Vísbending


Vísbending - 20.10.2006, Side 1

Vísbending - 20.10.2006, Side 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 20. október 2006 40. tölublað 24. árgangur ISSN 1021-8483 Hæverski leiðtoginn Sífellt breytast skoðanir manna á því hvernig fyrirtækjum sé best stjómað. Að hluta til byggjast þær á heilbrigðri skynsemi, að hluta til á tísku- sveiflum. í 38. tbl. Vísbendingar var vikið að því hvemig menn eigi að fara að því að þekkja góðu fyrirtækin og væntanlega þarmeðsnilli stjórnendaþeirra. I þessum efnum verður síðasta orðið seint sagt því að heimurinn breytist í sífellu og það sent var gott í gær er ekki endilega það sem best á við í dag. Margar leiðir að sama marki Flugvallarbókmenntir hafa náð mikilli sölu hjá mönnum í viðskiptalífmu. Þemað í þeim er yfirleitt eitthvað á þá leið að sett er fram ein klisja sem geng- ur gegnum alla bókina og svo em tekin dæmi um að hún sé einmitt svarið við þeim flóknu aðstæðum sem menn þurfa að fást við í alþjóðavæddum heimi. Tök- urn nokkur dærni: • Peters og Waterman sögðu í bókinni In Search of Excellence að menn yrðu að efla anda athafnamannsins, halda sig við efnið og ná framleiðni gegnum fólkið. • Collins og Porras segja í bókinni Built to Last að stjómendur eigi að halda á klukkunni, ekki segja mönnum hvað klukkan sé, velja A og B í stað A eða B. • Arun Jain segir í Corporate Excellence að menn eigi að taka ákvarðanir sameiginlega og láta starfs- mönnum fínnast að þeir eigi fyrirtækið. • Foster og Caplan segja i Creative Destruction að galdurinn sé að selja einingar sem vaxi hægt, afnema úreltar reglur og búa til ný viðskipti. Flest afþessu virðist gamalkunnugt en engu að síður hafa bækur þessara manna selst í stóm upplagi og þeir virðast kunna að koma kenningum sínum í þann búning að margir hafa gaman af. Fimm stjörnu stjómandi Jim Collins skrifaði grein í HBR árið 2001 semhannnefndi Level 5 Leaders- hip: The Triumph ofHumility andFierce Resolve. Þar snýst hann gegn þeirri skoð- un að leiðtogar eigi að vera sjannerandi menn sem séu stöðugt á útopnu. Mörgum fannst það mögnuð tilviljun að hann hafði vart birt niðurstöður sínar þegar hver viðskiptajöfurinn á fætur öðmm var tekinn í Bandaríkjunum fyrir afbrot af ýmsu tagi. Þeir voru einmitt margir áber- andi menn, menn sem bámst mikið á og sóttust eftir félagsskap þekktra stj ómmála- manna og listamanna (og voru sj álfir eftir- sóttir). Collins skrifaði um hinn hæverska leiðtoga, mann sem gæti unnið þó að sjón- varpsvélamar væm ekki á honum. Röðun Collins á Ieiðtogunum er birt í meðfylgjandi ramma. Það sem vekur ef til vill frekast eftirtekt er það að hann leggur mesta áherslu á eiginleika sem oftast hafa ekki verið taldir helstu ein- kenni leiðtogans: hæversku og feimni. Jafnframt eiga menn líka að vera vilja- sterkir og hugaðir. Hvemig geta þessir eiginleikar farið saman? Eitt af því sem menn átta sig stundum ekki á er að farsælustu leiðtogamir eru ekki endilega þeir sem eru mest áber- andi. Margir vinna farsællega í kyrrþey og sleppa þannig við vökult auga fjöl- miðla vegna þess að það er Iítið gaman að segja frá rólegum kurteisum manni ef völ er á öðrum yfirlýsingaglöðum og árásargjömum. Það getur verið erfitt að nefna dæmi um menn sem lýsingin á best við. Lee Iacocca, forstjóri Chrysler, var í miklu uppáhaldi hjá almenningi og fjölmiðl- um eftir að hann hafði náð frábærum árangri með fyrirtækið en vclgengnin virtist stíga honum til höfuðs og hann varð poppstjarna í stað þess að hugsa fyrst og fremst um fyrirtækið. Hann var fastagestur í sjónvarpsþáttum og kom (Framhald á síðu 4) c Fimm stig stjórnunar Fimmta stig: Leiðtogi Byggir upp varanlegt stórveldi með blöndu af hæversku og sterkum vilja. Fjórða stig: Sterkur stjórnandi Örvar hópinn til þess að ná skýru og spennandi takmarki. Þriðja stig: Hæfur stjórnandi Skipuleggur fólk og fjármuni til þess að ná fyrir fram ákveðnu marki á hagkvæman hátt. Annað stig: Nýtur liðsmaður Vinnur vel með öðrum í hópnum. Fyrsta stig: Mjög hæfur einstaklingur Skilar árangri með hæfileikum, þekkingu, kunnáttu og skipulegu verklagi. 3 Heimild: HBR, júlí-ágúst 2005. Jim Collins: Level 5 Leadership: The Triumph of Humility and Fierce Resolve (endurbirt grein). r 'í Hverjir eru bestu r\ Eyþór ívar Jónsson veltir f' 1 Bókin Freakonomics A A Njósnir ráðherra hvers I hæfileikar forstjóra, / fyrir sér hvernig menn | hefur vakið mikla athygli L -Lum annan vekja mikla hæfileikar sem gera eiga að leysa flókin víða um heim. Höfundur athygli. Hverjir vissu fyrirtæki að stórveldi? vandamál. skýrir hvar óvænt fylgni- unr þær og hverjir fengu V samband kemur fram. ekkert að vita? J

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.