Vísbending


Vísbending - 20.10.2006, Síða 4

Vísbending - 20.10.2006, Síða 4
V ISBENDING (Framhald af síðu 1) margoft fram í auglýsingum. Ævisaga hans varð metsölubók. Meðan stjarna hans reis féllu hins vegar hlutabréf í Chrysler aftur í verði. Af islenskum at- hafnamönnum mætti nefna Karl Wem- ersson og Jón Helga Guðmundsson sem dæmi um menn sem hafa einbeitt sér að rekstri, náð árangri og haldið sér að mestu utan sviðljóss fjölmiðlanna. Hvað fleira en hæverskan? itt af því sem er undirstaðan undir því að ná toppárangri er toppfólk. Þess vegna verður góður leiðtogi að vera óhræddur við að ráða sterka menn með sér. Hann á heldur ekki að óttast að færa menn til í starfi eða láta þá hætta sem ekki duga. Það skiptir líka máli á átta sig á því að hlutirnirtaka sinn tíma. Miklu farsælla er að byggja starfsemi upp smám saman (Framhald af síðu 3) dæmis stóðu börn úr skilnaðarfjölskyld- um sig jafnvel á prófum og hin sem ólust upp með báðurn foreldrum. Ekki hjálpaði að flytja í betra hverfi eðajafnvel að móð- irin hætti að vinna til þess að vera heima hjábami sínu. Þarmeð erekki sagt að allt þetta hafi ekki haft áhrif á börnin. Kannski hafa þau verið hamingjusamari en önnur böm en þau stóðu sig ekki betur. Það gleður þó vonandi uppeldisfræð- inga að flengingar gera ekkert gagn en verra er að tíðar ferðir á söfn hjálpa ekki heldur. Böm þeirra foreldra sem tóku virk- an þátt í foreldrastarfi stóðu sig almennt betur en hin en væntanlega er það vegna þess að almennt er meira lag á fólki sem er virkt í foreldrastarfi en hinu sem sjald- an kemur. Sama gildir um þá niðurstöðu að bömum frá heimilum þar sem margar bækur voru gekk betur en hinum þar sem bækumar voru fáar. Bömunum fer ekki skyndilega fram við það að foreldramir fylli húsið af bókum heldur endurspegla margar bækur fyrst og fremst að foreldram- ir em vel menntaðir og að námshæfileikar byggjast mikið á erfðum. Að lokum, til þess að spilla endanlega uppeldinu, skal þess látið getið að böm virtust alls ekki verða heimskari af því að horfa mikið á sjónvarp. Frásagnargleði Levitt skrifar bókina i samvinnu við Stepen J. Dubner, sem er blaðamað- ur. Stíllinn á bókinni er léttur og leikandi. Levitt hefúr lag á því að skoða áhugaverð gagnasöfn og setj a fram óvenjulegar kenn- ingar með þeirn hætti að áhuga vekur. Sumt en að ætla sér að vera kominn á 100 km hraða á nokkrum sekúndum. Þrjár spurningar sem góður leiðtogi spyr sig er: í hverju getum við orðið best? Hvernig nýtum við þekkingu okkar og tæki? Hvemig er best hægt að kveikja áhuga fólksins? Það vakti athygli að bestu fyrirtækin vom ekki endilega fremst i flokki þeirra sem tileinkuðu sér tískustrauma í nýrri tækni. Þau leyfðu öðmm að kynnast bama- sjúkdómum hennar og komu inn síðar. Hins vegar tóku þau oft frumkvæðið í notkun og þróun á sérhæfðri tækni. Fyrst og fremst skiptir aginn bestu stjórnendurna miklu. Eftirþví sem menn em skipulagðari og agaðri i vinnubrögð- um skiptir flókið kerfi minna máli. Öguð vinnubrögð hjá athafnasömum manni em lykillinn að frábærri frammistöðu. Q virðist fjarstæðukennt, eins og til dæmis að tengja saman kennara og súmóglímu- kappa en um leið er erfitt annað en að lesa kaflann til enda til þess að vita hvað er sameiginlegt með þessum ólíku hópum. Það kemur í Ijós að í báðum hópunum em svindlarar sem hægt er að fínna með aðstoð tölfræðinnar. Kú Klúx Klan var, og er kannski enn, klúbbur í suðurríkjum Bandaríkjanna sem þreifst ákynþáttahatri. í fljótu bragði virð- isthann ekki eigamargt sameiginlegtmeð fasteignasölum (og reyndar er tengingin