Frjáls verslun - 01.03.1945, Síða 8
sæti í þessari nefnd. í nefndarálitinu er þeirri
skoðun lýst yfir,
„að framleiðsla, vinnsla og dreifing hráefna og
matvæla eigi að vera í höndum einkafyrir-
tækja, rekinna af þeim og á þeirra ábyrgð.“
Hlutur ríkisstjórna í þessum efnum sé hins
vegar sá, að veita fyrirtækjunum stuðning
með því að gangast fyrir rannsóknum, aukinni
menntun, söfnun og útgáfu hagskýrslna og
því um líku.
Um álit nefndarinnar á viðskiptahömlum
nægir að vísa til nefndarálits viðskiptamála-
nefndar hér að framan.
Nefndin leggur til, að stofnuð sé alþjóðleg
viðskiptamiðstöð, sem sé upplýsingastofnun,
safni skýrslum um framleiðslulíkur og sennileg
markaðsskilyrði og veiti hvers konar upplýs-
ingar, sem komið geti hlutaðeigandi aðiljum að
haldi.
Nefndin leggur til, að fulltrúarnir á ráð-
stefnunni hlutist til um það, hver um sig, við
menntamálastjórn lands síns, „að leggja frek-
ari áherzlu á bætt lífsskilyrði, þar með talið mat-
aræði, betri klæðnaður, betri skipun heilbrigðis-
mála og aukin heilsuvernd.“
Að endingu er því lýst yfir, að „mestu hags-
bætur, sem þjóðum heimsins geta fallið í skaut,
munu verða árangurinn af því, að hráefnum
þeim og matvælum, sem til aflögu verða á hverj-
um stað, verði skipulega dreift á heimsmarkað-
inn eftir viðskiptaleiðum einkaframtaksins."
3. Álitsgjörð þeirrar nefndar ráðstefnunnar,
er fjallaði um einstaklingsframtakið.
Af hálfu Islands átti Haraldur Árnason sæti í
þessari nefnd.
I nefndarálitinu segir:
„Einróma álit nefndarinnar er það, að fyrir-
komulag einstaklingsframtaksins sé hin bezt
kunna leið til þess að koma á raunverulegri
alheims-velmegun og fullnýtingu vinnuaflsins,
svo og að tryggja og halda við heimsfriðnum,
en þetta stuðlar að bættum lífsskilyrðum
fyrir allar þjóðir. Þess vegna er því haldið
fast fram, að stjórnirnar viðurkenni og styðji
meginreglurnar, sem einstaklingsframtakið
byggist á, en þær eru:
1. Jafnrétti til athafna.
2. Jafnrétti fyrir lögum.
3. Verðlaun fyrir framtak.
4. ívilnun fyrir sparsemi.
5. Skattafyrirkomulag, sem ýtir undir at-
hafnalöngunina og áhættuhvötina.
8
6. Takmörkun á emkasölu.
7. Ríkisstjórn faili frá samkeppni við einka-
fyrirtæki.
8. Framleiðsla og afurðasala án tálmana.
9. Réttlát ágóðaskipting, jafnhliða því að
tryggðir séu hagsmunir neytenda og
vinnuafls í því augnamiði, að vaxandi
fjölda manna sé séð fyrir fleiri og fleiri
hlutum, en slíkt hefur í för með sér há-
marks atvinnumöguleika við hin hæstu
launakjör (level of wages).
10. Stjórn, sem með löggjöf mun vera verzl-
unarstéttinni til hvatningar, með því að
sjá henni fyrir starfssviði í samræmi við
ofangreindar meginreglur.
Rauði þráðurinn.
Magnús Kjaran sagði í erindi sínu, að frelsi
úg. mannréttindi hefðu verið efst á baugi á ráð-
stefnunni í Rye. Þótt hér hafi verið farið fljótt
yfir sögu, er það, sem sagt hefur verið, nægi-
legt til’að sýna, að Magnús Kjaran hefur gefið
rétta lýsingu á þeirri stefnu og þeim anda, sem
ríkti á þessari alþjóðaráðstefnu kaupsýslu-
manna.
Það ætti að vera öllum þjóðum hugleikið, að
sá andi og sú stefna næði sem mestum tökum í
verzlunarviðskiptum þjóða í milli, og þó sér-
staklega þeim þjóðum, sem minnstar eru fyrir
sér.
Friðinum í heiminum, farsæld og öryggi ein-
staklinga og þjóða verður þá fyrst borgið, er
hinn demókratiski andi, andi samúðar, gagn-
kvæms skilnings og gagnlívæmrar tilhliðrunar-
semi nær ekki einungis til verzlunarviðskipta,
heldur og stjórnmálaviðskipta, menningarvið-
skipta — allra samskipta þjóða í milli.
Það er gleðiefni, að valdamestu leiðtogar ó-
líkra þjóða með ólíka menningu, erfðavenjur og
lífsskoðanir, geta orðið ásáttir um sameiginleg-
ar ráðstafanir til tryggingar friði og farsæld í
heiminum á komandi tímum. En árangur slíkra
ráðstafana veltur á því, hve vel hinir fáu ,,stóru“
hafa munað eftir hinum mörgu „smáu“. Um
stundarsakir er hægt að sjá heildinni borgið
með því að ganga á réttindi einstaklinganna. En
varanlegt öryggi heildarinnar er komið undir
hollustu einstaklinganna, — ekki þrælsótta eða
oftrúarhollustu —, heldur fúsri og yfirvegaðri
hollustu frjálsra manna, sem finna og viður-
kenna, að réttlátlega er að þeim búið.
Rauði þráðurinn í öllum ályktunum og at-
höfnum Alþjóðaráðstefnu kaupsýslumanna, sem
haldinn var í Rye, er þessi: Skilyrðin til þess
að milliríkjaviðskiptin geti náð heilbrigðum
þroska, eru þau, að stórir og smáir, ríkir og
FRJÁLS VERZLUN