Vísbending


Vísbending - 26.05.2006, Page 4

Vísbending - 26.05.2006, Page 4
ISBENDING (Framhald af síðu 1) Skipting utanríkisverslunar Ef litið er á utanríkisverslunina eft- ir landsvæðum sést á mynd 2 að langstærstur hluti hennar er við Evrópska efnahagssvæðið, eða um 78% útflutnings og 70% innflutnings. Rúmlega helming- ur alls útflutnings er við lönd á evrusvæð- inu en rétt tæpur helmingur innflutnings. Þess vegna er evran sá gjaldmiðill sem langmestu máli skiptir í utanríkisviðskipt- um á Islandi. Næst koma Bandaríkjadal- ur og sterlingspund, en Bretland er enn helsta útflutningsland íslands, nokkru á undan Þýskalandi og Hollandi (ál fer mikið til Hollands). Vægi Bandaríkjanna í útflutningsverslun frá Islandi hefur minnkað frá því sem áður var. Gera má ráð fyrir því að meira jafn- vægi komist á utanríkisverslun íslend- inga á yfirstandandi ári eftir að gengi krónunnar féll. Þó er ekki víst að það nægi til þess að jafn vægi náist vegna þess að enn er rnikið fjárfest í mannvirkjum á Austurlandi. Ef verslun með landbún- aðarvörur verður gefín frjáls má ætla að innflutningur aukist. Einnig virðist nokkuð skorta á að alls staðar sé leitað hagstæðustu innkaupa en búast má við að það breytist ef samkeppni frá erlendum aðilunt eykst og þá dragi úr verðmæti innflutnings. Aöalheimild eru Haglíðindi frá 16. maí 2006. Mynd 2. Hlulfallsleg skipting inn- og útflutnings árió 2005 eftir landssvœðum 60,0 50,0 40,0 30,0 20,0 10,0 0,0 > <u c ffl Innflutningur Útflutningur «2 «o I > cn \ 3 L_ f > LJJ ~o C ■o =3 Q. 'O > LU s_ D C C O c 1* cö .13. c 03 CD c 03 CL 03 “D *o c jO — =3 C o Heimild: Hagstofa Islands. (Framhald af síðu 2) að fjármagna íslensk húsnæðislán. Þá tekur Ibúðalánasjóður ríkistryggð lán. En af hverju eru íbúðalán samt dýrari á Islandi en í Evrópusambandslöndunum? Er húsnæði á íslandi ótraustara veð en húsnæði í öðrum löndum? Er það hagur bankanna að viðhalda núverandi kerfi með verðtryggingu og föstum vöxtum, kcrfi sem hefur það í för með sér að vextir eru hærri hér á landi en hjá grannþjóð- unum? Enn eru engir erlendir bankar á Islandi þó að íslenskir bankar hafi verið duglegir við að koma undir sig fótunum í útlöndum. (Framhald af síðu 3 ekki undir nafni). Næstu daga bætast við myndir og upplýsingar um hann. Síðan hafa nokkrar breytingar verið gerðar, síðast 18. maí af Kathru2, en þær virðast vera lítilsháttar og kaflanum um Laxness hefur ekki verið breytt. Aðrir sálmar Með þctta í huga má gera ráð fyrir að eftir nokkur ár verði íbúðalán í evrum al- menn hér á landi, hvort sem íslendingar verða þá búnir að innleiða evruna eða ekki. Spyrja má hvort nauðsynlegt sé að taka upp evru hér á landi úr því að þegar er hægt að taka íbúðalán í evrum. Svarið er það sama og fyrir fyrirtæki sem eiga mikil viðskipti í evrum: Að öllu óbreyttu er stöðugt gengi æskilegt og þar sem s veiflur á gengi lítillar myntar eins og islensku krónunnar eru algengar er betra að nota algengari mynt og losna við sveiflurnar. Að auki er ekki verra ef vextir eru lágir. Þetta dærni sýnirhverniggreinarbreytast á Wikipediu og smám saman verða þær fyllri og í flestum tilvikum nákvæmari. Þess vegna virðist óreiða og ff óðleiksmol- ar smám saman verða að alvörugrein sem hægt er að treysta. Á hleri Rannsóknarniðurstöður Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings um að á Islandi hafi verið stundaðar símhleranir eru mikilvægar upplýsingar um íslensk stjómmál á tímum kalda stríðsins. Það þykir ekki góður siður að standa á hleri og nú á tímum finnst flestum tilhugsun- in um slíkar aðgerðir hrollvekjandi. Þó ættu surnir að líta sér nær því að bæði stjómvöld og fjölmiðlar hafa farið í tölvu- póst einstaklinga og birt hann, stundum i þeint tilgangi einum að klekkja á þeim. Hleranir þær sem Guðni hefur upplýst um em allt annars eðlis. Þær em gerðar eftir dómsúrskurð, í stuttan tíma og vegna ákveðinna atburða. A þeim tíma var stjóm- málabaráttan með óvægnari hætti en nú er. Sovétríkin náðu hverju landinu af öðru undir sig og fengu heimamenn til þess að stjóma í sínu umboði. Liðsmenn Moskvu hér á landi leyndu ekki tryggð sinni við Sovétmenn. BrynjólfurBjama- son þingmaður og síðar ráðherra sagði á Alþingi árið 1941 að Islendingar myndu ekki telja eftir sér, þótt „hér verði skot- ið án allrar miskunnar ... ef ráðstafanir Bandaríkjanna yrðu til þess, að veitt yrði virk aðstoð í þeirri baráttu, sem háð er á austurvígstöðvunum“. J óhannes skáld úr Kötlum orti „Sovét-Island, óskalandið, hvenærkemurþú". Bæði hannog Halldór Laxness ortu lofkvæði um Stalín, einn mesta fíöldamorðingja mannkynssög- unnar. Arið 1968 skrifaði ritstjóri Þjóð- viljans, Magnús Kjartansson, að rnikið mættu T ékkar fagna að eiga ekkert Morg- unblað og engan Sjálfstæðisflokk. Svo illavildi til fyrirMagnús að sama dag og blað hans með þessum skrifum kom út höfðu Rússarráðistinn íTékkóslóvakíu. Engin þessara ummæla þurfti að hlera í sírna heldur könnuðust höfundar þeirra svo vel við þau að þau birtust öll á bókum þeirra síðar. Sósíalistar gerðu aðsúg að Alþingishúsinu við inngönguna í N ATO. Rússnesk skjöl sanna að Rússar studdu Mál og menningu og fleiri aðila hérlendis íjárhagslega. Allt kapp ætti að leggja á að upplýsa símhleranimar að fullu, sem og þjónustu íslenskra sósíalista við Sov- étríkin. Allir verða að hafa þor til þess að gera upp við fortíðina. bj '--------------------------------------- Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavik. Simi: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita l^án leyfis útgefanda.__________________ 4

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.