Vísbending - 23.06.2006, Blaðsíða 2
ISBENDING
Vaxandi umsvif banka og sparisjóða
Jón Sigurðsson
hagfræðingur
Breytingar á starfsemi banka og
sparisjóða á íslandi síðastliðinn
hálfan annan áratug eru glöggt
dæmi um það að fjármálaþjónusta er
ekki lengur bundin innan landamæra
þjóðríkja. Við blasir nýtt umhverfi ijöl-
þjóðlegra fjármálafyrirtækja sem starfa
í mörgum löndum og á mörgum sviðum
fjármálaþjónustu í senn.
Aðild Islands að Evrópska efnahags-
svæðinu, EES, fól í sér fjórfrelsið svo-
kallaða - frelsi í vöru-, þjónustu- og fjár-
magnsviðskiptum og frjálsa för fólks til
starfa - sem leiðarljós um allt Evrópska
efnahagssvæðið samkvæmt samningi við
Evrópusambandið.
Efling íslensku bankanna á síðustu
árum sýnir glöggt hversu erfitt er að sjá
fyrirafleiðingamarafþví að frelsi erveitt
til fjármagnshreyfmga. Eitt er þó víst í
þessum efnum og það er að með frelsinu
fær framtakssemi og framkvæmdaþróttur
að njóta sín sem viðskiptahöft og gjald-
eyrishömlur drápu áður í dróma.
Breytingar í bankakerfinu
í upphafi tíunda áratugarins var gripið til
margvíslegra aðgerða til þess að draga
úr rekstrarkostnaði banka og sparisjóða.
Starfsfólki fækkaði fram til 1995 en þá
virðist þessu hagræðingartímabili hafa
lokið. Fjöldi afgreiðslustaða í bankakerf-
inu hefur því sem næst staðið í stað, ver-
ið í kringum 180, síðastliðin tuttugu ár.
Starfsmönnum hefur hins vegar fjölgað
jafnt og þétt frá árinu 1996 og voru orðnir
3800 árið 2004.
Það er athyglisvert að bera þessa þróun
saman við það sem gerst hefur í þessum
efnum annars staðar á Norðurlöndum.
Afgreiðslustöðum banka og sparisjóða
í þessum löndum hefur fækkað um næst-
um helming á þessum árum. Þá hefur
starfsfólki banka og sparisjóða í þessum
löndum fækkað um 30% á þessu árabili.
Þessi þróun á Norðurlöndum er oft skýrð
með tilkomu tölvuvæðingar í bankavið-
skiptum. Þessi skýring virðist þó ekki
eiga við á I slandi, þessu tölvuvædda landi
þar sem fleiri einkatölvur eru á hvert
mannsbam en í flestum öðrum löndum.
I þessum tölum felst einnig að hver af-
greiðslustaður og bankastarfsmaður hér á
landi sinnirhelmingi færri íbúum en gerist
annars staðar á Norðurlöndum.
Hlutur fjármálaþjónustu í atvinnu
og tekjum á Islandi hefúr aukist síðustu
fimmtán árin. Hvað atvinnu varðar er
þessi aukning þó lítil en hlutdeild fjár-
málaþjónustu í tekjum þjóðarinnar hefur
hins vegar tvöfaldast og er nú álíka stór
eða stærri en hlutur sjávarútvegsins, tæp-
lega 8%.
Efnahagur banka
og sparisjóða
Efnahagsreikningur íslenska bankakerfis-
ins hefur vaxið með risaskrefum á síðustu
árum. Þrennt fer saman: kaup á erlend-
um lánastofnunum og vaxandi umsvif
erlendis og mikil útlánaaukning innan-
lands. I lok árs 2005 námu heildareignir
bankakerfisins 5800 milljörðum króna,
sem er næstum sexföld landsframleiðsl-
an. Til samanburðar voru heildareignir
bankannatæplega 60% af landsframleiðsl-
unni árið 1990.
