Vísbending


Vísbending - 01.09.2006, Blaðsíða 1

Vísbending - 01.09.2006, Blaðsíða 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 1. september 2006 33. tölublað 24. árgangur ISSN 1021-8483 Upplýsingaleki og innherjasvik Innherjasvik eru eitt alvarlegasta brotið á hlutabréfamarkaði. Frjáls markaður byggist á því að allir haft sömu upplýsingar og enginn geti í krafti þekkingar átt hagstæðari viðskipti en aðrir. Þess vegna er þeim sem búa yfir upplýsingum sem talið er að geti haft áhrif á verð hlutabréfa og ekki eru á al- mannavitorði bannað að eiga viðskipti með bréfin. Þrátt fyrir þetta er mjög algengt að skömmu fyrir stórtíðindi af fyrirtækjum aukist viðskipti með þau mjög mikið. Stórblaðið New York Times lét nýlega gera úttekt á viðskiptum með hlutabréf í stórfyrirtækjum sem sameinuðust. I mörgum tilfellum hækkaði verð hluta- bréfanna mjög mikið stuttu fyrir sam- eininguna þannig að þeir sem keyptu hlutabréf áður en upplýsingarnar urðu almenningseign högnuðust vel. Erlendis Samkvæmt könnun blaðsins jukust hlutabréfaviðskipti óeðlilegamikið í liðlega40% tilvika. Það eralþekkt að oft rjúka verðbréfasalar af stað vegna þess að orðrómur kemst af stað, til dæmis vegna smádálkafrétta í dagblöðum. Ekk- ert slíkt skýrði þó þessi viðskipti. Þó að viðskiptin hafi verið óeðlilega mikil er ekki þar með sagt að allir sem keyptu bréf hafi vitað að eitthvað var um að vera. Sumir vakta markaðinn og veðja á að þegar óvenjulega ntikil viðskipti verða með einhver bréf sé stórtíðinda að vænta. Með öðrum orðum eru rnenn að hagnast á óheiðarleik annarra. Hagnaðurinn gat oft verið umtals- verður. I þeim dæmum sem skoðuð voru hækkuðu bréfin um allt að 40%. Segjum að einhver kaupi hlutabréf fyrir milljarð af eigin fé og fái þar á ofan lán fyrir hlutabréfum upp á þrjá milljarða. Nokkrum dögum seinna hækka bréffn um 40% og braskarinn selur þau aftur á 5,6 milljarða. Hann greiðir upp lánið með smávægilegum vöxtum og situr eftir með rúmlega tvöfalt það sem hann átti stuttu áður. Þegar menn sjá svona dæmi er erfitt að sannfæra suma unt að heiðarleikinn borgi sig. (Sjá töflu 1.) Auðvitað eiga skráðir innherjar sjaldnast hin vafasömu viðskipti í eig- in nafni. Þeir láta aðra sjá um þau og peningarnir enda oft ekki á „réttum” stað fyrr en löngu seinna. Samkvæmt áðurnefndri könnun eru fjárfestingar- bankar í sérstaklega góðri aðstöðu til þess að miðla upplýsingum vegna þess að þeir koma að svo mörgum þáttum viðskiptanna. Bankamir em oft fulltrúar bæði þeirra fyrirtækja sem á að sameina og kaupenda eða seljenda hlutabréfa. Auk þess reka margir þessir bankar verð- bréfasjóði og hafa því kaupgetu. Þar sem viðskiptin geta verið ábatasöm á niarga vegu telur New York Times að freistingin geti stundum verið of mikil fyrir ágjarna starfsmenn sem gægjast yfír Kínamúrinn. í Taýla 1. Skyndihagnaður af ''' ^ innherjaupplýsingum y Eigið fé fyrir kaup 1.000 Lán 3.000 Alls kaup 4.000 Hækkun bréfa 1.600 - Fjármagnsgjöld -100 - Greitt lán -3.000 Eigið fé eftir kaup 2.500 Bréfin hœkka um 40% þegar samruni er tilkynntur. Gert er ráðjyrir skömmum lánstíma. Utreikningar: Visbending. Hérlendis Ekki hefur verið mikið um meint inn- herjasvik hér á landi þar sem talið er að vitneskja um yfírvofandi samein- ingu eða yfirtöku haft getað haft áhrif á kaupin. Nokkur dæmi má þó nefna sem rannsökuð hafa verið og fjallað um opinberlega (stuðst er við umfjöllun Morgunblaðsins um málin): 1. Í febrúar 2002 hætti efnahags- brotadeild ríkislögreglustjóra rannsókn á meintum innherjaviðskiptum banka- stjóra og stjórnenda Búnaðarbankans með hlutabréf í Pharmaco þar sem mál- ið þótti ekki líklegt til sakfellis. í bréfi saksóknara til viðskiptaráðherra sagði að trúnaðarupplýsingar um Pharmaco hafí legið fyrir hjá stjórnendum innan bankans sem önnuðust m.a. ijárfesting- ar af hálfu hans og að stjórnendur hans hafí ekki gætt að þeim aðskilnaði á milli sviða bankans sem gert sé ráð fyrir í lögum. 2. í desember árið 2002 keyptu tíu stjórnendur í Kaupþingi bréf í félaginu að markaðsvirði um480milljónirkróna en gengi bréfanna varþá 122. Skömmu síðar var tilkynnt um viljayfirlýsingu um kaup Kaupþings á sænska fyrirtækinu Aragon. Eftirathugun Fjármálaeftirlits- ins gerði það athugasemdir um nokkur atr- iði en taldi að sögn forstjóra félagsins að ekki væri um óeðlileg innherjaviðskipti að ræða. Stjórnarformaður Kaupþings - banka sagði að aðdragandinn að gerð starfsmannasamninganna hafí hafist í apríl 2002. Að undirbúningi þeirra hafí svo verið unnið síðastliðið haust og frá þeim gengið 21. desember. Kaupin á Aragon hafí hins vegar borið brátt að (Framhald á siðu 4) 1 Erlendis sést að oft aukast viðskipti með hlutabréf skömmu áður en tilkynnt er um samruna eða yfíi töku. 2 Bjöm Ólafsson fjallar um það hvort íslendingar æltu að tengj ast e vm með nty nt- ráði. 3 Ferðamannaþjónusta er oft hugsuð sem helsta haldreipi Islendinga í framtíðinni. Hvar er hagnaður af hótel- og veitingarekstri? 4 Kosningabaráttan hér á landi er sífellt að verða dýrari. Erhætta á að stjórn- málamenn verði háðir auðmönnum?

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.