Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1945, Side 18

Frjáls verslun - 01.03.1945, Side 18
Okkur er víst ákjósanlega stjórnað. Að minnsta kosti bendir flest það, er opinberlega birtist — í blöðum og útvarpi og á mannfundum — til þess, aö mikill hluti þjóðarinnar sá harð- Hvernig er oss ánægður með núverandi ríkis- stjórnað? stjórn. Hún hefur fengið kynstrin öll af samfagnaðarskeytum frá hægri og vinstri, útgerðarmönnum og sjómönnum, atvinnurekendum og verkamönnum, ungum og gömlum, konum og körlum. Engri stjórn hefur verið tekið af jafn háværum fögnuði, og hafa þó sumar fyrrverandi ríkisstjórnir sízt þurft að kvarta yfir viðtökunum. Þegar þjóðstjórnin var mynduð í aprílmánuði 1939, var almennur fögnuður um land allt. Menn áttu varla orð til að lýsa hrifningu sinni: ,,Það voru borin klæði á vopnin“, „þjóðin hafði borið gæfu til að sameinast á örlagastundu," „landinu var stjórnáð að beztu manna yfirsýn"; það var dýrðast yfir víð- sýni, drengskap og þjóðhollustu. „Eitt yfir alla og allir eitt“ í „einingu andans og bandi friðarins"! Þá voru allir með stjórninni, nema nokkrar „blóð- rauðar bolsakindur", og þær voru svo lítils virtar, að enginn hvítur maður fékk sig til að heilsa þeim á almannafæri. Litlu minni var fögnuðurinn, þegar stjórn dr. Björns Þórðarsonar tók við völdum í desembermán- uði 1942. Öllum þorra manna létti stórlega við komu þeirrar stjórnar og bar til hennar hið fyllsta traust. En hvernig fór? Söknuðurinn eftir þessar nefndu ríkisstjórnir var ekki í neinu samræmi við fögnuð- inn, sem verið hafði við komu þeirra. Með þessu er sízt af öllu ætlunin að spá illu fyrir Allir fagna, núverandi stjórn. Það hlýtur þvert á í'áir sakna. móti að vera ósk allra hugsandi manna, að henni takist að leysa hin vandasömu verkefni svo af hendi, að hún verði lang-: líf í landinu og ástfólgin þjóðinni. Nú hafa hinir „blóðrauðu bolsar" frá þjóðstjórn- artímanum vaxið af vizku og náð hjá guði og mönn- um. Þeir voru þá ekki nema þrír á þingi. Nú eru þeir tíu. Og nú þykja ráðherrarnir þeirra, Brynjólf- ur og Áki, ekkert síðri að einlægum samstarfsvilja, drengskap og þjóðhollustu en þeir Hermann og Ey- steinn í upphafi þjóðstjórnarinnar 1939. Það óvænta hefur skeð, að hin „þéttgjörva, þrek- byggða, þrautgóða, eldtryggða, margreynda" Mdm. Framsókn hefur orðið utangarðs. Nú þykja þeir Hermann og Eysteinn engu drenglyndari, þjóðholl- ari né samstarfshæfari en þeir Brynjólfur og Einar 1939. Hin „konunglega stjórnarandstaða" er nálega ein- vörðungu í höndum Framsóknar. Og það má ekki undra neinn, þótt hið „konunglega" valkvendi sé ofurlítið snakillt og beizkt þessa Kgl. stjórnar- stundina. Við megum ekki gleyma andstaða. því, að Framsókn hefur tekið þátt í stjórn landsins nálega óslitið, síðan flokkur hennar var í hvítavoðum. Það var ekki óefnilega af stað farið hjá Jónasi Jónssyni, þegar honum fæddust tvíburarnir, Alþýðuflokkurinn og Framsókn, sumarið 1916. Framsókn litla var frá öndverðu miklu þrekmeiri, úrræðabetri og áræðnari en bróðirinn, enda var hún augasteinn og eftirlæti Jónasar og hlítti forsjá hans í einu og öllu. Það var ekki liðið nema misseri af ævi Fram- sóknar, þegar fyrsta samsteypustjórnin var mynd- uð, í ársbyrjun 1917. Þau rúm 28 ár, sem síðan eru liðin, hefur Framsókn ávalt átt mann eða menn í stjórn landsins (hún fór ein með völd 1927—-30), að undanteknum árunum 1924—27, er Ihaldsflokkurinn fór með völd, og einu misseri árið 1942 (flokkstjórn Ólafs Thors). Framsókn hefur dottið úr þeim háa söðli, sem hún hefur oftast setið í, síðasta mannsaldurinn. Þungt fall og tilfinnanlegt, þótt ekki bættust þar á ofan sjálfsásakanir um mislagðar Dottið úr hendur í margri grein að undanförnu, háum söðli. innbyrðis erjur og alls konar klúður. Það er miklu erfiðara fyrir Framsókn 1S F.RJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.