Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1958, Blaðsíða 1

Frjáls verslun - 01.02.1958, Blaðsíða 1
Ilorft út á liafið Ljósm.: Gunnar Rúnar í ÞESSU HEFTI: Ávörp til lesenda Frjctlsrar Verzlunar ★ SVAVAR PÁLSSON: Hvað er stóreignaskattur? ★ ÞORVARÐUR J. JÚLÍUSSON: Á krossgötum ★ SVEINN ÁSGEIRSSON: Neytendasamtökin og hin írjálsa samkeppni ★ St. Lawrence-siglingaleiðin ★ Nýjung í fræðslustarfsemi fyrir verzlunarfólk ★ Verzlunarsparisjóðurinn ★ o. m. fl. FRJÁLS VERZLUN Utg.: Frjáls Verzlun ÚtfíúfufélaK li/f Ritstjóri: Pétur Pétursson Ritnefnd: Birgir Kjaran, form. Gunnar Magnússon Vnldimar Kristinsson Skrifatoja: Skólavörðustíg 3, 3. hæð Reykjavík — Opin kl. 17-18,30 mánudaga — föstudaga Sími 1-00-85 — Pósthólf 1103 VÍKINGSPHENT 050.6“ FRJALS VERZLUN 18. ÁRGANGUR — 1. HEFTI — 1958 Eftir tveggja ára hlé Frjáls Verzlun lcemur nú út á ný eftir tveggja ára hlé. Ritið hóf göngu sína fyrir rúmum 19 árum, eða í janúar 1939, og var gefið út af Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur, eins og kunnugt er. Eftir að Verzlunarmannafélaginu var breytt í launþegafélag skrifstofu- og verzlunarmanna, urðu aðstœður til blaðaútgáfu erfiðari og liefur því orðið nokkurt hlé á þessari starfsemi. Alltaf var þó œtlunin að halda útgáfunni áfram og kom fram sú hugmynd, að reynt skyldi að koma lienni á breiðan grundvöll. Nú hafa ýmsir einstaklhigar úr nokkrum samtök- um, þ. e. Verzlunarráði lslands, Verzlunarmannafélagi Reykja- víkur, Félagi íslenzkra iðnrekanda, Félagi stórkaupmanna og Sambandi smásöluverzlana, bundizt samtökum um stofnun útgáfufélags, er standa mun að tímaritinu Frjáls Verzlun. Tímaritið verður að nokkru leyti breytt frá því, sem áður var, en sumt verður eins eða. svipað, t. d. brotið. Ætlunin er að Frjáls Verslun komi út 10—12 sinnum á ári, en sjaldnar fyrsta árið. Rirtar verða margvíslegar greinar til fróðleiks og skemmtunar og allmikið af myndum, og verður reynt að vanda val þeirra. Yfirleitt verður reynt að gera ritið sem bezt úr garði og verður reynslan að skera úr hvernig til tekst, en skoðanir verða þar sjálfsagt nokkuð skiptar, eins og gengur. Tímantið Frjáls Verzlun mun ekki einskorða sig við verzl- unarmálin, lieldur mun styðja allt eðlilegt frjálsræði í þjóð- félaginu. Sérstaklega mun ritið leitast við að styrkja og hvetja kið frjálsa framtak einstaklinganna, sem eitt getur leitt til stöðugra framfara og varanlegs sjálfstœðis þjóðarmnar. Forvígismenn þeirra samtalca, sem nefnd voru áðan, hafa góðfúslega orðið við þeim tilmælum að skrifa ávarpsorð, í tilefni þess að útgáfa ritsins er liafin á ný. Eru ávörpin birt hér á eftir. Frjáls Verzlun vill sérstaklega þakka góðar óskir þessara manna og mun allt gert sem unnt er til að blaðið bregðist ekki þeim vonum, sem við það eru tengdar. LAN'DSBÓKASAFN 221798 ÍSLANDS

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.