Frjáls verslun - 01.03.1945, Page 20
skiljum öllum þjóðum betur, að maðurinn liíir ekki
á einu saman brauði. Þess vegna kaupum við bækur
og aðra andans fæðu fyrir einar 15—20
Vínland milljónir á ári, eða sem svarar a. m. k.
hið góða. 150 kr. á hvert mannsbarn í landinu. Til
frekari áréttingar og öryggis kaupum
við svo vínanda fyrir hátt á fjórða milljónatug
króna, eða um 300 krónur á mann til jafnaðar, þar
með talið hvítvoðungar, karlægt fólk og góðtempl-
arar. „Dáindis lagleganana af sér vikið“ af þjóð, sem
er svo bindindissinnuð, að hún heldur alltaf uppi
hálfgerðu áfengisbanni!
Nærri lætur, að þriðjungur af tekjum ríkisins sé
tollur og verzlunarhagnaður af áfengi. „Landið
græðir mest á mér, mest drekk ég á nótt og degi,“
segir Páll Ólafsson í hugleiðingum sínum um
brennivínstollinn og hag föðurlandsins. Og Jónas
Hallgrimsson segir að íslendingar lifi á „mysu og
mjólk, en mest á brennivíni.“ Hið unga íslenzka lýð-
veldi lifir mest á brennivíni. Það er að tiltölu við
fólksfjölda mesti sprúttsali í heimi. Hagkerfi þess
er svo dásamlega upp byggt, að það er hægt að koma
því í megnustu vanskil og f járhagskröggur með því
að hætta að kaupa áfengi nokkra mánuði. Hvbr
,,þurr“ dagur kostar ríkið hundrað þúsund krónur.
Svo það nálgast í raun og veru fullkomna skemmd-
arstarfsemi að láta nokkurn tíma skorta vín. Enda
verður að játa, að miklu meiri áherzla er lögð á inn-
flutning þess en ávaxta, smjörs og annars óþarfa!
Það mundi þykja hrottalegt að segja, að drykkju-
skapur væri þjóðarnauðsyn. Hinu verður ekki neit-
að , að áfengiskaup er undirstöðuatriði í efnalegu
sjálfstæði, verklegum framkvæmdum, bindindisút-
breiðslu og hvers konar menningarviðleitni yngsta
og efnilegasta lýðveldisins á jörðu hér.
Ergo: drekka eins og flón
og yfirvöldin reka af höndum!
Þá verður mitt feðrafrón
farsælast af öllum löndum.
Bankablaðið.
Síðara hefti Bankablaðsins 1944 kom út fyrir
nokkru. Birtist þar löng og fróðleg grein um 250
ára starfsemi Englandsbanka, útdráttur úr skýrslu
íslenzku sendinefndarinnar á fjármálafundinum í
Bretton Woods og minningarorð, sem Sigurður Arn-
grímsson ritar um Eyjólf Jónsson, fyrrverandi úti-
bússtjóra á Seyðisfirði. Auk þessa eru í blaðinu
fræðandi ritgerðir um starfsemi íslenzku bankanna
fyrr og nú og fjöldi stuttra en skemmtilegra greina
um áhuga- og hagsmunamál bankamanna. Blaðið
er 46 síður að lesmáli, prýtt mörgum myndum og
allur frágangur hinn vandaðasti. Ritstjóri þess er
Adolf Björnsson, en útgefandi er Samband íslenzkra
bankamanna.
20
„FRJÁLS VERZLUN"
Utgefandi: Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.
Formaiiur: Oddur Helgason.
Ritstjóri: Jónas Arnason.
Ritnefnd: Einar Ásiuundsson, Pétur Ólalsson,
Baldur Pálmason, Ivar GuiVinundsson, Luðvig
Hjálmtýsson.
Skrifstofa: Vonarstræti 4, 2. hæð, Reykjuvík.
Sími 5293.
IsafoldarprentsmiSja h/f.
Smælki.
Gömul kona átti páfagauk, sem var í hæsta máta
orðljótur. Meðal annars hafði hann lært þessa setn-
ingu: „Þess vildi ég óska, að kerlingar-uglan væri
steindauð," og þessi orð viðhafði hann óspart í
samræðum sínum við menn og málleysingja. Hins
vegar átti prestur gömlu konunnar páfagauk, sem
var kunnur fyrir kurteisi og háttprýði, enda alinn
upp við Guðsótta og góða siðu. Gamla konan fór nú
með sinn páfagauk til prestsins og kom honum þar
í vist í von um, að hann mundi nú læra kurteislegra
orðbragð af páfagauk prestsins. Skömmu seinna
kom sú gamla í heimsókn á prestsetrið, til þess að
forvitnast um hag og háttabót hins óprúttna páfa-
gauks. En ekki var hún fyrr komin inn úr dyrun-
um, en hún heyrði kveða við hið gamalkunna: „Þess
vildi ég óska, að kerlingaruglan væri steindauð."
Og páfagaukur prestsins tók undir í kristilegri tón-
tegund: „Heyr þú vora bæn, góður guð.“
★
I kvikmyndahúsinu.
Hann: Stendur kaldur súgur í bakið á þér?
Hún: Nei.
Hann: Er sætið þitt þægilegt?
Hún: Já.
Hann: Sérðu vel á myndina?
Hún: Já, alveg prýðilega.
Hann: Þá skulum við skipta um sæti.
★
Hermaður skrifar konu sinni: „Ég er búinn að fá
mig fullsaddan af nöldrinu í þér og bið þig, í guðs
bænum, að hætta að senda mér skammabréf, á
meðan ég er hér á vígvellinum. Ég vil fá að berjast
í friði.“
★
Nonni litli hefur ekki mikla trú á réttlætinu í
heimi hér: „Ef mér verður á að setja einn fingur
upp í mig, þá er ég húðskammaður og kallaður öll-
um illum nöfnum; en þegar litli bróðir lætur eins
og bjáni og stingur öðrum fætinum upp í sig, þá
finnst öllum það vera sniðugt og hlægilegt."
FRJÁLS VERZLUN