Vísbending


Vísbending - 01.09.2006, Qupperneq 2

Vísbending - 01.09.2006, Qupperneq 2
ISBENDING Hugleiðing um gjaldmiðilinn — ' Björn Gunnar Olafsson - stjórnmálahagfræðingur Gullfótur var aflagður að mestu hérálandiáárið 1914.Öllteng- ing gjaldmiðla við gull var end- anlega rofin þegar Bretton Woods-kerftð lagðist af árið 1971. Þótt ekki standi til að taka upp gullfót aftur hefur eigna- tryggðurgjaldmiðill1 ákveðnaeiginleika sem vert er að hafa til hliðsjónar ef meta á kosti og galla þess að tengjast evru með myntráði (sjá nánar um myntráð, e. currency board, í Vísbendingu 44. tbl., 1999). í anda frjálshyggju og austurrískrar hagfræði má halda því fram að gullfótur sé skynsamlegasta leiðin til að tryggja verðgildi peninga. Gull yrði ofan á ef frjáls markaður fengi að velja gjaldmiðil og einokun ríkisvaldsins á útgáfu gjald- miðlayrði afnumin. Blómaskeiðgullfót- arins var á seinni hlutanítjándu aldarinn- ar og fram að fyrri heimsstyrjöld. Þetta tímabil einkenndist af verðstöðugleika og vexti alþjóðaviðskipta þótt vissulega hafi ekki verið komið í veg fyrir talsverð- ar hagsveiflur. Á tímum Bretton Woods- fastgengiskerfísins (1947-1971), sem var óbeint tengt gulli gegnum Banda- ríkjadal, bjó hinn vestræni heimur við mikinn hagvöxt og litla verðbólgu. Or- sakir þess að það kerfi brast voru ekki endilega innri mótsagnir heldur það að Bandaríkin ráku fjármálastefnu, m.a. vegna Víetnamstríðsins, sem varósam- ræmanleg Bretton Woods-kerfinu. Einn kostur við gulltryggðan gjald- miðil er að ekki er hægt að auka pen- ingamagn í umferð (grunnfé) að neinu ráði nema gulleign aukist. Ef gull er ekki framleitt í landinu eykst gulleign aðeins til langframa ef afgangur er af viðskipt- um við útlönd. Verðbólgufjármögnun með seðlaprentun er erfiðleikum bundin við þessar aðstæður nema gulltrygging sé aðeins að hluta. Það sama gildir um myntráð. Sú skoðun er ráðandi að jafngóður eða betri árangur í stjóm efnahagsmála geti að jafnaði náðst með nútímastjórn- tækjum peningamála en þegar gjaldmið- ill er eignatryggður eða framboð peninga takmarkað með öðrum hætti. Ein ástæða þess erósveigjanleiki eignatryggðs gjald- miðils sem krefst þess að allt nafnverð, þar með talin vinnulaun, geti lækkað ef samdráttur verður í framleiðslu (eða út- flutningi, sem samsvarar útflæði gulls). Það er hins vegar vel þekkt að vinnulaun eru lítt sveigjanleg niður á við í reynd og því er hætta á að verðhjöðnun leiði til ört vaxandi atvinnuleysis og átaka á vinnumarkaði. Verðbólgumarkmið fleiri þjóðríki hafa tekið upp verðbólgumarkmið við stjórn peningamála, en upphafsmenn að því voru Nýsjálendingar árið 1989. Með verðbólgumarkmiði fær seðlabanki eitt meginhlutverk og tækið til að ná þessu markmiði eru grunnvextir (vextir í end- urhverfum viðskiptum). Stjórn peninga- mála felst í þvi að tryggja að heildareftir- spurn sé í samræmi við framleiðslugetu hagkerfisins, en hún ræðst að talsverðu leyti af vaxtastigi. Að vissu marki má líta á verðbólgumarkmið sem rekið er af algerlega sjálfstæðum seðlabanka sem ágætis málamiðlun á milli frjálshyggju- manna, sem telja ríkisvaldið meginupp- sprettu verðbólgu, og þeirra sem telja að skynsamleg stjórn peningamála og Ijár- mála tryggi bestan árangur við hagstj órn. Hér á landi var verðbólgumarkmið tekið upp árið 2001. Þegar árið 2002 tókst að ná góðum tökum á verðbólgunni en um þessar mundir er verðbólga langt frá markmiði Seðlabankans og gæti nolckur tími liðið áður en markmiðið næst aft- ur. Þessi þróun ásamt sveiflum í gengi krónunnar og háum vöxtum hefur vakið upp spurningar um það hvort verðbólgu- markmið henti í litlu opnu hagkerfi með sjálfstæðan fljótandi gjaldmiðil. Leysir evran vandann? r Islenska hagkerfið er lítið og fj ármála- markaður grunnur þannig að markaðs- aðilum er í lófa lagið að hafa veruleg áhrif á verðmyndun á innlendum peninga- markaði ef áhugi væri fyrir slíku. Hátt vægi innflutnings í neyslu gerir verðlag viðkvæmt fyrir gengi krónunnar og við- skiptahindrunum, auk þess sem frjálsir fjármagnsflutningarhafaleitttilmikillar notkunar á erlendu lánsfé. Þá dregur víð- tæk verðtrygging úr áhættu vegna útlána á föstum vöxtum. Við þessar aðstæður virðist sem mun skarpari vaxtabreytingar þurfí til að hafa áhrif á heildareftirspurn en í stærri hagkerfum. Mikill vaxtamunur við útlönd veldur hins vegar óstöðugleika í gengi og óvissu um sveiflujöfnunaráhrif peningastefnunnar. Afþessum ástæðum eru surnir á þeirrri skoðun að íslendingar eigi að kasta krónunni og taka upp evru. Með því muni nást stöðugt verðlag, við- skiptakostnaður lækka, óvissa minnka og vextir lækka til móts við vexti evru- svæðisins. Mismunandi skoðanir á aðild Islands að Evrópusambandinu hafa verið þrándur í götu ákvarðana um þetta efni þar sem talið hefur verið óráðlegt að taka upp evru nema til komi full aðild að Evrópusambandinu. Myntráð Með því að tengja krónuna við evru með myntráði myndi framboð pen- inga takmarkast með svipuðum hætti og þegar gullfótur var við lýði þar sem pen- ingamagn yrði tryggt með erlendum gj ald- eyri en það jafngildir eignatryggingu að mestu. Enginn vafi er á því að verðlag og vextir færðust nær evrusvæðinu og verð- trygging útlána yrði óþörf þar sem útlán yrðu sjálfkrafa gengistryggð. Jafnframt væri mun erfiðara að auka útlán banka langt umfram innlán en útlánaþensla hef- ur verið ein helsta orsök verðbólgu hér á 2

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.