heldur langsótt og helst gerð til þess að vekja áhuga) en svarið er fyrst og fremst græðgi. Þannig tengir Levitt ýmis hugtök saman án þess að þau séu alveg náskyld. Þessi bók er ekki kennslubók en hún gæti vakið áhuga manna á því að reyna að skilja betur tölfræðilegt samband á milli ýmissa þátta sem í fljótu bragði virðast óskyldir. En Levitt gætir þess að benda á að tölfræðin sannar ekkert, hún gefúr bara hugmyndir um tengsl. Fyrir ólofaðar konur gæti það verið áhugavert að vita að það virðist hjálpa þeim jafnmikið að ná í förunaut á Netinu að hafa háskólapróf og að vera ljóshærð- ar. Það síðamefnda virðist óneitanlega fljótvirkari og ódýrari leið. Bókin Freakonomics er auðlesin og kaflarnir eru ekki allt of langir. Menn geta lesið alla bókina frá upphafi til enda eða hvemkafla um sig. Hún erfjami því að vera tímamótaverk en miklu frekar greinasafn ungs hagfræðings sem hefur næmt auga fyrir sambandi sem aðrir greina vart og hefúr þar að auki gaman af því að ögra umhverftnu. □ Aðrir sálmar _____________________________________ ^ Hvar var Ólafur Ragnar? A Fréttir af hlerunarmálunum og njósn- um stjórnvalda vinda stöðugt upp á sig. Nú er komið í ljós að Jón Baldvin Hannibalsson, fonnaður Alþýðuflokks- ins, fyrirskipaði njósnirum feril Svavars Gestssonar í Berlin. Þetta mun hafa ver- ið gert með vilja og vitund Steingríms Hermannssonar, fonnanns Framsóknar- flokksins og forsætisráðherra. Vegna þess að minni manna er brigðult er það mjög mikilvægt að þetta er staðfest með vitnisburði nafngreinds manns, Róberts Trausta Amasonar, en hann styðst við dag- bókarfærslur frá þessum tíma. A þessum tíma vom þeir allir saman í ríkisstjóm, Steingrímur, Jón Baldvin og Svavar. Jón Baldvin, sem treystir vel nafnlausum mönnum sem hringja í hann utan úr bæ, rengir framburð Róberts Trausta og seg- ist ekki hafa ætlað að njósna um Svavar sérstaklega heldur um alla Islendinga sem voru í Austur-Þýskalandi, þar með talinn Hjörleif Guttormsson, sem þá sat á þingi og var stuðningsmaður stjómar þeirra Steingríms, Jóns Baldvins og - vel að merkja - Ólafs Ragnars Grímssonar, formanns Alþýðubandalagsins. Hvað vissi Ólafur Ragnar um njósnir hinna formannanna um samflokksmenn hans? Vildi hann ekki líka „hreinsa þá af öllum grun“ eins og Jón Baldvin segir hafa ver- ið tilgang njósnanna? Er þetta kannski almennt tilgangur njósna og hlerana, að hreinsa menn af grun? Enginn vafi er á því að nauðsynlegt er að hreinsa andrúmsloftið og kanna hvort formaður Alþýðubandalagsins hafi átt aðild að þess- ari leynilögregluFramsóknarogAlþýðu- flokks eða hvort þeir fóm á bak við hann. Hvað hefðu Jón Baldvin og Steingrímur gert ef rannsókn þeirra hefði ekki skilað þeirn árangri að hreinsa Svavar af gmn um njósnir? Hefðuþeirnotað upplýsing- amartil þess að klekkja á honum? Hefðu þeir verið til með að nota aðrar aðferðir en skoðun á skjalasöfnum erlendis til þess að vera vissir? Jón Baldvin segist bara hafa gertþað sama og kollegarhans annars staðar á Norðurlöndum og þess vegna liafi þetta verið í lagi. Þeir beittu hlerunum. Hvað gerði Jón Baldvin? Og hvað vissi Ólafúr Ragnar um málið? Þjóð- yin krefst rannsóknar, bj__________J ^Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ^ Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimurhf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Simi: 512-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang: visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita ^án leyfis útgefanda. _____________. 4

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.