Það er engin furða að svona ör vöxtur
- heildareignir bankakerfisins næstum
tvöfölduðust árlega tvö ár í röð, 2004 og
2005 - veki spumingar
um það hversu öruggar
þæreignirsemsvo hratt
hafa safnast séu. Sem
betur fer þola reikning-
ar íslenska bankakerf-
isins og áhættan sem
í þeim felst nákvæma
skoðun.
Eiginfjárhlutföll
og lausafjárstaða em í
góðu lagi og lán í van-
skilum minni en þau
hafa verið um margra
ára skeið. Ahættustýr-
ing í íslenskum lána-
stofnunum hefur tekið
miklum framförum og
stóru bankamir búa sig nú af kappi und-
ir það að fylgja ýtrustu kröfum nýrra
alþjóðareglna um eigið fé sem búist er
við að gangi í gildi á næsta ári.
Avöxtun eigin fjár í bankakerfinu
var með allra besta móti árið 2005 og er
áætluð um 28-29% á árinu 2006. Þess-
ar afar hagstæðu afkomutölur skýrast
að nokkru leyti af tilfallandi gengis- og
eignaverðsbreytingum þannig að und-
irliggjandi ávöxtun er nokkru lægri en
þessar tölur sýna en þó vel viðunandi.
Uppgjör bankanna fyrir fyrsta fjórðung
ársins 2006 sýnir framhald á afar góðri
afkomu og sterkum efnahag.
Fjármálaeftirlitið gerirreglulega álags-
prófanir á efnahagsreikningum íslensku
bankanna. I þeim eru metin áhrifin af
því að hlutabréf og markaðsskuldabréf
í eigu bankanna lækki vemlega í verði.
Enn fremur em tekin dæmi af rýmun verð-
mætis vaxtafrystra lána og fúllnustueigna
á bókum bankanna.
Með líkum hætti eru reiknuð áhrif
umtalsverðra breytinga á gengi erlendra
gjaldmiðla og vöxtum á erlendum lána-
markaði. Niðurstöðurnar úr þessum
álagsprófunum sýna að eiginfjárstaða
íslenskra banka þolir vemlegar sveiflur
í ytri skilyrðum.
Erlendar lántökur bankanna til þess
að fjármagna erlend eignakaup og um-
svif og til endurlána innanlands, m.a. til
húnæðis- og neyslulána, hafa verið miklar
síðustu ár. Þessi þróun og sú staðreynd að
raungengi krónunnar um síðastliðin ára-
mót var afar hátt og eignaverð með allra
hæsta móti gáfu vissulega tilefni til þess
að hægja á ferðinni og fara að öllu með
gát þótt íslenskar lánastofnanir séu yfir-
leitt vel varðar fyrir breytingum á gengi
krónunnar og alþjóðlegum vaxtabreyt-
ingum. Helsta áhyggjuefnibankannaum
þessar mundir er að almennar breytingar
á alþjóðalánamarkaði, bæði hvað varðar
vaxtakjör og aðgang að lánsfé, geti orðið
þeim - og öðrum lántakendum - óhagstæð-
ar á næstu misserum. Vextir hafa nú um
árabil verið lágir á alþjóðalánamarkaði
og eignaverð hátt. Hækkun vaxta í heim-
inum og lækkun verðs á fasteignum og
verðbréfúm gæm veitt bönkunum þungar
búsifjar ef þetta gerist snöggt og viðbún-
aður þeirra er ónógur.
I þessu sambandi er ástæða til þess að
vekja athygli á því að reikningar banka-
kerfisins sýna að hrein erlend skuldastaða
þess í hlutfalli við heildareignir hefur
farið ört lækkandi frá árinu 2000 þegar ís-
lensku móðurfélögin fóru fyrir alvöru að
bæta erlendum starfsstöðvum við rekstur
sinn. Hreinar erlendar skuldir í hlutfalli
Myrul I: íbiuifjöUli á hvern ajf>reiáslwitaá bankanna árin 1986-2004
A myndinni sést aó annars staóar á Norðurlöndum eru
munfleiri íhúar á hvern af afgreiðslustöðum bankanna
en á Islandi.
2