Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1945, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.03.1945, Blaðsíða 7
jafnliátt undir höfði or' að afnumin verði ó- liæfileft' höft og hömlur. Nauðsynleg aukninn' getur því a.ðeins átt sér stað, að allar þjóðir os þegnar þeirra starfi saman í eindrægni os með skilnins'i hver á annars vandamálum os S'eri virkar ráðstafanir með gasnkvæman hag fyrir auguin til að Ieysa vandamálin. (Leturbr. vor.) Með því að skiptast á upplýsingum og með því að ræða málin opinskátt og í fullri vin- semd í anda gagnkvæmrar hjálpsemi, geta kaupsýslumenn allra þjóða lagt fram mikinn skerf til þess mikla starfs að reisa heiminum nýja og betri félagsbyggingu, sem nauðsyn- leg verður til að tryggja velgengni og öryggi heimsins, í stað þess hagkerfis, sem ófriðurinn hefur úr lagi fært. Ég er þess fullviss, að fundur kaupsýslu- manna rvargra þjóða á alþjóða verzlunarráð- stefnunni mun stuðla að því, að vér getum náð þessum miklu markmiðum, og sendi ég ráð- stefnunni beztu óskir um að störf hennar megi vel takast. Yðai' einlægur Franklin D. Rooseveit. Þetta bréf Bandaríkjaforseta virðist vera annað og meira en venjuleg kurteisiskveðja. Það er eins og inngangur eða forleikur að sjálfri ráðstefnunni. Hér er tónninn gefinn, óhikað og djarflega, eins og bezt kemur fram í málsgrein- inni, sem feitletruð er hér að framan. Hér er í öndverðu sleginn sá demókratiski strengur, sem ómar í öllum athöfnum þessa móts, eins og augljósast má verða af því, að dvergurinn meðal þjóðanna fær þar sömu íhlut- un og ákvörðunarvald sem mestu og voldugustu bergrisarnir. Munum vér nú gera stuttlega grein fyrir nefndarálitum og tillögum þeirra þriggja nefnda, er Magnús Kjaran sagði frá í erindi sínu. En eins og áður er sagt, hlutu nefnda- tillögurnar einróma samþykki ráðstefnunnar sjálfrar. 1. Nefndarálit viðskiptamálanefndar. Hlutverk nefndar þessarar var að fjalla um verzlunarstefnur þjóða. Átti Magnús Kjaran þar sæti af hálfu Islendinga. Álit nefndarinnar er í sem fæstum orðum eins og hér segir: Takmark viðskiptalífsins á að vera bætt lífs- skilyröi manna um heim allan. Þessu takmarki er unnt að ná, og verður einstaklingsfram- takið að leggja sig fram í því skyni. Það verð- FRJÁLS VERZLUN ur að hagnýta sem bezt allar auðlindir heims- ins. En skilyrðið til þess, að það geti tekizt, er, að verzlunin sé sem fjölbreyttust. Frelsi og heill þjóðanna byggist á framleiðslunni, en ógerlegt er að auka framleiðslu og atvinnu, nema með afnámi óþarfra verzlunarhafta. Meðan verið er að leita jafnvægis eftir stríðið, má búast við að halda verði, að minnsta kosti um sinn, einhverju af þeim hömlum, sem á hafa verið lagðar af styrj- aldarástæðum og þá einkum í þeim löndum, sem verst hafa orðið úti. En gæta verður þess, að slíkri íhlutun verði ekki haldið svo lengi, að hefð komist á hana. Þá verður að taka tillit til mismunandi aðstæðna í löndunum og bæta úr því, sem áfátt er með þeim ráðstöfunum, sem bezt eiga við í hverju landi um sig. Vilji til dæmis landbúnaðarþjóð koma upp iðnaði til eflingar atvinnulífinu, verður að rannsaka, hvaða iðnaður henti bezt, og jafnframt hvaða áhrif stofnun slíkrar iðnaðarframleiðslu kynni að hafa í öðrum löndum. Háir tollar, innflutningsbönn, kvótar, ríkis- styrkir, gjaldeyrishömlur og hvers konar tálmanir einkenndu tímabilið fyrir stríðið. Til þess að rutt verði úr vegi þeim hindrunum, sem þannig eru til fyrirstöðu frjálsum við- skiptum, leggur nefndin til, að gerðir séu fjöl- hliða viðskiptasamningar, sem allar þjóðir eigi kost á að taka þátt í, þar sem stefnt verði að því, að lækka smátt og smátt tolla, að afnema kvóta og innflutningsbönn, að ákvæðinu um „beztu kjör“ sé fylgt af- dráttarlaust í öllum viðskiptasamningum, að öllum sé gert jafn hátt undir höfði, að lagðar verði niður ríkiseinkasölur og rík- isframleiðslustofnanir, vegna þess, að af þeim leiðir misrétti gegn öðrum. Þá leggur nefndin til, að verzlunarsamningai' milli þjóða séu gerðir til ekki minna en tíu ára, svo að unnt sé að gera ráðstafanir til langs tíma um framleiðslu og sölu. Auk þess gerir nefndin ráð fyrir alþjóða- liagsmunasáttmála, sem byggist á þeim fjöl- hliða viðskiptasamningum, sem nefndir hafa verið. Og loks, að komið verði á alþjóðlegum liagsmunasamtökum, sem hafi eftirlit með við- skiptaháttum þjóðanna og samræmi þá ákvæð- um hagsmunasáttmálans. 2. Álit nefndar þeirrar, er fjallaði nm liráefni og matvæli. Af Islands hálfu átti Magnús Kjaran einnig 7

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.