Vísbending


Vísbending - 03.03.2006, Qupperneq 1

Vísbending - 03.03.2006, Qupperneq 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 3. mars 2006 8. tölublað 24. árgangur ISSN 1021-8483 Gleðidagurinn mesti Húsvíkingar glöddust yfír ákvörðun Alcoa um að kanna hagkvæmni þess að reisa 250 þúsund tonna álver á Bakka Húsavík. Það mun hafa margvíslegar afleiðingar ef niðurstaða verður á þá lund að álverið skuli reisa. Áfram verður mikið íjárfest í orkuverum og flutningsmannvirkjum, auk þess sem ætl a má að framk væmdir hafi áhrif á gengi krónunnar og íbúafjölda á Norðurlandi. Efnahagslífið Liklega kostar svona framkvæmd um 150 milljarða króna þegar virkjun- arkostnaði hefur verið bætt við stofn- kostnað álvers. Það munar um það og eflaustmunumargirteljaframkvæmdina hið mesta óráð vegna þess að hún muni halda áfram að kynda undir heitum pott- um efnahagslífsins. Uppbyggingin mun taka nokkur ár og líklega mun þetta álver eitt og sér hafa lítil þensluáhrif. Núna eru framkvæmdir við álver og virkjanir ann- ars staðar í fullum gangi og menn telja að mjög reyni á þanþol víða í hagkerfmu. Fyrir utan krónuna, sem er mun hærra skráð en hún ella væri, eru áhrifin minni en margir ætluðu áður en haldið var af stað. Ruðningsáhrif hafa orðið minni en menn ætluðu vegna þess hve mikið er af erlendu vinnuafli í landinu og erlent íjár- magn streymir óhindrað inn í landið. Ætla má að Seðlabankinn muni bregð- ast við verðbólgu með hefðbundnum að- ferðum og vaxtastig verði áfram rnjög hátt. Þetta ýtir undir ákveðið misræmi milli innlendra og erlendra lána þar sem þau fyrmefndu verða áfram óhagstæð. Því heldur spenna vegna gengisáhættu áfram að byggjast upp hjá mörgum. Utilokað er að leggja í slíkar fram- kvæmdir án þess að viðskiptahalli verði mjög mikill. Á það ber þó að líta að þegar öllum þeim stóriðju- og virkjunarfram- kvæmdum sem nú er stefnt að verður lokið verður búið að virkja mjög stóran hluta þess afls sem vit er í því að virkja. Þess vegna munu ekki bætast við miklu fleiri framkvæmdir af þessu tagi efftir að næsti áratugur er liðinn. Húsavík og nærsveitir Af þróuninni austur á landi má draga þá ályktun að með álverinu treystist byggð í nágrenni Húsavíkur. Sumir hafa haft af því áhyggjur að meðan ferðaþjón- usta er eini atvinnuvegur sem fer vaxandi á landsbyggðinni sé dreifbýlið að breyt- ast í allsherjar byggðasafn sem sé lokað níu mánuði á ári. Reynsla sýnir þó að íslendingar kæra sig sjálfir lítið um mörg þau störf sembjóðast. Fiskvinnslan hefur lengi verið mönnuð af Pólverjum og fleiri útlendingum og nú seinni árin sést sama þróun í byggingariðnaði. Á Reykjavíkursvæðinu hafa íslending- ar viljað vinna í álverum en í mörgum greinum iðnaðar eru nær öll láglaunastörf skipuð útlendingum. Þetta hefur í sjálfu sér jákvæð efnahagsleg áhrif þvi að með fleira fólki í landinu er hægt að byggja meiraupp en ella en áhrifin á þjóðfélagið munu verða mikil og varanleg. Af þessu spretta vandamál ef menningarheimar út- lendinganna eru mjög ólíkir þeirra sem fyrir eru. Reyndar hafa Pólverjar margir litið á íslandsdvölina fyrst og fremst sem vertíð þar sem menn þoli einangrun og vosbúð í nokkum tíma og lifi svo góðu lífi í heimalandi sinu upp frá því. Húsnæðisverð á Húsavíkursvæðinu mun hækka um tugi prósenta ef þar rís álver. Menn semhafa viljað selja fasteign- ir sínar fá nú væntanlega kaupendur og ný hús verða byggð. Mannlifíð verður ijölbreytilegra. En verksmiðjur eru ekki augnayndi og miklu skiptir að vel tak- ist til að verksmiðjuhúsin og það sem þeim fy lgir valdi sem minnstu raski. Ekki er þó sérstök ástæða til þess að ætla að verksmiðjan dragi úr sókn ferðamanna til Húsavíkur eða nágrennis. Bakki, þar sem talað er um að reisa verksmiðjuna, er utan alfaraleiðar. Orkan og landið Háværardeilurhafa staðið um virkjun- arframkvæmdir hér á landi. Skýring- amar em tvær: Annars vegar hafa menn óttast áhrif framkvæmdanna á umhverfið og varanlegan skaða af þeim og hins vegar telja menn að arðsemi sé ófullnægj- andi. Bæði sjónarmiðin eiga fyllilega rétt á sér. Vatnsaflvirkjanir eru þeim kostum bún- ar að orkan er hrein og endurnýjanleg, ólíkt til dæmis kolum eða olíu. Þess vegna er það æskilegt frá sjónarmiði þeirra sem berjast gegn mengun og fyrirhreinu landi og lofti að vatnfoll séu virkjuð. Ef menn vilja nota orku verður að afla hennar. En land er líka lífsgæði og við getum líka grætt á ósnortinni náttúru. Til lengri tíma litið er líklegt að ferðamönnum haldi áfram að fjölga hér á landi löngu eftir að ekki verður hægt að virkja meira. Þess vegna erþað ekki eitthvert bull í órökvís- um sveimhugum að landslagið sjálft sé auðlind. Það erbeinhörð peningahyggja. Hér á landi hafa virkjunarframkvæmdirn- ar sjálfar opnað mönnum leið að stöðum sem áður voru ekki vel aðgengilegir og þannig hafa þær líka stuðlað að því að fleiri en áður fái að njóta landsins. Það er alls ekki einfalt fyrir umhverfisvemdar- sinna að vera á móti öllum vatnsaflsvirkj- unum nema þeir haldi því fram að orkan sé ekki skynsamlega notuð. (Framhald á siðu 4) r 'i Álver við Húsavík /* ^ Áfengisauglýsingar eru ^ ) Útlendingar hafa verið . 4 Er heppilegt að Háskóli 1 mun hafa margvíslegar / bannaðar hér á landi. \ að kaupa skuldbréf í L. 1 íslands stefni að því að -*■ afleiðingar í för með Getur verið að slíkt ' íslenskum krónum og * verða einn af 100 bestu sér ef af verður. bann hafi þveröfug nýta sér þannig háa vexti skólum í heirni? V áhrif en því em ætluð? á Islandi. J é/

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.