinustu 2 áratug- ina eða úr 5,1% árin 1986-88 í um 2,1% árin 2002-2004. Hér er ísland enn og aftur á toppnum en til samanburðar er þetta hlutfall 1,2% í EB, 1,4% í Noregi og 1,8% í Sviss. í þessu sambandi er athyglisvert að bera saman annars vegar hlutfall heildarstuðnings af VLF og þátt landbúnaðarins í landsframleiðslunni. Þetta hlutfall er um 1,5% (2003) en heildarstuðningurinn er snöggtum hærri, eða 2,1 %. Það á ekki að koma á óvart að svona sé í ljósi þess að beingreiðslur til mjólkur-ogkindakjötsfJamleiðendanema nærri helmingi af tekjum bænda og þar við bætist næstum alger markaðsvernd. I þessu sambandi er líka nauðsynlegt að hafa í huga að greiðslur úr ríkissjóði til landbúnaðarmála nema um 1,4% af VLF. Það er því ljóst að beinn og óbeinn kostn- aður hagkerfisins af landbúnaðinum er umtalsvert meiri en hlutdeild landbúnaðar er til landsframleiðslunnar. Er ekki nóg komið? Styrkir og annar stuðningur neytenda og skattgreiðenda til landbúnaðar eru hvergi hærri enhérá landi. Markaðsvemd- in er nær alger sem veldur verulegri viðskipta- og framleiðslubjögun. Nær alveg er því tekið fyrir samkeppnisáhrif erlendis frá. N iðurstaðan er sú að íslenskir neytendur þurfa að búa við mun hærra verðlag á þeim landbúnaðarvörum sem framleiddar eru innanlands en almennt tíðkast hjá iðnvæddum löndum. Þá þurfa skattgreiðendurað standaundirmunhærri greiðslum úr ríkissjóði til landbúnaðar- mála en annars staðar tíðkast. Því hlýtur sú spuming að vakna hvort ekki sé brýn nauðsyn að stokka upp í landbúnaðar- kerfinu og hverfa frá þeirri stefnu sem fylgt hefúr verið um mjög langt skeið. 1. Agricultural Policies in OECD Countries: Monitoring and Evaluation 2005. 2. Hér cr miðað við Total support estimatc (TSE) = verðbæt- ur og markaðsverðsstuðningur, greiðslur úr ríkissjóði, opin- ber stuðningur vegna fræðslu, menntunar, rannsókna, eftirlits o.s.frv. Agricultural Policies in OECD Countries: Monitoring and Evaluation 2005 3. ThePoliticalEconomyofEnvironmentallyHarmfulSubsidies, OECD 2005 Aðrir sálmar v___________________________________J f N Gengisfellingin góða Fyrir nokkmm árum var stöðugleiki helsta hrósyrði í íslenskum efnahags- málum. Andstæðu stöðugleikans, koll- steypu, vildu menn með öllum ráðum forðast. Fastur liður i þjóðlífinu var geng- isfelling, „með tilheyrandi kollsteypu", eins og sagt var. Verðlag hækkaði, menn heimtuðu hærra kaup og gengið féll á ný. Að undanfömu hefur þetta verið öfúgt. Sá semheföi skuldað milljarð í íslenskum krón- um 1. desember árið 1999 og hefði breytt skuldinni í dollara þann dag hefði skuldað nærri einn og hálfan milljarð tveimur ámm seinna. Árið 2003 hefði skuldin verið farin að nálgast milljarðinn aftur og nú væri hún komin í 887 milljónirþegarþetta er skrifað. H ún hefur vaxið um óOmilljónirá nokkmm vikum. Fyrir nokkmm árum hefði þetta þótt skelfilegt, en nú bregður engum. Þvert á móti er lækkandi gengi krónunnar talið vísbending um að hagstjóm Seðlabankans virki rétt því að nú telja flestir að gengi krónunnar sé of hátt skráð. Kostnaður við rekstur fyrirtækja hér á landi er mun meiri en víða annars staðar vegna þess hve sterk krónan er. Samthækkalaun um tugi prósenta ífrjálsumsamningum,enaðvísuánokkrum ámm. Menn em famir að treysta því að hér verði kollsteypa í framtíðinni. Meginástæðan fyrir þessu er að gjald- miðillinn, okkar ástkæra króna, flýtur og sekkur á víxl samkvæmt lögmálum sem venjulegur framkvæmdastjóri ræður ekkert við. Sá sem fær tekjur sínar í doll- urunum sem fyrr em nefndir var glaður árið 2001 og taldi sig býsna snjallan í rekstri en árið2005 er sá hinn sami hins veg- ar fómarlamb utanaðkomandi aðstæðna. Reyndartelur hann sig líklega á sama tíma klókan að stýra skuldum fyrirtækisins í erlendri mynt. Sannleikurinn erhins vegar sá að það em ekki nema örfáir sem geta raunvemlega spilað á þetta kerfi. Slíkir menn voru í gamla daga kallaðir spákaup- menn og þótti sú nafngi ft ekki sérstakt hól. Með magnkaupum geta þeir haft áhrif á gengið og ef marka má fréttir er austur- ríska ríkisstjómin í fararbroddi þeirra hér á landi. Það sem kæmi íslendingum best væri að hætta að nota krónuna og taka upp alþjóðlega mynt. - bj V___________________________________J '\^itstjóri og ábyrgöarmaður: N Eyþór ivar Jónsson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Simi: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráögjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án Jeyfis útgefanda. ______ 4

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.